Minni mótstaða við umgangspestum eftir heimsfaraldur Snorri Másson skrifar 27. nóvember 2022 22:46 Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir, segir óvenjumörg börn lenda illa í umgangspestum nú um mundir. Vísir/Ívar Þennan fyrsta vetur án sóttvarnaaðgerða yfirvalda leggjast árstíðabundnar öndunarfærasýkingar af fullum þunga á landsmenn. Fleiri börn eru að veikjast og það verr en á undanförnum árum, sem veldur vanlíðan á meðal foreldra að sögn barnalæknis. Covid-sýking getur líka breytt ónæmissvari við öðrum veirusýkingum. Flestir sem annaðhvort eru í vinnu eða með börn í skóla hafa orðið varir við útbreiddar umgangspestir sem nú herja á stofnanir landsins með tilheyrandi veikindum og forföllum á öllu mögulegu. „Þetta fylgir náttúrulega alltaf haustinu og vetrinum hjá okkur, þá ganga þessar pestir manna á milli,“ segir Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir. Fylgir alltaf haustinu, en er þetta ekki verra nú en oft áður? Sólrún Melkorka segir að það geti verið; sannarlega upplifi það margir þessa dagana að veikindin séu sérstaklega slæm þennan veturinn, ekki síst hjá börnum. „Okkur finnst vera meira af krökkum að koma með slæmar öndunarfærasýkingar og meltingarpestirnar. Margir að tengja það við hvort það geti hugsanlega tengst því að við erum búin að vera mjög einangruð í Covid og höfum ekki séð eins mikið af þessum veirusýkingum á hverju ári eins og venjulega. Þá erum við með minni mótstöðu,“ segir Sólrún. Úr samantekt Landlæknis um öndunarfærasýkingar.Vísir/Sara Frá lokum október hefur innlögnum fjölgað skarpt á sjúkrahúsum landsins vegna öndunarfærasýkinga. Covid skorar hátt, en líka hin hefðbundna inflúensa og RS-veiran. Hefðbundnar veirusýkingar virka í megindráttum þannig, að ef maður fékk flensu veturinn 2021 er maður ekki eins líklegur til að verða illa úti 2022. „Þú ert kannski ekki endilega ólíklegri til að fá hana en þú verður að öllum líkindum minna veikur,“ segir Sólrún. Sólrún Melkorka segir einnig að líklegt sé að Covid-sýking hafi í mörgum tilvikum, eins og aðrar veirusýkingar, veikt almennt ónæmiskerfi fólks í nokkurn tíma á eftir. „Þannig að ef maður fær einhverja aðra víruspest fljótlega á eftir verður maður öðruvísi eða jafnvel verr úti heldur en maður hefði orðið annars,“ segir Sólrún. Ástæða mikilla veikinda á meðal barna nú kann einnig að vera sú að á meðal Covid-árganga barna voru mörg börn sem fengu ekki þær veirur sem flestir fá á fyrsta eða öðru aldursári. „Þannig að þau eru að fá þetta allt í fyrsta skipti akkúrat núna. Fólki líður náttúrulega alltaf illa ef börnin manns eru lasin. Það þekkja allir sem eru foreldrar. Manni líður illa ef börnin manns eru lasin. Því meira lasin og því oftar lasin því erfiðara er það,“ segir Sólrún. „Þetta er ekki búið“ var sagt á tímum Covid-19 en þetta sem hér ræðir um verður aldrei búið; þessar árlegu pestir munu alltaf hafa sinn gang. „Þetta er bara hinn gullni meðalvegur, sem allir leita að. Við getum ekki mikið gert í sjálfu sér ef við ætlum að leyfa börnunum okkar að vera saman í leikskólum og skólum, og við ætlum að fá að halda okkar jól og partí, þá bara mun þetta gerast og það er ekkert hægt að flýja það. En fólk getur hugað að handþvotti og spritti og öðru slíku og reyna að passa sitt ónæmiskerfi, að það sé eins gott og það getur verið. Hugsa vel um heilsuna,“ segir Sólrún. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01 Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Flestir sem annaðhvort eru í vinnu eða með börn í skóla hafa orðið varir við útbreiddar umgangspestir sem nú herja á stofnanir landsins með tilheyrandi veikindum og forföllum á öllu mögulegu. „Þetta fylgir náttúrulega alltaf haustinu og vetrinum hjá okkur, þá ganga þessar pestir manna á milli,“ segir Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir. Fylgir alltaf haustinu, en er þetta ekki verra nú en oft áður? Sólrún Melkorka segir að það geti verið; sannarlega upplifi það margir þessa dagana að veikindin séu sérstaklega slæm þennan veturinn, ekki síst hjá börnum. „Okkur finnst vera meira af krökkum að koma með slæmar öndunarfærasýkingar og meltingarpestirnar. Margir að tengja það við hvort það geti hugsanlega tengst því að við erum búin að vera mjög einangruð í Covid og höfum ekki séð eins mikið af þessum veirusýkingum á hverju ári eins og venjulega. Þá erum við með minni mótstöðu,“ segir Sólrún. Úr samantekt Landlæknis um öndunarfærasýkingar.Vísir/Sara Frá lokum október hefur innlögnum fjölgað skarpt á sjúkrahúsum landsins vegna öndunarfærasýkinga. Covid skorar hátt, en líka hin hefðbundna inflúensa og RS-veiran. Hefðbundnar veirusýkingar virka í megindráttum þannig, að ef maður fékk flensu veturinn 2021 er maður ekki eins líklegur til að verða illa úti 2022. „Þú ert kannski ekki endilega ólíklegri til að fá hana en þú verður að öllum líkindum minna veikur,“ segir Sólrún. Sólrún Melkorka segir einnig að líklegt sé að Covid-sýking hafi í mörgum tilvikum, eins og aðrar veirusýkingar, veikt almennt ónæmiskerfi fólks í nokkurn tíma á eftir. „Þannig að ef maður fær einhverja aðra víruspest fljótlega á eftir verður maður öðruvísi eða jafnvel verr úti heldur en maður hefði orðið annars,“ segir Sólrún. Ástæða mikilla veikinda á meðal barna nú kann einnig að vera sú að á meðal Covid-árganga barna voru mörg börn sem fengu ekki þær veirur sem flestir fá á fyrsta eða öðru aldursári. „Þannig að þau eru að fá þetta allt í fyrsta skipti akkúrat núna. Fólki líður náttúrulega alltaf illa ef börnin manns eru lasin. Það þekkja allir sem eru foreldrar. Manni líður illa ef börnin manns eru lasin. Því meira lasin og því oftar lasin því erfiðara er það,“ segir Sólrún. „Þetta er ekki búið“ var sagt á tímum Covid-19 en þetta sem hér ræðir um verður aldrei búið; þessar árlegu pestir munu alltaf hafa sinn gang. „Þetta er bara hinn gullni meðalvegur, sem allir leita að. Við getum ekki mikið gert í sjálfu sér ef við ætlum að leyfa börnunum okkar að vera saman í leikskólum og skólum, og við ætlum að fá að halda okkar jól og partí, þá bara mun þetta gerast og það er ekkert hægt að flýja það. En fólk getur hugað að handþvotti og spritti og öðru slíku og reyna að passa sitt ónæmiskerfi, að það sé eins gott og það getur verið. Hugsa vel um heilsuna,“ segir Sólrún.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01 Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01
Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15