Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 14:30 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðaði stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ummælin lét ráðherrann falla í samhengi við hnífstunguárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku sem hefur verið tengd við deilur tveggja hópa. Í átaki gegn skipulagðri glæpastarsemi á næsta ári fælist meðal annars að samþykkja frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og bæta búnað hennar svo að lögreglumenn gætu varið sig. Átti Jón von á að taka þyrfti skref sem reyndust umdeild, þar á meðal um vopnaburð lögreglu. Jón reyndist sannspár því þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu orð hans í morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, setti ummæli hans í samhengi við fréttir um að á fjórða hundrað manns bíði eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. „Dómsmálaráðherra boðar nú í fjölmiðlum stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sami dómsmálaráðherra hefur hins vegar fjársvelt fangelsi landsins svo alvarlega um árabil að menn sem dæmdir hafa verið í fangelsi eru ekki boðaðir í afplánun,“ skrifaði hún í færslu á Facebook í morgun. Dæmdir menn afplána ekki dóma Biðin eftir afplánun sé oft talin í árum og hún leiði stundum til þess að afplánun fyrnist. Það þýði að dæmdir menn afpláni ekki dóma sína. Þar við bætist að fangelsismál hafi sætt niðurskurði frá hruni, réttindi fanga í afplánun hafi verið strípuð, viðhald í fangelsum sé lélegt og úrræði til að byggja menn upp þar séu ekki nægileg. Á næsti ári sé viðbúið að fjöldi rýma í fangelsum verði ekki nýtt vegna fjárhagsstöðu þeirra. „Fyrsta skref hjá dómsmálaráðherra er að hætta að ráðast að fangelsum landsins - áður en hann leggur í frekari stríðsrekstur,“ segir Þorbjörg. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók dýpra í árina þegar hann deildi færslu Þorbjargar og líkti Jóni við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. „Rebranding á „stríð gegn fíkniefnum“...hvernig fór það aftur? Klassískt að valdhyggjufólkið vilji her til að fara í stríð,“ skrifaði Björn. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, lagði til að í stað þess að lýsa yfir stríði ætti að byggja upp sterkara félagslegra stuðningsnet og kerfi sem komi í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til þess að byrja með. „Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð,“ tísti hún í morgun. Hot take en hvað með að í stað þess að lýsa yfir stríði þá myndum við líka byggja upp sterkari félagsleg stuðningsnet og kerfi sem kemur í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til að byrja með. Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð pic.twitter.com/DOYJw6iOxq— Lenya Rún (@Lenyarun) November 21, 2022 Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðaði stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ummælin lét ráðherrann falla í samhengi við hnífstunguárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku sem hefur verið tengd við deilur tveggja hópa. Í átaki gegn skipulagðri glæpastarsemi á næsta ári fælist meðal annars að samþykkja frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og bæta búnað hennar svo að lögreglumenn gætu varið sig. Átti Jón von á að taka þyrfti skref sem reyndust umdeild, þar á meðal um vopnaburð lögreglu. Jón reyndist sannspár því þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu orð hans í morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, setti ummæli hans í samhengi við fréttir um að á fjórða hundrað manns bíði eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. „Dómsmálaráðherra boðar nú í fjölmiðlum stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sami dómsmálaráðherra hefur hins vegar fjársvelt fangelsi landsins svo alvarlega um árabil að menn sem dæmdir hafa verið í fangelsi eru ekki boðaðir í afplánun,“ skrifaði hún í færslu á Facebook í morgun. Dæmdir menn afplána ekki dóma Biðin eftir afplánun sé oft talin í árum og hún leiði stundum til þess að afplánun fyrnist. Það þýði að dæmdir menn afpláni ekki dóma sína. Þar við bætist að fangelsismál hafi sætt niðurskurði frá hruni, réttindi fanga í afplánun hafi verið strípuð, viðhald í fangelsum sé lélegt og úrræði til að byggja menn upp þar séu ekki nægileg. Á næsti ári sé viðbúið að fjöldi rýma í fangelsum verði ekki nýtt vegna fjárhagsstöðu þeirra. „Fyrsta skref hjá dómsmálaráðherra er að hætta að ráðast að fangelsum landsins - áður en hann leggur í frekari stríðsrekstur,“ segir Þorbjörg. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók dýpra í árina þegar hann deildi færslu Þorbjargar og líkti Jóni við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. „Rebranding á „stríð gegn fíkniefnum“...hvernig fór það aftur? Klassískt að valdhyggjufólkið vilji her til að fara í stríð,“ skrifaði Björn. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, lagði til að í stað þess að lýsa yfir stríði ætti að byggja upp sterkara félagslegra stuðningsnet og kerfi sem komi í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til þess að byrja með. „Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð,“ tísti hún í morgun. Hot take en hvað með að í stað þess að lýsa yfir stríði þá myndum við líka byggja upp sterkari félagsleg stuðningsnet og kerfi sem kemur í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til að byrja með. Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð pic.twitter.com/DOYJw6iOxq— Lenya Rún (@Lenyarun) November 21, 2022
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira