Loksins byggt fyrir fatlaða á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2022 15:00 Fyrsta skóflustungan af nýja þjónustukjarnanum var tekin á Selfossi föstudaginn 18. nóvember. Magnús Hlynur Hreiðarsson Því er nú fagnað á Suðurlandi að nú eigi loksins að hefja framkvæmdir við byggingu á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk en slíkur kjarni hefur ekki verið byggður á svæðinu í 15 ár. Nýi kjarninn verður á Selfossi en þar verður heimili sex einstaklinga með sólarhringsþjónustu. Fyrsta skóflustungan var tekin af nýja íbúðakjarnanum á föstudaginn á lóðinni við Nauthaga 2 á Selfossi þar sem íbúðirnar verða byggðar og þjónustukjarninn. Tvö tilboð bárust í verkið, sem var boðið út í alútboði og var samþykkt að semja við fyrirtækið Mineral ehf. Það er Bergrisin byggðasamlag, sem er verkefni í eigu þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi, sem stendur að verkefninu, auk Arnardrangs, sem er félag um sérstakt rekstrarfyrirkomulag , sem miðar að sjálfbærni bygginga og reksturs húsnæðis fyrir fatlað fólk. Einnig kom ráðgjöf frá ýmsum fagaðilum við undirbúning verkefnisins. Íris Ellertsdóttir er verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs. „Þetta er mjög góð framkvæmd og við erum mjög ánægð með undirbúnings vinnuna, sem hefur farið fram þannig að við erum mjög bjartsýn á framhaldið.Þetta verða sértækt húsnæði, þar að segja með sólarhringsþjónustu fyrir fatlað fólk,“ segir Íris. Mikil ánægja er með að nú eigi að fara að hefja framkvæmdir við byggingu íbúðanna og þjónustukjarnanna við Nauthaga 2 á Selfossi. Hér eru þær frá vinstri, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri, Dagmar Þorsteinsdótttir, framkvæmdastjóri Mineral og Íris Ellertsdóttir, verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og formaður stjórnar Bergrisan er mjög ánægð með að verkefnið sé að fara af stað. „Það er búið að vera að bíða eftir þessu en mér skilst að síðasta heimili hafi verið byggt 2007 á okkar svæði, þannig að þetta er bara æðislegt. Það er mikil þörf á svona heimili enda biðlistarnir langir og við þurfum í rauninni bara að fara að huga strax að næsta heimili, það er bara þannig,“ bætir Fjóla Steindóra við. Nýi byggðakjarninn verður tekin í notkun í janúar 2024 ef allt gengur eftir. Reynir Ingólfsson er hæstánægður með að nú eigi loksins að fara að byggja húsnæði fyrir fatlaða á Suðurlandi en það var síðasta gert 2007, eða fyrir 15 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Fyrsta skóflustungan var tekin af nýja íbúðakjarnanum á föstudaginn á lóðinni við Nauthaga 2 á Selfossi þar sem íbúðirnar verða byggðar og þjónustukjarninn. Tvö tilboð bárust í verkið, sem var boðið út í alútboði og var samþykkt að semja við fyrirtækið Mineral ehf. Það er Bergrisin byggðasamlag, sem er verkefni í eigu þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi, sem stendur að verkefninu, auk Arnardrangs, sem er félag um sérstakt rekstrarfyrirkomulag , sem miðar að sjálfbærni bygginga og reksturs húsnæðis fyrir fatlað fólk. Einnig kom ráðgjöf frá ýmsum fagaðilum við undirbúning verkefnisins. Íris Ellertsdóttir er verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs. „Þetta er mjög góð framkvæmd og við erum mjög ánægð með undirbúnings vinnuna, sem hefur farið fram þannig að við erum mjög bjartsýn á framhaldið.Þetta verða sértækt húsnæði, þar að segja með sólarhringsþjónustu fyrir fatlað fólk,“ segir Íris. Mikil ánægja er með að nú eigi að fara að hefja framkvæmdir við byggingu íbúðanna og þjónustukjarnanna við Nauthaga 2 á Selfossi. Hér eru þær frá vinstri, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri, Dagmar Þorsteinsdótttir, framkvæmdastjóri Mineral og Íris Ellertsdóttir, verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og formaður stjórnar Bergrisan er mjög ánægð með að verkefnið sé að fara af stað. „Það er búið að vera að bíða eftir þessu en mér skilst að síðasta heimili hafi verið byggt 2007 á okkar svæði, þannig að þetta er bara æðislegt. Það er mikil þörf á svona heimili enda biðlistarnir langir og við þurfum í rauninni bara að fara að huga strax að næsta heimili, það er bara þannig,“ bætir Fjóla Steindóra við. Nýi byggðakjarninn verður tekin í notkun í janúar 2024 ef allt gengur eftir. Reynir Ingólfsson er hæstánægður með að nú eigi loksins að fara að byggja húsnæði fyrir fatlaða á Suðurlandi en það var síðasta gert 2007, eða fyrir 15 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira