Ekki á dagskrá ríkisstjórnar að einkavæða Keflavíkurflugvöll Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2022 19:41 Tekjur Isavia árið 2018 sem að mestu komu frá Keflavíkurflugvelli voru um 41 milljarður króna. Hagnaður eftir skatta var rúmir fimm milljarðar. Vísir/Vilhelm Rekstur flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og tengdrar starfsemi verður ekki boðin út til einkaaðila í tíð núverandi ríkisstjórnar að sögn forsætisráðherra. Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar lagt til að reksturinn verði boðinn út til einkaaðila. Eftir miklu er að slægjast í rekstri flugstöðvarinnar og tengdrar flugvallarstarfsemi með tugi milljarða í tekjur á hverju ári og milljarða í hagnað. Reksturinn er það öflugur að Isavia hefur getað staðið undir tugum milljaðra lána vegna stækkunar flugstöðvarinnar og endurbóta og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli án ríkisábyrgðar undanfarin ár. Mikil uppbygging á sér stað á Keflavíkurflugvelli enda búist við mikilli fjölgun farþega á næstu árum með tilheyrandi tekjum.Vísir/Vilhelm Undantekningin var á covid árunum þegar ríkið jók hlutafé sitt í Isavia til að hægt væri að halda framkvæmdum áfram þegar tekjurnar hrundu tímabundið. Nýta þannig rólegheit á svæðinu og skapa atvinnu. Friðjón R. Friðjónsson, Björgvin Jóhannesson og Arnar Þór Jónsson varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt þingmönnunum Hildi Sverrisdóttur og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur standa að tillögunni.Grafík/Sara Þrír varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins með Friðjón R. Friðjónsson sem fyrsta flutningsmann hafa ásamt tveimur þingmönnum flokksins lagt fram þingsályktunartillögu um einkavæðingu flugstöðvarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra verði falið gera nauðsynlegar ráðstafanir svo að bjóða megi út rekstur, viðhald og uppbyggingu Isavia á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þ.m.t. rekstur verslana með tollfrjálsar vörur áflugvallarsvæðinu, starfsemi sem er í beinum tengslum við flugrekstur, rekstur flugvalla og flugstöðvar og aðra starfsemi sem nauðsynleg væri innan haftasvæðis flugverndar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að bjóða út reksturinn á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Einar Er það á dagskrá þessarar ríkisstjórnar? „Nei, það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Það er hins vegar ljóst að þingmenn ólíkra stjórnarflokka leggja fram ýmis mál um sín hugðarefni. En þetta er ekki á borði ríkisstjórnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þar hafi málið ekki einu sinni verið rætt. „Fríhöfnin hefur verið rekin af Isavia. Mín persónulega skoðun er að það fari best á því að svo verði áfram," segir forsætisráðherra. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. 20. október 2022 15:39 Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. 16. desember 2019 15:19 Áhugi fjárfesta á Leifsstöð eykst eftir tal um einkavæðingu Forstjóri Isavia hefur fundið fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar umræðu um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. Orðinn fimmti stærsti flugvöllur Evrópu í ferðum til Norður-Ameríku og forstjórinn óttast ekki uppþot. 31. maí 2017 07:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Eftir miklu er að slægjast í rekstri flugstöðvarinnar og tengdrar flugvallarstarfsemi með tugi milljarða í tekjur á hverju ári og milljarða í hagnað. Reksturinn er það öflugur að Isavia hefur getað staðið undir tugum milljaðra lána vegna stækkunar flugstöðvarinnar og endurbóta og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli án ríkisábyrgðar undanfarin ár. Mikil uppbygging á sér stað á Keflavíkurflugvelli enda búist við mikilli fjölgun farþega á næstu árum með tilheyrandi tekjum.Vísir/Vilhelm Undantekningin var á covid árunum þegar ríkið jók hlutafé sitt í Isavia til að hægt væri að halda framkvæmdum áfram þegar tekjurnar hrundu tímabundið. Nýta þannig rólegheit á svæðinu og skapa atvinnu. Friðjón R. Friðjónsson, Björgvin Jóhannesson og Arnar Þór Jónsson varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt þingmönnunum Hildi Sverrisdóttur og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur standa að tillögunni.Grafík/Sara Þrír varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins með Friðjón R. Friðjónsson sem fyrsta flutningsmann hafa ásamt tveimur þingmönnum flokksins lagt fram þingsályktunartillögu um einkavæðingu flugstöðvarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra verði falið gera nauðsynlegar ráðstafanir svo að bjóða megi út rekstur, viðhald og uppbyggingu Isavia á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þ.m.t. rekstur verslana með tollfrjálsar vörur áflugvallarsvæðinu, starfsemi sem er í beinum tengslum við flugrekstur, rekstur flugvalla og flugstöðvar og aðra starfsemi sem nauðsynleg væri innan haftasvæðis flugverndar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að bjóða út reksturinn á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Einar Er það á dagskrá þessarar ríkisstjórnar? „Nei, það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Það er hins vegar ljóst að þingmenn ólíkra stjórnarflokka leggja fram ýmis mál um sín hugðarefni. En þetta er ekki á borði ríkisstjórnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þar hafi málið ekki einu sinni verið rætt. „Fríhöfnin hefur verið rekin af Isavia. Mín persónulega skoðun er að það fari best á því að svo verði áfram," segir forsætisráðherra.
Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. 20. október 2022 15:39 Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. 16. desember 2019 15:19 Áhugi fjárfesta á Leifsstöð eykst eftir tal um einkavæðingu Forstjóri Isavia hefur fundið fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar umræðu um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. Orðinn fimmti stærsti flugvöllur Evrópu í ferðum til Norður-Ameríku og forstjórinn óttast ekki uppþot. 31. maí 2017 07:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. 20. október 2022 15:39
Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. 16. desember 2019 15:19
Áhugi fjárfesta á Leifsstöð eykst eftir tal um einkavæðingu Forstjóri Isavia hefur fundið fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar umræðu um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. Orðinn fimmti stærsti flugvöllur Evrópu í ferðum til Norður-Ameríku og forstjórinn óttast ekki uppþot. 31. maí 2017 07:00
Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20