Hættir hjá Samtökunum 78 eftir ásakanir um misnotkun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 19:06 Konan starfaði grunnskóla í Hafnarfirði í haust Rúmlega þrítug kona, fyrrverandi starfsmaður í grunnskóla og fyrrverandi formaður félagaráðs Samtakanna 78, hefur verið sökuð um kynferðislega misnotkun og áreiti gegn börnum. Hún hætti störfum fyrir samtökin í vikunni en félagið var nýlega upplýst um ásakanirnar. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, staðfestir í samtali við fréttastofu að viðkomandi starfi ekki lengur fyrir samtökin. Hann vildi ekki tjá sig um ástæður þess. Álfur segir félagið hafa fengið fregnir af málinu í þessari viku og að hún hafi hætt í sömu viku. Hann segir málið vera komið í ferli hjá fagráði samtakanna sem er hluti af viðbragðsáætlun þeirra við ofbeldi. Þá segist hann einnig hafa heyrt af því að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu. Alvarlegar ásakanir Ásakanir á hendur konunni hafa verið birtar í lokuðum hópum á Facebook en einnig á opnum samfélagsmiðlum líkt og TikTok. Þar eru sýnd einkaskilaboð sem konan á að hafa sent börnum undir lögaldri. Flest skilaboðanna sem birt hafa verið snúa að því að konan spyrji börnin um aldur, greinir þeim frá kynhneigð sinni og talar um hvað þau séu sæt. Þá er hún sögð spyrja um hjúskaparstöðu í nokkrum tilfellum. Í skjáskoti sem nú er í dreifingu sakar ungur drengur konuna um nauðgun. Starfaði í grunnskóla Samkvæmt frétt sem birtist á öðrum miðli í dag er fullyrt að konan sé starfsmaður í grunnskóla í Hafnarfirði. Fréttastofa hafði samband við skólastjóra í skólanum sem sagði ekki rétt að konan starfaði þar. Skólastjórinn sagði að viðkomandi hefði starfað við skólann sem skóla-og frístundarliði í nokkra daga í haust. Hún vildi ekki tjá sig um ástæður þess að konan starfaði þar í svo skamman tíma né um ástæður brottrekstrar. Skólastjóranum var kunnugt um málið og hafði séð skjáskotin sem eru í dreifingu af samtölum konunnar við börn. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Á samfélagsmiðlum er einnig fullyrt að konan hafi starfað á leikskóla fyrir nokkrum árum. Þar eru einnig sýnd skjáskot af auglýsingu þar sem hún auglýsir barnapössun. Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, staðfestir í samtali við fréttastofu að viðkomandi starfi ekki lengur fyrir samtökin. Hann vildi ekki tjá sig um ástæður þess. Álfur segir félagið hafa fengið fregnir af málinu í þessari viku og að hún hafi hætt í sömu viku. Hann segir málið vera komið í ferli hjá fagráði samtakanna sem er hluti af viðbragðsáætlun þeirra við ofbeldi. Þá segist hann einnig hafa heyrt af því að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu. Alvarlegar ásakanir Ásakanir á hendur konunni hafa verið birtar í lokuðum hópum á Facebook en einnig á opnum samfélagsmiðlum líkt og TikTok. Þar eru sýnd einkaskilaboð sem konan á að hafa sent börnum undir lögaldri. Flest skilaboðanna sem birt hafa verið snúa að því að konan spyrji börnin um aldur, greinir þeim frá kynhneigð sinni og talar um hvað þau séu sæt. Þá er hún sögð spyrja um hjúskaparstöðu í nokkrum tilfellum. Í skjáskoti sem nú er í dreifingu sakar ungur drengur konuna um nauðgun. Starfaði í grunnskóla Samkvæmt frétt sem birtist á öðrum miðli í dag er fullyrt að konan sé starfsmaður í grunnskóla í Hafnarfirði. Fréttastofa hafði samband við skólastjóra í skólanum sem sagði ekki rétt að konan starfaði þar. Skólastjórinn sagði að viðkomandi hefði starfað við skólann sem skóla-og frístundarliði í nokkra daga í haust. Hún vildi ekki tjá sig um ástæður þess að konan starfaði þar í svo skamman tíma né um ástæður brottrekstrar. Skólastjóranum var kunnugt um málið og hafði séð skjáskotin sem eru í dreifingu af samtölum konunnar við börn. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Á samfélagsmiðlum er einnig fullyrt að konan hafi starfað á leikskóla fyrir nokkrum árum. Þar eru einnig sýnd skjáskot af auglýsingu þar sem hún auglýsir barnapössun.
Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira