Rottur og kakkalakkar herja á stórborgir Spánar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. nóvember 2022 16:47 Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt. Getty Images Rottur og kakkalakkar herja nú á margar borgir Spánar. Gríðarlega aukningu þessara skaðræðisskepna má fyrst og fremst rekja til ómuna veðurblíðu í haust, en einnig til Covid farsóttarinnar. Plágurnar virðast herja hvað mest á höfuðborgarbúa á Spáni, áætlað er að um 70% fjölgun hafi orðið á milli ára í Madrid frá því í fyrrahaust. Sumar rottanna eru á stærð við ketti Viðmælendur El País segja að rotturnar séu nú einnig á ferli í dagsbirtu og að margar þeirra séu á stærð við ketti. Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt, á heimilum, í verslunum og á veitingahúsum. Sem dæmi um fjölgunina má nefna að fyrirtækið fékk 17.000 beiðnir vegna rotta og kakkalakka í fyrra, en á þessu ári eru þær nú þegar orðnar tæplega 30.000. Getty Images Rotturnar fara inn í íbúðir fólks Aðrar borgir þar sem rottum og kakkalökkum hefur fjölgað mikið, eða á milli 50 og 70%, eru Valencia, Barcelona, Málaga og Sevilla, allar á meðal stærstu borga Spánar. Einn versti faraldurinn herjar á íbúa í La Fuensanta hverfinu í Valencia. Þar búa 3.700 manns í félagslegu húsnæði og segja íbúarnir að rotturnar séu bókstaflega út um allt. Þær fari inn í húsin í gegnum fráveitukerfin, eða klifra hreinlega upp tré og stökkva þaðan inn í íbúðir fólks. Uppi varð fótur og fit í sumar þegar myndband var birt á TikTok þar sem sjá mátti tugi rotta spígspora um Katalóníutorg í Barcelona að kvöldi til. Borgarstjórn brást skjótt við, eitraði allt torgið og það virðist hafa borið góðan árangur. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur daglegt eftirlit með 2.400 stöðum í borginni og eitrar fyrir rottum á 4.000 stöðum. Borgaryfirvöld í Madrid staðhæfa að enginn kakkalakkafaraldur ríki í borginni, þrátt fyrir tölur meindýraeyða um hið gagnstæða og þau neita að svara spurningum um rottugang í borginni. Getty Images Miklir hitar og þurrkar ýta undir fjölgun Helsta ástæða fjölgunar þessara skaðræðisskepna má rekja til óvenjulegs tíðafars, mikils hita og mikilla þurrka. Miklir hitar hafa ríkt í allt haust og árið er það heitasta síðan mælingar hófust, og það 4. þurrasta. Þá virðast rotturnar hafa fært sig upp á skaftið undir Covid-faraldrinum. Þegar fátt fólk var á ferli, þá færðust rotturnar í aukana og voru meira á ferli út um allt. Samtímis var mun minna eitrað á þeim tíma en gert er alla jafna. Þá segja meindýraeyðar að rotturnar verði æ ónæmari fyrir því eitri sem dreift er til þess að drepa þær. Svarti kakkalakkinn er útbreiddur á Spáni.Getty Images Bera með sér fjölda sjúkdóma Rottur og kakkalakkar eru ekki bara pirrandi eða ófýsilegir sambýlingar mannfólksins. Þessi dýr bera með sér fjölda sjúkdóma á borð við salmonellu, lifrarbólgu, holdsveiki, kýlapest, hundaæði og taugaveiki, svo eitthvað sé nefnt. Spánn Skordýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Plágurnar virðast herja hvað mest á höfuðborgarbúa á Spáni, áætlað er að um 70% fjölgun hafi orðið á milli ára í Madrid frá því í fyrrahaust. Sumar rottanna eru á stærð við ketti Viðmælendur El País segja að rotturnar séu nú einnig á ferli í dagsbirtu og að margar þeirra séu á stærð við ketti. Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt, á heimilum, í verslunum og á veitingahúsum. Sem dæmi um fjölgunina má nefna að fyrirtækið fékk 17.000 beiðnir vegna rotta og kakkalakka í fyrra, en á þessu ári eru þær nú þegar orðnar tæplega 30.000. Getty Images Rotturnar fara inn í íbúðir fólks Aðrar borgir þar sem rottum og kakkalökkum hefur fjölgað mikið, eða á milli 50 og 70%, eru Valencia, Barcelona, Málaga og Sevilla, allar á meðal stærstu borga Spánar. Einn versti faraldurinn herjar á íbúa í La Fuensanta hverfinu í Valencia. Þar búa 3.700 manns í félagslegu húsnæði og segja íbúarnir að rotturnar séu bókstaflega út um allt. Þær fari inn í húsin í gegnum fráveitukerfin, eða klifra hreinlega upp tré og stökkva þaðan inn í íbúðir fólks. Uppi varð fótur og fit í sumar þegar myndband var birt á TikTok þar sem sjá mátti tugi rotta spígspora um Katalóníutorg í Barcelona að kvöldi til. Borgarstjórn brást skjótt við, eitraði allt torgið og það virðist hafa borið góðan árangur. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur daglegt eftirlit með 2.400 stöðum í borginni og eitrar fyrir rottum á 4.000 stöðum. Borgaryfirvöld í Madrid staðhæfa að enginn kakkalakkafaraldur ríki í borginni, þrátt fyrir tölur meindýraeyða um hið gagnstæða og þau neita að svara spurningum um rottugang í borginni. Getty Images Miklir hitar og þurrkar ýta undir fjölgun Helsta ástæða fjölgunar þessara skaðræðisskepna má rekja til óvenjulegs tíðafars, mikils hita og mikilla þurrka. Miklir hitar hafa ríkt í allt haust og árið er það heitasta síðan mælingar hófust, og það 4. þurrasta. Þá virðast rotturnar hafa fært sig upp á skaftið undir Covid-faraldrinum. Þegar fátt fólk var á ferli, þá færðust rotturnar í aukana og voru meira á ferli út um allt. Samtímis var mun minna eitrað á þeim tíma en gert er alla jafna. Þá segja meindýraeyðar að rotturnar verði æ ónæmari fyrir því eitri sem dreift er til þess að drepa þær. Svarti kakkalakkinn er útbreiddur á Spáni.Getty Images Bera með sér fjölda sjúkdóma Rottur og kakkalakkar eru ekki bara pirrandi eða ófýsilegir sambýlingar mannfólksins. Þessi dýr bera með sér fjölda sjúkdóma á borð við salmonellu, lifrarbólgu, holdsveiki, kýlapest, hundaæði og taugaveiki, svo eitthvað sé nefnt.
Spánn Skordýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira