Aurskriðan féll á bæinn Casamicciola Terme í kjölfar gríðarlegs úrhellis á svæðinu síðustu daga. Úrkoma hefur ekki mælst eins mikil á eyjunni í heil tuttugu ár.
Fjölmennt björgunarlið var sent til eyjarinnar eftir að tilkynnt var um hamfarirnar. Kafarar hafa meðal annars unnið að leit við ströndina og segja slökkviliðsmenn að skriðan sé sums staðar allt að sex metra djúp.
A #Ischia da oltre 24 ore soccorritori, volontari e tecnici lavorano per cercare i dispersi, riaprire le strade, raggiungere le zone isolate e assistere gli sfollati. Sull'isola è in corso il sopralluogo di Curcio per seguire l'azione di risposta all'emergenza#27novembre h10 pic.twitter.com/LTl1lQByzk
— Dipartimento Protezione Civile (@DPCgov) November 27, 2022
Erlendir fjölmiðlar segja að nýfætt barn og tvö börn til viðbótar hafi verið í hópi hinna látnu.
Skriðan hrifsaði með sér að minnsta kosti eitt hús og olli miklum skemmdum á nokkrum til viðbótar. Auk þess hrifsaði skriðan með sér fjölda bíla, einhverja alla leið út í sjó.
Ischia er lítil eldfjallaeyja um þrjátíu kílómetra undan strönd Napolí.