„Hann hagaði sér eins og hann væri á veiðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 08:01 Andrew Bing skaut sex samstarfsmenn sína til bana og særði sex til viðbótar. AP Maðurinn sem skaut sex samstarfsmenn sína til bana í Walmart í Virginíu í Bandaríkjunum í vikunni, keypti byssuna sem hann notaði nokkrum klukkustundum áður. Hann skaut sex undirmenn sína til bana í versluninni og særði sex til viðbótar áður en hann svipti sig lífi. Hann skyldi eftir sig skilaboð í síma sínum þar sem hann sagði samstarfsmenn sína hafa hæðst að sér. Í þeim skilaboðum baðst hann afsökunar og sagðist ekki hafa skipulagt ódæðið. Hann sagðist leiddur áfram af kölska og bað guð um að fyrirgefa sér fyrir það sem hann ætlaði að gera. Hann sagði samstarfsmenn sína hafa áreitt sig og taldi að þeir hefðu hakkað síma hans. Andre Bing var ekki á sakaskrá og hafði hann keypt sér skammbyssu skömmu áður með löglegum hætti. Vitni segja hann hafa gengið inn á kaffistofu verslunarinnar og skotið á fólk án viðvörunar. Fórnarlömb Bing voru þau Brian Pendleton (38), Kellie Pyle (52), Lorenzo Gamble (43), Randy Blevins (70), Tynek Johnson (22) og Fernando Chavez-Barron (16). Sex voru fluttir særðir á sjúkrahús en einn þeirra er sagður vera enn í alvarlegu ástandi. Fórnarlömb Bing.AP/Lögreglan í Cesapeake AP fréttaveitan hefur eftir öðrum samstarfsfélögum Bing að það hafi oft verið erfitt að vinna með honum og hann hafi verið þekktur fyrir að vera fjandsamlegur við undirmenn sína. Einn sem lifði árásina af sagði Bing hafa skotið nokkur af fórnarlömbum sínum ítrekað. „Hann hagaði sér eins og hann væri á veiðum,“ sagði Jessica Wilczewski við fréttaveituna. Hún sagði að hann hefði virst velja sérstaklega hvaða fólk hann ætlaði að myrða. Þegar skothríðin hófst faldi hún sig undir borði en Bing fann hana. Hann sagði henni að koma undan borðin en hún segir að þegar Bing sá hver hún var hafi hann sagt henni að fara heim og sleppt henni. „Farðu heim Jessica,“ mun Bing hafa sagt við hana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Um tíu látnir eftir skothríð verslunarstjóra Walmart í Virginíu Allt að tíu eru látnir eftir að maður hóf skothríð inni í Walmart-verslun í Virginíu í Bandaríkjunum í nótt. Erlendir fjölmiðlar segja að talið sé að árásarmaðurinn sé verslunarstjóri verslunarinnar. 23. nóvember 2022 06:49 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Hann skyldi eftir sig skilaboð í síma sínum þar sem hann sagði samstarfsmenn sína hafa hæðst að sér. Í þeim skilaboðum baðst hann afsökunar og sagðist ekki hafa skipulagt ódæðið. Hann sagðist leiddur áfram af kölska og bað guð um að fyrirgefa sér fyrir það sem hann ætlaði að gera. Hann sagði samstarfsmenn sína hafa áreitt sig og taldi að þeir hefðu hakkað síma hans. Andre Bing var ekki á sakaskrá og hafði hann keypt sér skammbyssu skömmu áður með löglegum hætti. Vitni segja hann hafa gengið inn á kaffistofu verslunarinnar og skotið á fólk án viðvörunar. Fórnarlömb Bing voru þau Brian Pendleton (38), Kellie Pyle (52), Lorenzo Gamble (43), Randy Blevins (70), Tynek Johnson (22) og Fernando Chavez-Barron (16). Sex voru fluttir særðir á sjúkrahús en einn þeirra er sagður vera enn í alvarlegu ástandi. Fórnarlömb Bing.AP/Lögreglan í Cesapeake AP fréttaveitan hefur eftir öðrum samstarfsfélögum Bing að það hafi oft verið erfitt að vinna með honum og hann hafi verið þekktur fyrir að vera fjandsamlegur við undirmenn sína. Einn sem lifði árásina af sagði Bing hafa skotið nokkur af fórnarlömbum sínum ítrekað. „Hann hagaði sér eins og hann væri á veiðum,“ sagði Jessica Wilczewski við fréttaveituna. Hún sagði að hann hefði virst velja sérstaklega hvaða fólk hann ætlaði að myrða. Þegar skothríðin hófst faldi hún sig undir borði en Bing fann hana. Hann sagði henni að koma undan borðin en hún segir að þegar Bing sá hver hún var hafi hann sagt henni að fara heim og sleppt henni. „Farðu heim Jessica,“ mun Bing hafa sagt við hana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Um tíu látnir eftir skothríð verslunarstjóra Walmart í Virginíu Allt að tíu eru látnir eftir að maður hóf skothríð inni í Walmart-verslun í Virginíu í Bandaríkjunum í nótt. Erlendir fjölmiðlar segja að talið sé að árásarmaðurinn sé verslunarstjóri verslunarinnar. 23. nóvember 2022 06:49 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Um tíu látnir eftir skothríð verslunarstjóra Walmart í Virginíu Allt að tíu eru látnir eftir að maður hóf skothríð inni í Walmart-verslun í Virginíu í Bandaríkjunum í nótt. Erlendir fjölmiðlar segja að talið sé að árásarmaðurinn sé verslunarstjóri verslunarinnar. 23. nóvember 2022 06:49