„Það er alveg ljóst að við fórum offari“ Snorri Másson skrifar 26. nóvember 2022 10:00 Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir ljóst að Íslendingar hafi farið offari í aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19 á sínum tíma. „Sérstaklega gagnvart þeim hópum sem við áttum ekki að fara offari gegn,“ segir Grímur í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. „Við tölum um ungt fólk, en líka eldri borgarar, sem eiga nokkur ár eftir og jafnvel ekki mörg. Þeir máttu ekki hitta ættingja, ekki félagana í borðsalnum, og til að vernda þá fyrir einhverju. Við vissum auðvitað ekki betur og við vorum hrædd, en það er ekki góð nálgun.“ Rætt var við Grím í Íslandi í dag, þar sem rifjað var upp ýmislegt misskemmtilegt frá tímum faraldursins, en einnig vikið sérstaklega að stöðu framhaldsskólanema. Til er kynslóð framhaldsskólanema sem lifði nærri alla skólagönguna án félagslífs, sem er ekki án afleiðinga fyrir líðan hópsins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að veita þurfi geðheilbrigði landsmanna meiri athygli.Vísir/Vilhelm Hörmuleg hugmynd Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ályktað um að stytta beri skólagöngu íslenskra ungmenna þannig, að þau klári nám átján ára. Hugmyndin fer öfugt ofan í menntaskólanema sem rætt er við í þættinum að ofan og Grímur rifjar upp síðustu styttingu og segir hörmulega hugmynd að halda styttingu náms áfram: „Þegar við fórum í þessa styttingu voru aðilar sem vöruðu við þessari nálgun og bentu á að þetta væri fyrst og fremst hagræðing. Við erum talsvert í hagræðingu alltaf.“ „Af hverju er þetta staðan?“ Grímur segir sæta furðu að ástand mála í geðheilbrigði þjóðarinnar rati ekki í fréttir með sama hætti og til dæmis aðgerðir Seðlabankans í efnahagsmálum. „Eins og þessir krakkar sem eru í tíunda bekk. 27% stúlkna í tíunda bekk eru ánægðar með líf sitt. Af hverju er það staðan? Samfélagsmiðlarnir, Covid og fleira hefur mikil áhrif, en það eru vísbendingar um þetta í langan tíma,“ segir Grímur. Að sögn Gríms stafar vandinn einnig af samfélagsgerðinni og hann segir að fólk þurfi meiri tíma með börnunum sínum, en ekki að hagsmunir atvinnulífsins ráði því að nýbakaðir foreldrar losi sem fyrst við börn sín eitthvert annað. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Ísland í dag Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Sjá meira
„Sérstaklega gagnvart þeim hópum sem við áttum ekki að fara offari gegn,“ segir Grímur í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. „Við tölum um ungt fólk, en líka eldri borgarar, sem eiga nokkur ár eftir og jafnvel ekki mörg. Þeir máttu ekki hitta ættingja, ekki félagana í borðsalnum, og til að vernda þá fyrir einhverju. Við vissum auðvitað ekki betur og við vorum hrædd, en það er ekki góð nálgun.“ Rætt var við Grím í Íslandi í dag, þar sem rifjað var upp ýmislegt misskemmtilegt frá tímum faraldursins, en einnig vikið sérstaklega að stöðu framhaldsskólanema. Til er kynslóð framhaldsskólanema sem lifði nærri alla skólagönguna án félagslífs, sem er ekki án afleiðinga fyrir líðan hópsins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að veita þurfi geðheilbrigði landsmanna meiri athygli.Vísir/Vilhelm Hörmuleg hugmynd Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ályktað um að stytta beri skólagöngu íslenskra ungmenna þannig, að þau klári nám átján ára. Hugmyndin fer öfugt ofan í menntaskólanema sem rætt er við í þættinum að ofan og Grímur rifjar upp síðustu styttingu og segir hörmulega hugmynd að halda styttingu náms áfram: „Þegar við fórum í þessa styttingu voru aðilar sem vöruðu við þessari nálgun og bentu á að þetta væri fyrst og fremst hagræðing. Við erum talsvert í hagræðingu alltaf.“ „Af hverju er þetta staðan?“ Grímur segir sæta furðu að ástand mála í geðheilbrigði þjóðarinnar rati ekki í fréttir með sama hætti og til dæmis aðgerðir Seðlabankans í efnahagsmálum. „Eins og þessir krakkar sem eru í tíunda bekk. 27% stúlkna í tíunda bekk eru ánægðar með líf sitt. Af hverju er það staðan? Samfélagsmiðlarnir, Covid og fleira hefur mikil áhrif, en það eru vísbendingar um þetta í langan tíma,“ segir Grímur. Að sögn Gríms stafar vandinn einnig af samfélagsgerðinni og hann segir að fólk þurfi meiri tíma með börnunum sínum, en ekki að hagsmunir atvinnulífsins ráði því að nýbakaðir foreldrar losi sem fyrst við börn sín eitthvert annað.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Ísland í dag Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Sjá meira