Noregur kom til baka og tryggði sér níunda Evrópumeistaratitilinn Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2022 21:07 Norska liðið fagnar Evrópumeistaratitlinum í kvöld. Vísir/EPA Noregur varð í kvöld Evrópumeistari kvenna í handknattleik þegar þær unnu 27-25 sigur á Dönum í úrslitaleik. Þórir Hergeirsson vinnur þar með sín níundu gullverðlaun á stórmóti sem þjálfari norska liðsins. Noregur var ríkjandi Evrópumeistari fyrir úrslitaleikinn en Danir voru hins vegar í fyrsta sinn í úrslitaleik á stórmóti í átján ár. Það voru Danir sem byrjuðu betur í dag. Norska liðið var í vandræðum í sókninni og fór oft illa að ráði sínu. Danir komust í 10-6 og leiddu með þremur mörkum í leikhléi, staðan þá 15-12. Í síðari hálfleik héldu Danir lengst af forystunni. Þeir leiddu meðal annars 22-18 en þá fór norska vörnin í gang með Katrine Lunde í stuði þar fyrir aftan. Norðmenn skoruðu fjögur mörk í röð og jöfnuðu í 22-22. Katrine Lunde stepped in the final and no one can miss her entry @katrinelundenor #playwithheart | #ehfeuro2022 | @NORhandball pic.twitter.com/QOIxZ67Swk— EHF EURO (@EHFEURO) November 20, 2022 Undir lokin var reynsla Norðmanna svo dýrmæt. Danir voru áfram í brasi sóknarlega á meðan lykilleikmenn Norðmanna stigu upp. Lokatölur 27-25 og Norðmenn fögnuðu gríðarlega í leikslok. Nora Mörk var frábær hjá Noregi í dag og var valin maður leiksins. Hún skoraði átta mörk og tók af skarið sóknarlega þegar á þurfti að halda. Katrine Lunde kom inn í síðari hálfleiknum og varði mikilvæg skot undir lokin. Fögnuðurinn í leikslok var ósvikinn.Vísir/EPA Hjá Dönum var Louise Burgaard markahæst með sex mörk og Emma Friis skoraði fimm. Hin norska Henny Reindal var valin besti leikmaður Evrópumótsins og fékk verðlaun afhent í lok leiks. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sjá meira
Noregur var ríkjandi Evrópumeistari fyrir úrslitaleikinn en Danir voru hins vegar í fyrsta sinn í úrslitaleik á stórmóti í átján ár. Það voru Danir sem byrjuðu betur í dag. Norska liðið var í vandræðum í sókninni og fór oft illa að ráði sínu. Danir komust í 10-6 og leiddu með þremur mörkum í leikhléi, staðan þá 15-12. Í síðari hálfleik héldu Danir lengst af forystunni. Þeir leiddu meðal annars 22-18 en þá fór norska vörnin í gang með Katrine Lunde í stuði þar fyrir aftan. Norðmenn skoruðu fjögur mörk í röð og jöfnuðu í 22-22. Katrine Lunde stepped in the final and no one can miss her entry @katrinelundenor #playwithheart | #ehfeuro2022 | @NORhandball pic.twitter.com/QOIxZ67Swk— EHF EURO (@EHFEURO) November 20, 2022 Undir lokin var reynsla Norðmanna svo dýrmæt. Danir voru áfram í brasi sóknarlega á meðan lykilleikmenn Norðmanna stigu upp. Lokatölur 27-25 og Norðmenn fögnuðu gríðarlega í leikslok. Nora Mörk var frábær hjá Noregi í dag og var valin maður leiksins. Hún skoraði átta mörk og tók af skarið sóknarlega þegar á þurfti að halda. Katrine Lunde kom inn í síðari hálfleiknum og varði mikilvæg skot undir lokin. Fögnuðurinn í leikslok var ósvikinn.Vísir/EPA Hjá Dönum var Louise Burgaard markahæst með sex mörk og Emma Friis skoraði fimm. Hin norska Henny Reindal var valin besti leikmaður Evrópumótsins og fékk verðlaun afhent í lok leiks.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sjá meira