Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2022 10:44 Myndskeiðið er talið tengjast árásinni á Bankastræti Club s.l. fimmtudagskvöld Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. Vísir hefur áður greint frá því að hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti Club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásarinnar hafa orðið fyrir árásum og hótunum og dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengjum hafi verið kastað í hús. Umrætt myndskeið má sjá hér: „Við fengum fréttir af því að aðilar hafi verið að hvetja til ofbeldis í kjölfarið á þessari árás. Ég get staðfest þetta sem þú nefnir að menn hafi verið að nota svona mólótov kokteila og valda fólki ónæði. Þetta hefur einnig orðið til þess að fólk hefur kosið að fara úr bænum,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í fréttum Stöðvar 2. Þá var slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. Í samtali við Vísi nú í morgun staðfestir Margeir Sveinsson að lögreglan viti af ofangreindu myndskeiði, sem sé að öllum líkindum tekið um seinustu helgi. „Þetta er eins og fram hefur komið hjá okkur, það var verið að kasta svona bensínsprengju í hús núna um helgina og við teljum það tengjast þessum deilum. Svo voru náttúrulega þessar tvær sprengjur núna í nótt. Það er verið að fylgja eftir þessum hótunum og það heldur áfram.“ Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32 Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Vísir hefur áður greint frá því að hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti Club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásarinnar hafa orðið fyrir árásum og hótunum og dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengjum hafi verið kastað í hús. Umrætt myndskeið má sjá hér: „Við fengum fréttir af því að aðilar hafi verið að hvetja til ofbeldis í kjölfarið á þessari árás. Ég get staðfest þetta sem þú nefnir að menn hafi verið að nota svona mólótov kokteila og valda fólki ónæði. Þetta hefur einnig orðið til þess að fólk hefur kosið að fara úr bænum,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í fréttum Stöðvar 2. Þá var slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. Í samtali við Vísi nú í morgun staðfestir Margeir Sveinsson að lögreglan viti af ofangreindu myndskeiði, sem sé að öllum líkindum tekið um seinustu helgi. „Þetta er eins og fram hefur komið hjá okkur, það var verið að kasta svona bensínsprengju í hús núna um helgina og við teljum það tengjast þessum deilum. Svo voru náttúrulega þessar tvær sprengjur núna í nótt. Það er verið að fylgja eftir þessum hótunum og það heldur áfram.“
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32 Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32
Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50
Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47
Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41