Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2022 02:05 Frá vettvangi á Seltjarnarnesi í kvöld. Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. Heimildir Vísis herma að menntaskólanemi á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið fyrir bjórkvöldinu en þangað hafi fjölmennt menntaskólanemar úr ýmsum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Af myndbandi sem Vísir hefur undir höndum má sjá á annan tug lögreglumanna á svæðinu. Þar má líka sjá fjölda ungra menntaskólanema í símanum eða á spjalli að ráða ráðum sínum enda bjórkvöldinu lokið fyrr en vonir stóðu til. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tjáði fréttastofu að ekki hefði verið óskað eftir sjúkrabílum í kvöld. Því bendir allt til þess að enginn hafi slasast. Lögreglan á höfuðborgarsvæðin stóð fjölmenna vakt í kvöld og inn í nóttina vegna hótana meðlima tveggja hópa í kjölfar hnífaárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur fyrir viku. Fréttin hefur verið uppfærð Athugasemd ritstjórnar Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að grímuklæddir einstaklingar hefðu mætt á svæðið. Þá var haft eftir lýsingu vitnis að hnífar hefðu verið á lofti. Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem náðist í rétt fyrir klukkan tíu í morgun, sagði engan kannast við slíkar lýsingar. Upplýsingar sem Vísir taldi eftir heimildum sínum í fyrri útgáfu fréttarinnar hvað grímur og hnífa varðaði hafa því reynst rangar. Vísir biður lesendur sína afsökunar á þessu. Lögreglumál Seltjarnarnes Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. 25. nóvember 2022 21:05 Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. 25. nóvember 2022 12:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Heimildir Vísis herma að menntaskólanemi á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið fyrir bjórkvöldinu en þangað hafi fjölmennt menntaskólanemar úr ýmsum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Af myndbandi sem Vísir hefur undir höndum má sjá á annan tug lögreglumanna á svæðinu. Þar má líka sjá fjölda ungra menntaskólanema í símanum eða á spjalli að ráða ráðum sínum enda bjórkvöldinu lokið fyrr en vonir stóðu til. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tjáði fréttastofu að ekki hefði verið óskað eftir sjúkrabílum í kvöld. Því bendir allt til þess að enginn hafi slasast. Lögreglan á höfuðborgarsvæðin stóð fjölmenna vakt í kvöld og inn í nóttina vegna hótana meðlima tveggja hópa í kjölfar hnífaárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur fyrir viku. Fréttin hefur verið uppfærð Athugasemd ritstjórnar Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að grímuklæddir einstaklingar hefðu mætt á svæðið. Þá var haft eftir lýsingu vitnis að hnífar hefðu verið á lofti. Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem náðist í rétt fyrir klukkan tíu í morgun, sagði engan kannast við slíkar lýsingar. Upplýsingar sem Vísir taldi eftir heimildum sínum í fyrri útgáfu fréttarinnar hvað grímur og hnífa varðaði hafa því reynst rangar. Vísir biður lesendur sína afsökunar á þessu.
Lögreglumál Seltjarnarnes Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. 25. nóvember 2022 21:05 Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. 25. nóvember 2022 12:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11
Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. 25. nóvember 2022 21:05
Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. 25. nóvember 2022 12:00