„Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2022 07:01 Þórey Edda Elísdóttir er í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Vísir/Einar Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins. Á fimmtudag fór fram fundur á verkfræðistofunni Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Á meðal málflutningsmanna var fyrrum Ólympíufarinn og umhverfisverkfræðingurinn Þórey Edda Elísdóttir, sem jafnframt situr í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Ný höll var einmitt umræðuefni hennar á fundinum. Þórey Edda segir störf nefndarinnar vera á grunnstigi taka þurfi tillit til margra hópa við bygginguna. „Notendur eru mjög breiður hópur, þetta eru margir hagsmunaaðilar. Við viljum að þessi höll geti nýst svo sem skólum á svæðinu, í Laugardalnum, íþróttafélögum í Laugardalnum og svo afreksíþróttum, þá landsliðunum okkar, að þau hafi einhversstaðar heimavöll og geti æft og keppt í löglegri höll,“ segir Þórey Edda. Sporni gegn aðstöðuleysi í Laugardal Líkt og hún nefnir er fyrirhuguð staðsetning hallarinnar í Laugardal, þar sem sú gamla er, og komi sú nýja í raun við hlið hennar - fáist leyfi eigenda og rými í deiluskipulagi fyrir því. Framkvæmdanefndin hyggst senda endanlegar tillögur um staðsetningu hallarinnar frá sér í desember. Fyrirhuguð staðsetning nýrrar Þjóðarhallar sem framkvæmdanefnd mun leggja til við eigendur í desember.Þórey Edda/Verkís Sú gamla muni standa áfram og því muni aðstaða til íþrótta í Laugardal, fyrir Ármann og Þrótt til að mynda, taka stakkaskiptum. „Það er einmitt einn af tilgöngunum, að þörfum þeirra verði fullnægt þarna, að þau fái þarna aðgang að höllinni. Þetta eru sem sagt þrír til fjórir salir sem myndu bætast við núverandi Laugardalshöll þar sem að íþróttafélögin eru að æfa í dag. Þannig að auðvitað er þetta mikil stækkun á aðstöðu,“ segir Þórey. Er hægt að treysta því að þetta sé loks að raungerast? Umræða um nýja höll er ekki ný af nálinni, enda höllin á meðal þeirra eldri í Evrópu eftir að hafa verið opnuð árið 1965. Landslið Íslands í handbolta og körfubolta spila á undanþágum frá alþjóðasamböndum, enda uppfyllir núverandi höll ekki alþjóðlega staðla. Fjölmargar staðhæfingar, viljayfirlýsingar og starfshópar hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina en Þórey telur að meiri kraftur og vilji sé fyrir verkefninu nú en áður. „Það er mín tilfinning allavega og ég er rosalega vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram. Þessi vinna og þetta grunnplagg sem við ætlum að skila af okkur núna fái áframhaldandi líf og að við fáum að taka næstu skref. Ég er mjög bjartsýn,“ segir Þórey. Ný þjóðarhöll Reykjavík Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Á fimmtudag fór fram fundur á verkfræðistofunni Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Á meðal málflutningsmanna var fyrrum Ólympíufarinn og umhverfisverkfræðingurinn Þórey Edda Elísdóttir, sem jafnframt situr í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Ný höll var einmitt umræðuefni hennar á fundinum. Þórey Edda segir störf nefndarinnar vera á grunnstigi taka þurfi tillit til margra hópa við bygginguna. „Notendur eru mjög breiður hópur, þetta eru margir hagsmunaaðilar. Við viljum að þessi höll geti nýst svo sem skólum á svæðinu, í Laugardalnum, íþróttafélögum í Laugardalnum og svo afreksíþróttum, þá landsliðunum okkar, að þau hafi einhversstaðar heimavöll og geti æft og keppt í löglegri höll,“ segir Þórey Edda. Sporni gegn aðstöðuleysi í Laugardal Líkt og hún nefnir er fyrirhuguð staðsetning hallarinnar í Laugardal, þar sem sú gamla er, og komi sú nýja í raun við hlið hennar - fáist leyfi eigenda og rými í deiluskipulagi fyrir því. Framkvæmdanefndin hyggst senda endanlegar tillögur um staðsetningu hallarinnar frá sér í desember. Fyrirhuguð staðsetning nýrrar Þjóðarhallar sem framkvæmdanefnd mun leggja til við eigendur í desember.Þórey Edda/Verkís Sú gamla muni standa áfram og því muni aðstaða til íþrótta í Laugardal, fyrir Ármann og Þrótt til að mynda, taka stakkaskiptum. „Það er einmitt einn af tilgöngunum, að þörfum þeirra verði fullnægt þarna, að þau fái þarna aðgang að höllinni. Þetta eru sem sagt þrír til fjórir salir sem myndu bætast við núverandi Laugardalshöll þar sem að íþróttafélögin eru að æfa í dag. Þannig að auðvitað er þetta mikil stækkun á aðstöðu,“ segir Þórey. Er hægt að treysta því að þetta sé loks að raungerast? Umræða um nýja höll er ekki ný af nálinni, enda höllin á meðal þeirra eldri í Evrópu eftir að hafa verið opnuð árið 1965. Landslið Íslands í handbolta og körfubolta spila á undanþágum frá alþjóðasamböndum, enda uppfyllir núverandi höll ekki alþjóðlega staðla. Fjölmargar staðhæfingar, viljayfirlýsingar og starfshópar hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina en Þórey telur að meiri kraftur og vilji sé fyrir verkefninu nú en áður. „Það er mín tilfinning allavega og ég er rosalega vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram. Þessi vinna og þetta grunnplagg sem við ætlum að skila af okkur núna fái áframhaldandi líf og að við fáum að taka næstu skref. Ég er mjög bjartsýn,“ segir Þórey.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira