„Þetta var mjög þungt“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. nóvember 2022 21:01 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum. „Þetta var mjög þungt. Við byrjuðum þetta ekki nógu vel og grófum okkur holu í fyrri hálfleik, þar sem við náðum ekki upp þeim leik og því sem við viljum standa fyrir. Þá varð þetta svolítið erfitt og við að einblína á hluti sem við stjórnum ekki, en það er hins vegar bara mjög erfitt þessi misserin, ákveðnar breytingar sem eru að eiga sér stað í hreyfingunni.“ Breytingarnar sem Jóhann talar um er væntanlega vísun í dómgæslu leiksins, en hann var oft ósammála dómaratríóinu í kvöld og eftir leik varði Ólafur bróðir hans drjúgum tíma í hrókasamræður við dómarana. En Grindavík tapaði þessu leik klárlega ekki á dómgæslunni. „Við náðum bara ekki upp okkar leik. Það vantaði orku þó það hafi komið smá neisti í seinni hálfleik. Þetta er rosalega erfitt þegar við hittum svona illa. Við tökum 37 þriggja stiga skot, og það voru svona 10 sem við áttum ekkert að vera að taka, og flest af þeim sem duttu komu þegar leikurinn var búinn. Þannig að þetta var erfitt og Stjarnan átti bara skilið að vinna. Þegar við áttum þarna smá orku í seinni hálfleik eru þeir bara með eitt stykki Rob Turner og hann bara skorar þegar hann ætlar sér og það er erfitt við að eiga. En bara hrós á Stjörnuna, þeir voru flottir, og við þurfum að setjast aðeins niður og laga okkar leik.“ Grindvíkingum tókst að minnka muninn í 10 stig í upphafi 4. leikhluta en þá var eins og orkan væri endanlega á þrotum og Stjörnumenn gengu á lagið. Grindavík skoraði aðeins 7 stig á síðustu 10 mínútum leiksins, voru þeir orðnir þreyttir? „Algjörlega, og það sást bara, en það er samt engin afsökun. Þú getur alveg þegar þú ert orðinn þreyttur farið þetta á þrjóskunni. En við einhvern veginn komum því aldrei af stað almennilega og þá var þetta bara erfitt.“Einn tölfræðiþáttur stóð ansi áberandi uppúr á skýrslunni í kvöld, en Stjarnan tók 57 fráköst á móti aðeins 29 hjá Grindavík. Þetta var bölvað basl í teignum í kvöld? Já já en það kemur líka á móti að við hittum mjög illa og fleiri fráköst í boði fyrir þá. En jú jú, við erum þunnir og allt það, búið að vera veikindi eins og ég sagði við þig fyrir leik, og Breki t.d. bara á dollunni í allan dag þannig að þetta var mjög erfitt. En engar afsaknir, við eigum bara leik í næstu viku, svo það er bara „on to the next one“ eins og maðurinn sagði. Darmian Pitts átti fína innkomu í lið Grindavíkur í kvöld og var öflugur meðan hann var inná, en undir lokin var hann kominn með krampa í fæturna og eyddi megninu af lokamínútunum í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara Grindavíkur. Var Jóhann sáttur með það sem hann sá frá Pitts í hans fyrsta leik? „Já þetta er hörku „player“. Þú ert ekkert sjö „solid“ ár í Evrópu sem atvinnumaður ef þú ert lélegur í körfubolta. Alltaf á sama stað og alltaf að skila tölum. Þetta er hörku „player“ og hann á bara eftir að verða betri.“ – sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Sjá meira
„Þetta var mjög þungt. Við byrjuðum þetta ekki nógu vel og grófum okkur holu í fyrri hálfleik, þar sem við náðum ekki upp þeim leik og því sem við viljum standa fyrir. Þá varð þetta svolítið erfitt og við að einblína á hluti sem við stjórnum ekki, en það er hins vegar bara mjög erfitt þessi misserin, ákveðnar breytingar sem eru að eiga sér stað í hreyfingunni.“ Breytingarnar sem Jóhann talar um er væntanlega vísun í dómgæslu leiksins, en hann var oft ósammála dómaratríóinu í kvöld og eftir leik varði Ólafur bróðir hans drjúgum tíma í hrókasamræður við dómarana. En Grindavík tapaði þessu leik klárlega ekki á dómgæslunni. „Við náðum bara ekki upp okkar leik. Það vantaði orku þó það hafi komið smá neisti í seinni hálfleik. Þetta er rosalega erfitt þegar við hittum svona illa. Við tökum 37 þriggja stiga skot, og það voru svona 10 sem við áttum ekkert að vera að taka, og flest af þeim sem duttu komu þegar leikurinn var búinn. Þannig að þetta var erfitt og Stjarnan átti bara skilið að vinna. Þegar við áttum þarna smá orku í seinni hálfleik eru þeir bara með eitt stykki Rob Turner og hann bara skorar þegar hann ætlar sér og það er erfitt við að eiga. En bara hrós á Stjörnuna, þeir voru flottir, og við þurfum að setjast aðeins niður og laga okkar leik.“ Grindvíkingum tókst að minnka muninn í 10 stig í upphafi 4. leikhluta en þá var eins og orkan væri endanlega á þrotum og Stjörnumenn gengu á lagið. Grindavík skoraði aðeins 7 stig á síðustu 10 mínútum leiksins, voru þeir orðnir þreyttir? „Algjörlega, og það sást bara, en það er samt engin afsökun. Þú getur alveg þegar þú ert orðinn þreyttur farið þetta á þrjóskunni. En við einhvern veginn komum því aldrei af stað almennilega og þá var þetta bara erfitt.“Einn tölfræðiþáttur stóð ansi áberandi uppúr á skýrslunni í kvöld, en Stjarnan tók 57 fráköst á móti aðeins 29 hjá Grindavík. Þetta var bölvað basl í teignum í kvöld? Já já en það kemur líka á móti að við hittum mjög illa og fleiri fráköst í boði fyrir þá. En jú jú, við erum þunnir og allt það, búið að vera veikindi eins og ég sagði við þig fyrir leik, og Breki t.d. bara á dollunni í allan dag þannig að þetta var mjög erfitt. En engar afsaknir, við eigum bara leik í næstu viku, svo það er bara „on to the next one“ eins og maðurinn sagði. Darmian Pitts átti fína innkomu í lið Grindavíkur í kvöld og var öflugur meðan hann var inná, en undir lokin var hann kominn með krampa í fæturna og eyddi megninu af lokamínútunum í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara Grindavíkur. Var Jóhann sáttur með það sem hann sá frá Pitts í hans fyrsta leik? „Já þetta er hörku „player“. Þú ert ekkert sjö „solid“ ár í Evrópu sem atvinnumaður ef þú ert lélegur í körfubolta. Alltaf á sama stað og alltaf að skila tölum. Þetta er hörku „player“ og hann á bara eftir að verða betri.“ – sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48