Nýr veruleiki tekinn við Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 00:03 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Nýr veruleiki er tekinn við í afbrotum sem lögregla fæst við, segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir sömu stöðu upp komna og hefur verið á öðrum Norðurlöndum undanfarin ár. Bæði breska og bandaríska sendiráðið hafa varað ríkisborga sína við ástandi sem gæti skapast í miðbænum vegna átaka og hótana milli tveggja hópa. Karl Steinar ítrekar hins vegar að almenningi ætti ekki að stafa ógn af átökunum. Sjá einnig: Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni „Við teljum að lögregla hafi upplýst almenning mjög vel um þessa stöðu og þróun og í raun gripið mjög sterkt og fast inn í þessa atburðarrás. Það sem við skiljum að bandaríska sendiráðið sé að senda til sinna þegna, er að fara varlega og viti af þessu sem er að gerast. Þannig það endurspeglar það sem við höfum verið að gera.“ Karl Steinar bætir þó við að ógn stafi af skipulagðri brotastarfsemi. „Sú ógn er gegn samfélaginu og gegn einstaklingum. Við þurfum að hafa það í huga að almennt er það þannig, þegar það eru svona átök milli hópa, að þá beinist sú ógn fyrst og fremst milli þeirra sjálfra. Það eru hins vegar dæmi um það að einstaklingar og almenningur verði þar þolendur, sem betur fer eru þau tilvik ekki mörg en þau geta verið alvarleg,“ segir Karl og segir undanfarna dagar vera áhyggjuefni. Erum við að nálgast það ástand sem hefur verið í nágrannalöndum og er þetta komið til að vera? „Vonandi ekki. Þetta er hins vegar nákvæmlega sama staða og hefur verið á Norðurlöndum. Við höfum því miður verið að sjá vaxandi tilvik þar sem vopnum er beitt með ýmsum hætti, sem og alvarleg tilvik. Það er því full ástæða til að fara varlega og fylgjast með.“ Nýr veruleiki? „Já, því miður.“ Sjá má viðtalið í heild sinni þegar 2:36 eru liðnar af fréttinni: Lögreglan Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Bæði breska og bandaríska sendiráðið hafa varað ríkisborga sína við ástandi sem gæti skapast í miðbænum vegna átaka og hótana milli tveggja hópa. Karl Steinar ítrekar hins vegar að almenningi ætti ekki að stafa ógn af átökunum. Sjá einnig: Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni „Við teljum að lögregla hafi upplýst almenning mjög vel um þessa stöðu og þróun og í raun gripið mjög sterkt og fast inn í þessa atburðarrás. Það sem við skiljum að bandaríska sendiráðið sé að senda til sinna þegna, er að fara varlega og viti af þessu sem er að gerast. Þannig það endurspeglar það sem við höfum verið að gera.“ Karl Steinar bætir þó við að ógn stafi af skipulagðri brotastarfsemi. „Sú ógn er gegn samfélaginu og gegn einstaklingum. Við þurfum að hafa það í huga að almennt er það þannig, þegar það eru svona átök milli hópa, að þá beinist sú ógn fyrst og fremst milli þeirra sjálfra. Það eru hins vegar dæmi um það að einstaklingar og almenningur verði þar þolendur, sem betur fer eru þau tilvik ekki mörg en þau geta verið alvarleg,“ segir Karl og segir undanfarna dagar vera áhyggjuefni. Erum við að nálgast það ástand sem hefur verið í nágrannalöndum og er þetta komið til að vera? „Vonandi ekki. Þetta er hins vegar nákvæmlega sama staða og hefur verið á Norðurlöndum. Við höfum því miður verið að sjá vaxandi tilvik þar sem vopnum er beitt með ýmsum hætti, sem og alvarleg tilvik. Það er því full ástæða til að fara varlega og fylgjast með.“ Nýr veruleiki? „Já, því miður.“ Sjá má viðtalið í heild sinni þegar 2:36 eru liðnar af fréttinni:
Lögreglan Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59
„Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47