Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 12:01 Frá Peking, þar sem íbúar eru sagðir vera að sanka að sér nauðsynjum af ótta við væntanlegar sóttvarnaraðgerðir. AP/Ng Han Guan Yfirvöld í Kína tilkynntu í morgun að 35.183 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Það var þriðji dagurinn í röð þar sem metfjöldi greindist smitaður. Íbúar í Peking eru sagðir sanka að sér nauðsynjum af ótta við sóttvarnaraðgerðir. Kommúnistaflokkur Kína hefur ávalt gripið til harðra aðgerða þegar smit greinast í Kína en nú greinist fólk smitað í flestum héruðum landsins. Í borginni Chongquing hefur smituðum fjölgað um tuttugu prósent milli daga, samkvæmt frétt Reuters. Í Xinjiang-héraði, í vesturhluta Kína, hafa íbúar verið einangraðir á heimilum sínum í rúma þrjá mánuði vegna sóttvarnaraðgerða. Tíu létu lífið þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í borginni Urumqi í Xinjiang en íbúar þar hafa kennt sóttvarnaraðgerðum um það hve langan tíma það tók að bregðast við eldinum. Wall Street Journal vísar í umræðu á samfélagsmiðlum í Kína og myndbönd af áhöfnum slökkviliðsbíla bíða eftir því að vegatálæmar vegna Covid væri fjarlægðir. Embættismenn segja hins vegar að mikill fjöldi bíla sem hafi verið lagt við fjölbýlishúsið hafi komið niður á slökkvistarfinu. Íbúar segja að fjöldi rafmagnsbíla sem ekki hafi verið hægt að hlaða vegna áðurnefndra sóttvarnaraðgerða hafi verið fyrir slökkviliðsbílunum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna einnig að til mótmæla hefur komið í Xinjiang en þessi myndbönd eru iðulega fljótt fjarlægð af netinu í Kína. Nokkur af þessum myndböndum má sjá í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt CNN. Harðar aðgerðir venjan Sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir að sóttvarnaraðgerðir fari að mestu eftir því hvað embættismönnum í hverju héraði fyrir sig þyki best að gera. Þeir séu þó líklegri en ekki til að grípa til hörðust aðgerða sem mögulegt er, því þannig hafi orðræðan á efstu stigum Kommúnistaflokksins verið síðustu tvö ár. Hann segir að erfitt verði fyrir embættismenn að halda aftur af sér þar sem þeir hafi verið skammaðir þegar of margir greinast smitaðir. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Þetta hefur leitt til þess að tiltölulega fáir hafa í raun smitast af Covid og því eru fáir með mótefni við veirunni, þar sem bólusetning er sömuleiðis sögð hafa gengið hægt hjá eldri borgurum landsins. AP fréttaveitan sagði frá því í gær að íbúar í Peking, höfuðborg Kína, væru byrjaðir að sanka að sér matvælum og öðrum nauðsynjum. Það hafi leitt til þess að hillur hafi verið tómar í mörgum verslunum. Þetta er eftir að yfirvöld í borginni lýstu því yfir að verið væri að reisa nýjar sóttvarnarstöðvar og koma upp tímabundnu sjúkrahúsi vegna Covid. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Kommúnistaflokkur Kína hefur ávalt gripið til harðra aðgerða þegar smit greinast í Kína en nú greinist fólk smitað í flestum héruðum landsins. Í borginni Chongquing hefur smituðum fjölgað um tuttugu prósent milli daga, samkvæmt frétt Reuters. Í Xinjiang-héraði, í vesturhluta Kína, hafa íbúar verið einangraðir á heimilum sínum í rúma þrjá mánuði vegna sóttvarnaraðgerða. Tíu létu lífið þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í borginni Urumqi í Xinjiang en íbúar þar hafa kennt sóttvarnaraðgerðum um það hve langan tíma það tók að bregðast við eldinum. Wall Street Journal vísar í umræðu á samfélagsmiðlum í Kína og myndbönd af áhöfnum slökkviliðsbíla bíða eftir því að vegatálæmar vegna Covid væri fjarlægðir. Embættismenn segja hins vegar að mikill fjöldi bíla sem hafi verið lagt við fjölbýlishúsið hafi komið niður á slökkvistarfinu. Íbúar segja að fjöldi rafmagnsbíla sem ekki hafi verið hægt að hlaða vegna áðurnefndra sóttvarnaraðgerða hafi verið fyrir slökkviliðsbílunum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna einnig að til mótmæla hefur komið í Xinjiang en þessi myndbönd eru iðulega fljótt fjarlægð af netinu í Kína. Nokkur af þessum myndböndum má sjá í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt CNN. Harðar aðgerðir venjan Sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir að sóttvarnaraðgerðir fari að mestu eftir því hvað embættismönnum í hverju héraði fyrir sig þyki best að gera. Þeir séu þó líklegri en ekki til að grípa til hörðust aðgerða sem mögulegt er, því þannig hafi orðræðan á efstu stigum Kommúnistaflokksins verið síðustu tvö ár. Hann segir að erfitt verði fyrir embættismenn að halda aftur af sér þar sem þeir hafi verið skammaðir þegar of margir greinast smitaðir. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Þetta hefur leitt til þess að tiltölulega fáir hafa í raun smitast af Covid og því eru fáir með mótefni við veirunni, þar sem bólusetning er sömuleiðis sögð hafa gengið hægt hjá eldri borgurum landsins. AP fréttaveitan sagði frá því í gær að íbúar í Peking, höfuðborg Kína, væru byrjaðir að sanka að sér matvælum og öðrum nauðsynjum. Það hafi leitt til þess að hillur hafi verið tómar í mörgum verslunum. Þetta er eftir að yfirvöld í borginni lýstu því yfir að verið væri að reisa nýjar sóttvarnarstöðvar og koma upp tímabundnu sjúkrahúsi vegna Covid.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira