„Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 21:30 Jóhann Þór var nokkuð brattur eftir leik. Vísir/Anton Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var nokkuð borubrattur eftir leik og tók margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap, í leik sem hefði í raun getað dottið hvoru megin sem er. Í lokin var þó eins og orkan væri á þrotum hjá Grindvíkingum og Stólarnir leggja á heiðarnar með 2 stig í sarpnum. Vantaði heimamenn mögulega smá bensín til að klára þennan leik? „Já já bæði og, það spilaði sjálfsagt inn í. En það voru stór skot sem duttu Stólanna megin og ekki okkar. Við hefðum alveg getað tekið þetta. En eigum við ekki bara að segja það, það vantaði smá orku þarna í restina og því fór sem fór.“ Grindvíkingar voru án Damier Pitts í kvöld sem bíður þess að fá leikheimild og þá var Gaios Skordilis í leikbanni. Það var því aðeins einn erlendur leikmaður í hópi heimamanna í kvöld, Valdas Vasylius, sem var jafnframt eini miðherjinn þeirra á skýrslu í kvöld. Jafnframt var enginn hreinræktaður leikstjórnandi í hópnum í kvöld, en hinn 16 ára Arnór Tristan Helgason spilaði rúmar 12 mínútur og fékk oft það hlutverk að taka boltann upp gegn stífri vörn. Þetta var sannkölluð eldskírn fyrir hann í kvöld eða hvað? „Já algjörlega. Hann stóð sig mjög vel, frábærlega. Auðvitað rak hann sig á einhverja veggi og allt það sem er eðilegt fyrir 16 ára dreng, en fyrir utan það þá stóð hann sig mjög vel og skilaði fullt af góðum mínútum. Bara frábært.“ Nú er leikið þétt í deildinni en Grindvíkingar eiga leik í Garðabæ á fimmtudaginn gegn Stjörnunni. Jóhann er væntanlega að fara að senda menn eins og Valdas og Ólaf bróður sinn beint í kalda pottinn? „Klárlega. Nú þurfum við bara að reyna að endurheimta sem mest og undirbúa okkur fyrir fimmtudaginn. En ég er ofboðslega stoltur af mínu liði. Við fengum geggjaða frammistöðu; orkustigið, baráttan og viljinn til fyrirmyndar. Þetta er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á. Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu. Frammistaðan til fyrirmyndar, eins og ég sagði þá er ég bara mjög stoltur af mínu liði og þetta er klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var nokkuð borubrattur eftir leik og tók margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap, í leik sem hefði í raun getað dottið hvoru megin sem er. Í lokin var þó eins og orkan væri á þrotum hjá Grindvíkingum og Stólarnir leggja á heiðarnar með 2 stig í sarpnum. Vantaði heimamenn mögulega smá bensín til að klára þennan leik? „Já já bæði og, það spilaði sjálfsagt inn í. En það voru stór skot sem duttu Stólanna megin og ekki okkar. Við hefðum alveg getað tekið þetta. En eigum við ekki bara að segja það, það vantaði smá orku þarna í restina og því fór sem fór.“ Grindvíkingar voru án Damier Pitts í kvöld sem bíður þess að fá leikheimild og þá var Gaios Skordilis í leikbanni. Það var því aðeins einn erlendur leikmaður í hópi heimamanna í kvöld, Valdas Vasylius, sem var jafnframt eini miðherjinn þeirra á skýrslu í kvöld. Jafnframt var enginn hreinræktaður leikstjórnandi í hópnum í kvöld, en hinn 16 ára Arnór Tristan Helgason spilaði rúmar 12 mínútur og fékk oft það hlutverk að taka boltann upp gegn stífri vörn. Þetta var sannkölluð eldskírn fyrir hann í kvöld eða hvað? „Já algjörlega. Hann stóð sig mjög vel, frábærlega. Auðvitað rak hann sig á einhverja veggi og allt það sem er eðilegt fyrir 16 ára dreng, en fyrir utan það þá stóð hann sig mjög vel og skilaði fullt af góðum mínútum. Bara frábært.“ Nú er leikið þétt í deildinni en Grindvíkingar eiga leik í Garðabæ á fimmtudaginn gegn Stjörnunni. Jóhann er væntanlega að fara að senda menn eins og Valdas og Ólaf bróður sinn beint í kalda pottinn? „Klárlega. Nú þurfum við bara að reyna að endurheimta sem mest og undirbúa okkur fyrir fimmtudaginn. En ég er ofboðslega stoltur af mínu liði. Við fengum geggjaða frammistöðu; orkustigið, baráttan og viljinn til fyrirmyndar. Þetta er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á. Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu. Frammistaðan til fyrirmyndar, eins og ég sagði þá er ég bara mjög stoltur af mínu liði og þetta er klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn