Fjörutíu og níu dæmdir til dauða fyrir múgæðisaftöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2022 07:11 Fleiri en 90 létust í eldunum og fjöldi heimila brann. epa/STR Fjörutíu og níu einstaklingar hafa verið dæmdir til dauða í Alsír fyrir að hafa tekið þátt í múgæðisaftöku árið 2021. Fórnarlambið var listamaður sem hugðist aðstoða við að slökkva gróðureld en var myrtur þegar múgurinn ákvað að hann hefði kveikt eldinn. Morðið átti sér stað í Kabyle-héraðinu í norðausturhluta Alsír. Það vakti mikla athygli og reiði þegar myndskeiðum af því komust í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þegar morðið átti sér stað höfðu tugir látist í gróðureldum, þeirra á meðal hermenn sem voru kallaðir út til að berjast við eldana. Yfir 100 manns voru sóttir til saka vegna dauða Djamel Ben Ismail og margir fundnir sekir. Þeir sem voru dæmdir til dauða munu að öllum líkindum verja ævinni í fangelsi, þar sem stjórnvöld ákváðu fyrir mörgum áratugum að hætta aftökum. Þegar eldarnir geisuðu í ágúst 2021 tísti Ben Ismail að hann hygðist ferðast 320 kílómetra frá heimili sínu til að taka þátt í að slökkva eldana. Þegar hann kom til þorpsins Larbaa Nath Irathen sökuðu íbúar hann hins vegar um að hafa kveikt eldana, að því er virðist vegna þess að hann var aðkomumaður. Listamaðurinn leitaði skjóls á lögreglustöð en var dreginn út af íbúum. Meðal þeirra sem voru fundnir sekir um morðið á Ben Ismail voru maður og konur sem stungu hann, áður en kveikt var í honum. Þess ber að geta að meðal þeirra sem voru dæmdir fyrir morðið voru einstaklingar sem voru einnig fundnir sekir um að tilheyra hreyfingu aðskilnaðarsinna í Kabyle. Meðal þeirra var leiðtogi hreyfingarinnar, sem dvelur nú í Frakklandi. Yfirvöld í Alsír hafa sakað hreyfinguna um að hafa kveikt eldana. Alsír Dauðarefsingar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Morðið átti sér stað í Kabyle-héraðinu í norðausturhluta Alsír. Það vakti mikla athygli og reiði þegar myndskeiðum af því komust í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þegar morðið átti sér stað höfðu tugir látist í gróðureldum, þeirra á meðal hermenn sem voru kallaðir út til að berjast við eldana. Yfir 100 manns voru sóttir til saka vegna dauða Djamel Ben Ismail og margir fundnir sekir. Þeir sem voru dæmdir til dauða munu að öllum líkindum verja ævinni í fangelsi, þar sem stjórnvöld ákváðu fyrir mörgum áratugum að hætta aftökum. Þegar eldarnir geisuðu í ágúst 2021 tísti Ben Ismail að hann hygðist ferðast 320 kílómetra frá heimili sínu til að taka þátt í að slökkva eldana. Þegar hann kom til þorpsins Larbaa Nath Irathen sökuðu íbúar hann hins vegar um að hafa kveikt eldana, að því er virðist vegna þess að hann var aðkomumaður. Listamaðurinn leitaði skjóls á lögreglustöð en var dreginn út af íbúum. Meðal þeirra sem voru fundnir sekir um morðið á Ben Ismail voru maður og konur sem stungu hann, áður en kveikt var í honum. Þess ber að geta að meðal þeirra sem voru dæmdir fyrir morðið voru einstaklingar sem voru einnig fundnir sekir um að tilheyra hreyfingu aðskilnaðarsinna í Kabyle. Meðal þeirra var leiðtogi hreyfingarinnar, sem dvelur nú í Frakklandi. Yfirvöld í Alsír hafa sakað hreyfinguna um að hafa kveikt eldana.
Alsír Dauðarefsingar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira