Myndavélar í sjálfsafgreiðslukössum sporna gegn þjófnaði Bjarki Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2022 11:46 Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni. Vísir Maður var gómaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi við að skanna strikamerki ódýrari vara en hann ætlaði sér að kaupa í sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þetta var í fertugasta og sjötta skiptið sem maðurinn er gripinn við þá iðju. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að þrátt fyrir nokkra svarta sauði sem stunda þetta sé það ekki algengt. Sjálfsafgreiðslukassarnir eru með ákveðnar leiðir til að stöðva þjófana. Maður var á sjöunda tímanum í gærkvöldi gripinn við að skanna aðrar vörur en hann ætlaði sér að kaupa. Hann tók ódýrar vörur og skannaði þær við kassann en reyndi að ganga út með vörur sem kostuðu töluvert meira. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að flestir fari eftir settum reglum við kassana en þrátt fyrir það séu alltaf ákveðnir svartir sauðir sem reyna að komast upp með þetta. „Við búum í þannig umhverfi við verslunarmenn að við erum alltaf með einhverja svarta sauði sem eru aðeins að prófa kerfin og láta reyna á þau. Sjálfsafgreiðslan er þannig lagað ný tækni á Íslandi. Svörtu sauðirnir prófa kerfin og tekst kannski í nokkur skipti. En á endanum erum við með öflug eftirlitskerfi og erum frekar fljót að taka eftir þessu,“ segir Sigurður. Búnaður sem greinir vörurnar Kassarnir eru með búnaði sem á að koma í veg fyrir að slíkur þjófnaður eigi sér stað. Til dæmis eru myndavélar inni í kassanum sem geta greint hver varan er. Sé gulur ávöxtur settur á vigtina veit kassinn að líklegast sé um að ræða sítrónu, gult epli eða annað slíkt. „Hann er kominn með myndavélar sem þekkja hluti og taka upp hluti sem settir er á kassann. Svo eru ýmisleg önnur kerfi í kringum þetta sem hjálpa okkur að taka eftir því ef eitthvað er skrítið. Við erum frekar fljót að uppgötva alla misnotkun,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir örfá dæmi um þjófnað hafa sjálfsafgreiðslukassarnir þó reynst vel. „Það er verið að stytta tímann fyrir viðskiptavini og til þess að láta allt ganga greiðlega fyrir sig. Við náum að fylgjast með öllum athugasemdum sem fram koma á kössunum og erum að bregðast hratt við að laga það,“ segir Sigurður Verslun Lögreglumál Tækni Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Maður var á sjöunda tímanum í gærkvöldi gripinn við að skanna aðrar vörur en hann ætlaði sér að kaupa. Hann tók ódýrar vörur og skannaði þær við kassann en reyndi að ganga út með vörur sem kostuðu töluvert meira. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að flestir fari eftir settum reglum við kassana en þrátt fyrir það séu alltaf ákveðnir svartir sauðir sem reyna að komast upp með þetta. „Við búum í þannig umhverfi við verslunarmenn að við erum alltaf með einhverja svarta sauði sem eru aðeins að prófa kerfin og láta reyna á þau. Sjálfsafgreiðslan er þannig lagað ný tækni á Íslandi. Svörtu sauðirnir prófa kerfin og tekst kannski í nokkur skipti. En á endanum erum við með öflug eftirlitskerfi og erum frekar fljót að taka eftir þessu,“ segir Sigurður. Búnaður sem greinir vörurnar Kassarnir eru með búnaði sem á að koma í veg fyrir að slíkur þjófnaður eigi sér stað. Til dæmis eru myndavélar inni í kassanum sem geta greint hver varan er. Sé gulur ávöxtur settur á vigtina veit kassinn að líklegast sé um að ræða sítrónu, gult epli eða annað slíkt. „Hann er kominn með myndavélar sem þekkja hluti og taka upp hluti sem settir er á kassann. Svo eru ýmisleg önnur kerfi í kringum þetta sem hjálpa okkur að taka eftir því ef eitthvað er skrítið. Við erum frekar fljót að uppgötva alla misnotkun,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir örfá dæmi um þjófnað hafa sjálfsafgreiðslukassarnir þó reynst vel. „Það er verið að stytta tímann fyrir viðskiptavini og til þess að láta allt ganga greiðlega fyrir sig. Við náum að fylgjast með öllum athugasemdum sem fram koma á kössunum og erum að bregðast hratt við að laga það,“ segir Sigurður
Verslun Lögreglumál Tækni Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira