Þórir tók Evrópumetið af Bengt og Breivik og heimsmetið af Onesta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 10:01 Þórir Hergeirsson er sá sigursæltasti af landsliðsþjálfurum á stórmótum í handbolta. AP/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson tók til sína alls konar met með frábærum árangri sínum á Evrópumóti kvenna í handbolta sem lauk í gær. Þórir gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fimmta sinn í gær þegar Noregur vann 27-25 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Norska liðið var fjórum mörkum undir, 18-22, þegar seinni hálfleikur var um það til hálfnaður en vann síðustu sextán mínútur leiksins 9-3 og tryggði sér gullið. Þórir bætti með þessu Evrópumet sem var áður í eigu tveggja kunna þjálfara en fyrir þetta mót var Þórir jafn þeim Bengt Johansson og Marit Breivik. Bengt Johansson gerði sænska karlalandsliðið fjórum sinnum að Evrópumeisturum frá 1994 til 2002 en sænska landsliðið vann fjögur af fyrstu fimm Evrópumótum karla. Marit Breivik jafnaði afrek Bengt þegar hún gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fjórða sinn árið 2008. Það var jafnframt hennar síðasta mót með norska liðið. Þórir hafði verið aðstoðarþjálfari Breivik frá 2001 og tók því beinan þátt í að vinna þrjú af þessum Evrópumótagullum. Þórir jafnaði met þeirra Bengt og Breivik fyrir tveimur árum og bætti það í gær þegar norsku stelpurnar vörðu Evrópumeistaratitilinn sinn. Þetta voru líka fjórtándu verðlaun norska kvennalandsliðsins á stórmótum undir stjórn Þóris og með því fór hann fram úr verðlaunasafni umræddar Marit Breivik. Á meðan níu af fjórtán verðlaunum Þóris hafa verið gull þá voru bara sex af þrettán verðlaunum norska liðsins undir stjórn Breivik gullverðlaun. Þórir er nú sá þjálfari sem hefur unnið flest gullverðlaun á stórmótum eða níu. Þórir fór nefnilega fram úr Frakkanum Claude Oneste sem vann átta gullverðlaun sem þjálfari franska landsliðsins frá 2001 til 2016. Norsku stelpurnar fagna sigri með því að lyfta Evrópubikarnum í gær.AP/Zsolt Czegledi Flestir Evrópumeistaratitlar þjálfara: 5 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs 2010, 2014, 2016, 2020, 2022) 4 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar 1994, 1998, 2000 og 2002) 4 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs 1998, 2004, 2006, 2008) 3 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands 2006, 2010 og 2014) - Flest gullverðlaun þjálfara á stórmótum: 9 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs á HM (3), EM (5) og ÓL (1)) 8 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands á HM (3), EM (3) og ÓL (2)) 6 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar á HM (2) og EM (4)) 6 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) 6 - Ulrik Wilbek (Karlalið Dana og kvennalið Dana á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) - Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 9 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020, HM 2021, EM 2022) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 3 brons (HM 2009, ÓL 2016, ÓL 2021) Samtals 14 verðlaun EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Sjá meira
Þórir gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fimmta sinn í gær þegar Noregur vann 27-25 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Norska liðið var fjórum mörkum undir, 18-22, þegar seinni hálfleikur var um það til hálfnaður en vann síðustu sextán mínútur leiksins 9-3 og tryggði sér gullið. Þórir bætti með þessu Evrópumet sem var áður í eigu tveggja kunna þjálfara en fyrir þetta mót var Þórir jafn þeim Bengt Johansson og Marit Breivik. Bengt Johansson gerði sænska karlalandsliðið fjórum sinnum að Evrópumeisturum frá 1994 til 2002 en sænska landsliðið vann fjögur af fyrstu fimm Evrópumótum karla. Marit Breivik jafnaði afrek Bengt þegar hún gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fjórða sinn árið 2008. Það var jafnframt hennar síðasta mót með norska liðið. Þórir hafði verið aðstoðarþjálfari Breivik frá 2001 og tók því beinan þátt í að vinna þrjú af þessum Evrópumótagullum. Þórir jafnaði met þeirra Bengt og Breivik fyrir tveimur árum og bætti það í gær þegar norsku stelpurnar vörðu Evrópumeistaratitilinn sinn. Þetta voru líka fjórtándu verðlaun norska kvennalandsliðsins á stórmótum undir stjórn Þóris og með því fór hann fram úr verðlaunasafni umræddar Marit Breivik. Á meðan níu af fjórtán verðlaunum Þóris hafa verið gull þá voru bara sex af þrettán verðlaunum norska liðsins undir stjórn Breivik gullverðlaun. Þórir er nú sá þjálfari sem hefur unnið flest gullverðlaun á stórmótum eða níu. Þórir fór nefnilega fram úr Frakkanum Claude Oneste sem vann átta gullverðlaun sem þjálfari franska landsliðsins frá 2001 til 2016. Norsku stelpurnar fagna sigri með því að lyfta Evrópubikarnum í gær.AP/Zsolt Czegledi Flestir Evrópumeistaratitlar þjálfara: 5 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs 2010, 2014, 2016, 2020, 2022) 4 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar 1994, 1998, 2000 og 2002) 4 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs 1998, 2004, 2006, 2008) 3 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands 2006, 2010 og 2014) - Flest gullverðlaun þjálfara á stórmótum: 9 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs á HM (3), EM (5) og ÓL (1)) 8 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands á HM (3), EM (3) og ÓL (2)) 6 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar á HM (2) og EM (4)) 6 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) 6 - Ulrik Wilbek (Karlalið Dana og kvennalið Dana á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) - Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 9 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020, HM 2021, EM 2022) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 3 brons (HM 2009, ÓL 2016, ÓL 2021) Samtals 14 verðlaun
Flestir Evrópumeistaratitlar þjálfara: 5 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs 2010, 2014, 2016, 2020, 2022) 4 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar 1994, 1998, 2000 og 2002) 4 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs 1998, 2004, 2006, 2008) 3 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands 2006, 2010 og 2014) - Flest gullverðlaun þjálfara á stórmótum: 9 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs á HM (3), EM (5) og ÓL (1)) 8 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands á HM (3), EM (3) og ÓL (2)) 6 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar á HM (2) og EM (4)) 6 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) 6 - Ulrik Wilbek (Karlalið Dana og kvennalið Dana á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) - Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 9 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020, HM 2021, EM 2022) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 3 brons (HM 2009, ÓL 2016, ÓL 2021) Samtals 14 verðlaun
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Sjá meira