Körfuboltakvöld um andlausa frammistöðu KR: „Þetta er ekki boðlegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2022 11:01 Það gengur lítið upp hjá KR þessa dagana. Vísir/Bára Dröfn KR hefur byrjað tímabilið í Subway deild karla hræðilega og tapaði liðið enn einum leiknum á föstudagskvöld, að þessu sinni gegn Keflavík. Ekki nóg með að tapa leik eftir leik heldur virðist sem mörgum leikmönnum liðsins sé alveg sama. Körfuboltakvöld fór yfir síðasta leik KR og lét leikmenn liðsins einfaldlega heyra það. „Eins og Helgi [Már Magnússon, þjálfari KR] kom inn á í viðtalinu þá áttu KR-ingar í talsverðum erfiðleikum með að stöðva hraða, getum eiginlega ekki kallað þetta hraðar sóknir. Þetta er í raun bara hraðaupphlaup, 1-2 sendingar fram og þeir eru komnir í layup. Getum við kallað þetta einbeitingarleysi?“ spurði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi þáttarins að þessu sinni. „Þetta er algjört einbeitingarleysi, af því Helgi kemur inn á þetta fyrir leik að mig minnir. Segir að þetta sé eitthvað sem þeir þurfi að laga, svo byrja þeir leikinn svona. Leikmennirnir eru greinilega ekki að hlusta á þjálfarann sinn, taka ekki mark á honum eða eitthvað svoleiðis. Ein sending fram og það er enginn nálægt einu sinni,“ sagði Steinar Aronsson. „Sjáið EC Matthews í þessum 2-3 klippum, þetta er ekki boðlegt sko. Ég væri til í að sjá gamla skólann og spretti á æfingu á morgun fyrir hvert hraðaupphlaup sem Keflavík skoraði úr,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Þetta er ekki eitthvað sem þú þarft að drilla einu sinni. Ef þú sérð mann hlaupa fram þá eltir þú hann. Þetta er ekki flókið,“ sagði Steinar jafnframt. „Smá metnað til þess að, farðu allavega og lemdu einhvern niður. Ekki að ég ætli að fara mæla með því að menn fari að fella menn en sýnið smá áhuga á að maðurinn ykkar skori ekki hraðaupphlaup eftir hraðaupplaup,“ sagði Sævar bersýnilega pirraður. Umfjöllun Körfuboltakvölds um andlaust lið KR má sjá í heild sinni hér að neðan. Þar er meðal farið yfir að liðið sé gott á pappír en það sé hreinlega eitthvað að. Spurning hvort það sé of mikið af lúxusleikmönnum? Klippa: Körfuboltakvöld: Andlaust lið KR Körfubolti Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
„Eins og Helgi [Már Magnússon, þjálfari KR] kom inn á í viðtalinu þá áttu KR-ingar í talsverðum erfiðleikum með að stöðva hraða, getum eiginlega ekki kallað þetta hraðar sóknir. Þetta er í raun bara hraðaupphlaup, 1-2 sendingar fram og þeir eru komnir í layup. Getum við kallað þetta einbeitingarleysi?“ spurði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi þáttarins að þessu sinni. „Þetta er algjört einbeitingarleysi, af því Helgi kemur inn á þetta fyrir leik að mig minnir. Segir að þetta sé eitthvað sem þeir þurfi að laga, svo byrja þeir leikinn svona. Leikmennirnir eru greinilega ekki að hlusta á þjálfarann sinn, taka ekki mark á honum eða eitthvað svoleiðis. Ein sending fram og það er enginn nálægt einu sinni,“ sagði Steinar Aronsson. „Sjáið EC Matthews í þessum 2-3 klippum, þetta er ekki boðlegt sko. Ég væri til í að sjá gamla skólann og spretti á æfingu á morgun fyrir hvert hraðaupphlaup sem Keflavík skoraði úr,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Þetta er ekki eitthvað sem þú þarft að drilla einu sinni. Ef þú sérð mann hlaupa fram þá eltir þú hann. Þetta er ekki flókið,“ sagði Steinar jafnframt. „Smá metnað til þess að, farðu allavega og lemdu einhvern niður. Ekki að ég ætli að fara mæla með því að menn fari að fella menn en sýnið smá áhuga á að maðurinn ykkar skori ekki hraðaupphlaup eftir hraðaupplaup,“ sagði Sævar bersýnilega pirraður. Umfjöllun Körfuboltakvölds um andlaust lið KR má sjá í heild sinni hér að neðan. Þar er meðal farið yfir að liðið sé gott á pappír en það sé hreinlega eitthvað að. Spurning hvort það sé of mikið af lúxusleikmönnum? Klippa: Körfuboltakvöld: Andlaust lið KR
Körfubolti Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira