„Ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast“ Snorri Másson skrifar 19. nóvember 2022 10:45 Mannkynið gæti staðið frammi fyrir frjósemiskrísu á komandi tímum ef ekkert verður aðhafst, að því er kemur fram í grein í Guardian. Þar segir að sæði í karlmönnum verði sífellt máttlausara og að fjöldi sæðisfrumna í körlum hafi hrunið um helming á síðustu fjörutíu árum. Þróunin er að stigmagnast. Fjallað er um málið í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar til viðtals um þetta og annað. Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var til viðtals í Íslandi í dag.vísir/vilhelm Kári segir ekki einhlítt að þróunin sé eins slæm og lýst er í grein Guardian, sem unnin er á grunni tímaritsins Human Reproduction Update. „Þannig að ég held að þetta sé sú tegund af vísindarannsókn sem væri best að birta í Guardian frekar en í virtu vísindatímariti,“ segir Kári. Engu að síður segir Kári: „Þessi rannsókn er að vissu leyti athyglisverð en hún sýnir alls ekki óyggjandi fram á að það sé einhver minnkun í fjölda sæðisfrumna hjá karlmönnum. Hún bendir til að sá möguleiki sé fyrir hendi. En ef það er að fækka sæðisfrumum hjá karlmönnum í dag þá getur það átt rætur sínar í því að þessi fjöldi hafi verið meiri en venjulega fyrir 20-30 árum síðan. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta þýðir í sögulegu samhengi. Þess utan ber að gæta þess að þeir sem fara og láta telja úr sér sáðfrumur eru venjulega karlmenn sem eiga við erfiðleika að stríða þegar kemur að frjósemi.“ Á sama tíma er greint frá því að fæðingartíðni á meðal Íslendinga er að lækka og hefur verið að gera frá 2015 eða 2016. Kári kveðst handviss um að sú fækkun hafi ekkert með líffræði að gera, heldur val fólks. „En ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast. Og alls konar spurningar sem vakna. En þeim svörum við ekki hér,“ segir Kári. Fjallað er um margt annað í þætti miðvikudags, allt frá bankasölunni til oftalningar Íslendinga, sem nýverið kom í ljós. Frjósemi Íslensk erfðagreining Vísindi Börn og uppeldi Ísland í dag Tengdar fréttir „Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. 17. nóvember 2022 08:47 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fjallað er um málið í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar til viðtals um þetta og annað. Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var til viðtals í Íslandi í dag.vísir/vilhelm Kári segir ekki einhlítt að þróunin sé eins slæm og lýst er í grein Guardian, sem unnin er á grunni tímaritsins Human Reproduction Update. „Þannig að ég held að þetta sé sú tegund af vísindarannsókn sem væri best að birta í Guardian frekar en í virtu vísindatímariti,“ segir Kári. Engu að síður segir Kári: „Þessi rannsókn er að vissu leyti athyglisverð en hún sýnir alls ekki óyggjandi fram á að það sé einhver minnkun í fjölda sæðisfrumna hjá karlmönnum. Hún bendir til að sá möguleiki sé fyrir hendi. En ef það er að fækka sæðisfrumum hjá karlmönnum í dag þá getur það átt rætur sínar í því að þessi fjöldi hafi verið meiri en venjulega fyrir 20-30 árum síðan. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta þýðir í sögulegu samhengi. Þess utan ber að gæta þess að þeir sem fara og láta telja úr sér sáðfrumur eru venjulega karlmenn sem eiga við erfiðleika að stríða þegar kemur að frjósemi.“ Á sama tíma er greint frá því að fæðingartíðni á meðal Íslendinga er að lækka og hefur verið að gera frá 2015 eða 2016. Kári kveðst handviss um að sú fækkun hafi ekkert með líffræði að gera, heldur val fólks. „En ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast. Og alls konar spurningar sem vakna. En þeim svörum við ekki hér,“ segir Kári. Fjallað er um margt annað í þætti miðvikudags, allt frá bankasölunni til oftalningar Íslendinga, sem nýverið kom í ljós.
Frjósemi Íslensk erfðagreining Vísindi Börn og uppeldi Ísland í dag Tengdar fréttir „Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. 17. nóvember 2022 08:47 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. 17. nóvember 2022 08:47
Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59