Alls voru 97 fíkniefnabrot skráð á höfuðborgarsvæðinu en það sem af er ári hafa verið skráð um 22 prósent færri fíkniefnabrot en að meðaltali á sama tímabili þrjú ár á undan.
Alls voru 876 hegningarlagabrot skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í októbermánuði.
Tilkynningum um ofbeldisbrot fjölgaði einnig milli mánaða. Alls bárust 129 tilkynningar um ofbeldisbrot og 21 tilkynning um kynferðisbrot. Tilkynningum um nytjastuld á vélknúnum ökutækjum fjölgaði sömuleiðis töluvert á milli mánaða sem og tilkynningum um eignaspjöll.
Tilkynningum um þjófnað fækkaði hins vegar á milli mánaða. Alls bárust 106 tilkynningar um innbrot í október miðað við 102 tilkynningar í september. Þá fækkaði einnig tilkynningum um umferðarlagabrot um 13 prósent, miðað við sama tíma síðustu þrjú ár á undan.