Umfjöllun og viðtöl: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Árni Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2022 21:04 Vísir/Diego Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. Haukar unnu sterkan sigur á ÍR í Subway deild karla í kvöld. ÍR-ingar sáu aldrei til sólar en Haukar stjórnuðu ferðinni með samhellda frammistöðu geng óskipulagði liði ÍR, sem hefur nú tapað fimm leikjum í röð í deildinni. Leikurinn byrjaði hægt og bæði liðin klikkuðu á að nýta fjölmörg tækifæri. Sóknarleikur liðana var heldur betur stífur og hittnin ekki góð en þó stóð Taylor Maurice Johns uppúr í liði gestana. Johns var allt í öllu í fyrri leikhluta og sást gera góða hluti á báðum endum vallarins, eini leikmaður ÍR sem stóð uppúr í sínum öðrum leik í deildinni. Mikið vantaði uppá gæði í fyrri hálfleik og var hittni liðana á fyrstu mínútum afleit. ÍR gekk bölvanlega að ljúka sóknum sínum þannig að Haukar gengu á lagið og þáðu töpuðu boltana og náðu í körfur. Tíu stiga múrinn var ekki rofinn hjá ÍR fyrr en það var minna en mínúta eftir af leikhlutanum. Annar leikhluti hófst á svipuðum nótum og sá fyrri en ÍR náði ekki að skora. Það bættist þó aðeins í nýtingu ÍR-inga sem náðu heldur betur að klóra í bakkann en munurinn í hálfleik var kominn niður fyrir 10 stig og var það í raun og vera ákveðin varnarsigur fyrir ÍR eftir erfitt upphaf. Það var þá von á einhverri spennu í seinni hálfleik en það varð að engu þar sem hann þróaðist svipað og sú fyrri, með ÍR að tapa boltanum og Haukar að nýta færin sín. Munurinn var kominn í 20 stig á fyrstu mínútum seinni hálfleiks og hélst hann til leikloka. Hilmar Smári Henningsson stóð uppúr í liði Hauka með 27 stig og 4 fráköst en Darwin Davis Jr. og Daniel Mortensen skiluði einnig góðri frammistöðu með 18 stig hvor. Í liði gestana voru það Taylor Maurice Johns með 26 stig og Collin Anthony Pryor með 19 stig sem stóðu uppúr í að örðru leyti látlausri frammistöðu. Mikið vantaði uppá gæði frá báðum liðunum en Haukar voru með gott tak á leiknum frá upphafi og binda þar með enda á tveggja leikja taphrynu í deildinni. Leikmenn ÍR náðu ekki að tengja saman og áttu í erfiðleikum með einfaldar sendingar, en samheldin er eitthvað sem þarf að laga ef liðið að haldast í efstu deild. Afhverju unnu Haukar? Þeir náðu upp einhverjum takti í sínum. Þeir náðu að stöðva flæði ÍR-inga sem eiga í vandræðum með liðsheildina sína og náðu að setja mörg stig eftir tapaða bolta og eftir hraðaupphlaup. ÍR náði ekki að tengja saman vörn og sókn þannig að Haukar gengu á lagið og gengu frá leiknum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða gekk mjög illa á köflum. Haukar hittu úr 40% skota sinna en ÍR ekki nema 37% sinna skota. Haukar fengu fleiri tilraunir og nýttu stig eftir sóknarfráköst mjög vel. Bestir á vellinum? Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Hauka með 27 stig. Hann fékk hjálp frá mörgum liðsfélögum sínum en ekki sömu sögu er að segja hjá ÍR. Daniel Mortenssen var með 28 framlagspunkta til dæmis. Taylor Maurice Johns var með 26 stig, 13 fráköst og fimm varin skot. Það skilaði kappanum 31 framlagspunkti en fékk litla hjálp frá sínum liðsfélögum. Hvað næst? Haukar fara í heimsókn í Njarðvíki í næstu umferð og gera tilraun til þess að sauma saman tvo sigra í röð. ÍR þarf hinsvegar að bíta í skjaldarrendur og reyna að stöðva taphrinuna sem er í gangi en eins og áður segir þá eru tapleikirnir orðnir fimm í röð. Þeir eiga heimaleik við neðsta lið Þórs og þar verður að grípa tækifærið og ná í sigur. Ísak: Það býr miklu meira í þessu liði en þetta Þjálfari ÍR, Ísak Máni Wíum, var ekki náttúrlega ekki ánægður með leik sinna manna og fann ýmislegt að honum. „Þetta var bara lélegt. Þó við séum búnir að fá á okkur mikið af stigum á tímabilinu þá reynum við nú að leggja upp með ágætis bolta. Hröðum bolta, það var ekki til staðar. Boltaflæði, það var ekki til staðar. Ég býst við að áhorfendur hafi gaman að því að horfa á menn berjast, það var ekki til staðar. Leikurinn bar þess merki og það er kannski asnalegt að afsaka sig, að hópurinn minn er búinn að vera í bullinu síðustu vikurnar. Leikmenn eru búnir að spila meiddir og veikir og ég veit ekki hvort ég þurfi að áhyggjur af baráttunni í mönnum eða einbeitingunni almennt. Það er kannskei eitthvað andlegt og að menn séu búnir að afsaka sig fyrirfram og það sé eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af í framtíðinni.“ Ísak var þá spurður að því hvort að „chemistry“ liðsins væri það helsta sem þyrfti að laga hjá ÍR. „Jú jú og svo ég sé hreinskilinn þá er það bara búið að vera erfitt því það vantar alltaf þrjá til fjóra á æfingur hjá okkur. Við náðum ekki að nýta landsleikjahléið eins og ég vildi og við verðum bara núna að sleikja sárin og ná okkur góðum því það býr miklu meira í þessu liði en þetta.“ Ísak var spurður að því hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt með sér út úr þessum leik. „Jónas [Steinarsson] gefur mér alltaf fínar mínútur þegar hann kemur inn á. Svo vissum við að við erum með góðan kana í höndunum. Kannski ekki meira en það.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvort langt væri í Luciano Masarelli sem spilaði ekki í kvöld. „Einhvern tímann sagði ég að það væri stutt í alla í viðtali. Það beit mig í rassgatið þannig að ég ætla að segja að ég hafi ekki hugmynd núna.“ Hilmar Smári: Mér fannst við stoppa flæðið þeirra vel Hilmar Smári Henningsson átti flottan leik í kvöld og endaði með 27 stig og dreif sína menn áfram þegar Haukar lögðu ÍR 93-73. Hann var spurður að því hvort það væri ekki ánægjulegt að koma til baka eftir landsleikjahlé og ná í svona öruggan sigur. „Jú heldur betur. Það er það sem allir vilja og allir voru stressaðir að menn kæmu daufir og daprir eftir hléið. Við vorum ekki að spila okkar besta leik heldur og fannst við vera daufir í byrjun og að það vantaði nokkra hluti í byrjun en geggjað að byrja á sigri.“ Hilmar var spurður að því hvað hans menn gerðu vel. „Mér fannst við stoppa flæðið þeirra vel. Í fyrri hálfleik þá komu flest allar körfurnar eftir einn á einn frá góðum leikmönnum þeirra. Þetta er hörkulið með góða leikmenn en við náðum að drepa flæðið þeirra og mér fannst þeir ekki ná að sveifla boltanum mikið og við náðum að láta boltann ganga inn og út úr teignum. Þetta tvennt var jákvæðast í kvöld.“ Það hlýtur líka að vera jákvætt að vera loksins með heilan hóp og geta beitt honum. „Já 100%. Darwin er að koma til baka eftir hundleiðinleg meiðsli. Þetta er frábært skref og ég fullyrði það að hann verður bara betri en þetta.“ Haukar hljóta að vera bjartsýnir með framhaldið eftir þennan leik. „Já, eins og við töluðum um fyrir tímabilið þá höfum við fulla trú á því sem við gerum og stefnum eins hátt og við getum.“ Subway-deild karla Haukar ÍR
Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. Haukar unnu sterkan sigur á ÍR í Subway deild karla í kvöld. ÍR-ingar sáu aldrei til sólar en Haukar stjórnuðu ferðinni með samhellda frammistöðu geng óskipulagði liði ÍR, sem hefur nú tapað fimm leikjum í röð í deildinni. Leikurinn byrjaði hægt og bæði liðin klikkuðu á að nýta fjölmörg tækifæri. Sóknarleikur liðana var heldur betur stífur og hittnin ekki góð en þó stóð Taylor Maurice Johns uppúr í liði gestana. Johns var allt í öllu í fyrri leikhluta og sást gera góða hluti á báðum endum vallarins, eini leikmaður ÍR sem stóð uppúr í sínum öðrum leik í deildinni. Mikið vantaði uppá gæði í fyrri hálfleik og var hittni liðana á fyrstu mínútum afleit. ÍR gekk bölvanlega að ljúka sóknum sínum þannig að Haukar gengu á lagið og þáðu töpuðu boltana og náðu í körfur. Tíu stiga múrinn var ekki rofinn hjá ÍR fyrr en það var minna en mínúta eftir af leikhlutanum. Annar leikhluti hófst á svipuðum nótum og sá fyrri en ÍR náði ekki að skora. Það bættist þó aðeins í nýtingu ÍR-inga sem náðu heldur betur að klóra í bakkann en munurinn í hálfleik var kominn niður fyrir 10 stig og var það í raun og vera ákveðin varnarsigur fyrir ÍR eftir erfitt upphaf. Það var þá von á einhverri spennu í seinni hálfleik en það varð að engu þar sem hann þróaðist svipað og sú fyrri, með ÍR að tapa boltanum og Haukar að nýta færin sín. Munurinn var kominn í 20 stig á fyrstu mínútum seinni hálfleiks og hélst hann til leikloka. Hilmar Smári Henningsson stóð uppúr í liði Hauka með 27 stig og 4 fráköst en Darwin Davis Jr. og Daniel Mortensen skiluði einnig góðri frammistöðu með 18 stig hvor. Í liði gestana voru það Taylor Maurice Johns með 26 stig og Collin Anthony Pryor með 19 stig sem stóðu uppúr í að örðru leyti látlausri frammistöðu. Mikið vantaði uppá gæði frá báðum liðunum en Haukar voru með gott tak á leiknum frá upphafi og binda þar með enda á tveggja leikja taphrynu í deildinni. Leikmenn ÍR náðu ekki að tengja saman og áttu í erfiðleikum með einfaldar sendingar, en samheldin er eitthvað sem þarf að laga ef liðið að haldast í efstu deild. Afhverju unnu Haukar? Þeir náðu upp einhverjum takti í sínum. Þeir náðu að stöðva flæði ÍR-inga sem eiga í vandræðum með liðsheildina sína og náðu að setja mörg stig eftir tapaða bolta og eftir hraðaupphlaup. ÍR náði ekki að tengja saman vörn og sókn þannig að Haukar gengu á lagið og gengu frá leiknum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða gekk mjög illa á köflum. Haukar hittu úr 40% skota sinna en ÍR ekki nema 37% sinna skota. Haukar fengu fleiri tilraunir og nýttu stig eftir sóknarfráköst mjög vel. Bestir á vellinum? Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Hauka með 27 stig. Hann fékk hjálp frá mörgum liðsfélögum sínum en ekki sömu sögu er að segja hjá ÍR. Daniel Mortenssen var með 28 framlagspunkta til dæmis. Taylor Maurice Johns var með 26 stig, 13 fráköst og fimm varin skot. Það skilaði kappanum 31 framlagspunkti en fékk litla hjálp frá sínum liðsfélögum. Hvað næst? Haukar fara í heimsókn í Njarðvíki í næstu umferð og gera tilraun til þess að sauma saman tvo sigra í röð. ÍR þarf hinsvegar að bíta í skjaldarrendur og reyna að stöðva taphrinuna sem er í gangi en eins og áður segir þá eru tapleikirnir orðnir fimm í röð. Þeir eiga heimaleik við neðsta lið Þórs og þar verður að grípa tækifærið og ná í sigur. Ísak: Það býr miklu meira í þessu liði en þetta Þjálfari ÍR, Ísak Máni Wíum, var ekki náttúrlega ekki ánægður með leik sinna manna og fann ýmislegt að honum. „Þetta var bara lélegt. Þó við séum búnir að fá á okkur mikið af stigum á tímabilinu þá reynum við nú að leggja upp með ágætis bolta. Hröðum bolta, það var ekki til staðar. Boltaflæði, það var ekki til staðar. Ég býst við að áhorfendur hafi gaman að því að horfa á menn berjast, það var ekki til staðar. Leikurinn bar þess merki og það er kannski asnalegt að afsaka sig, að hópurinn minn er búinn að vera í bullinu síðustu vikurnar. Leikmenn eru búnir að spila meiddir og veikir og ég veit ekki hvort ég þurfi að áhyggjur af baráttunni í mönnum eða einbeitingunni almennt. Það er kannskei eitthvað andlegt og að menn séu búnir að afsaka sig fyrirfram og það sé eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af í framtíðinni.“ Ísak var þá spurður að því hvort að „chemistry“ liðsins væri það helsta sem þyrfti að laga hjá ÍR. „Jú jú og svo ég sé hreinskilinn þá er það bara búið að vera erfitt því það vantar alltaf þrjá til fjóra á æfingur hjá okkur. Við náðum ekki að nýta landsleikjahléið eins og ég vildi og við verðum bara núna að sleikja sárin og ná okkur góðum því það býr miklu meira í þessu liði en þetta.“ Ísak var spurður að því hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt með sér út úr þessum leik. „Jónas [Steinarsson] gefur mér alltaf fínar mínútur þegar hann kemur inn á. Svo vissum við að við erum með góðan kana í höndunum. Kannski ekki meira en það.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvort langt væri í Luciano Masarelli sem spilaði ekki í kvöld. „Einhvern tímann sagði ég að það væri stutt í alla í viðtali. Það beit mig í rassgatið þannig að ég ætla að segja að ég hafi ekki hugmynd núna.“ Hilmar Smári: Mér fannst við stoppa flæðið þeirra vel Hilmar Smári Henningsson átti flottan leik í kvöld og endaði með 27 stig og dreif sína menn áfram þegar Haukar lögðu ÍR 93-73. Hann var spurður að því hvort það væri ekki ánægjulegt að koma til baka eftir landsleikjahlé og ná í svona öruggan sigur. „Jú heldur betur. Það er það sem allir vilja og allir voru stressaðir að menn kæmu daufir og daprir eftir hléið. Við vorum ekki að spila okkar besta leik heldur og fannst við vera daufir í byrjun og að það vantaði nokkra hluti í byrjun en geggjað að byrja á sigri.“ Hilmar var spurður að því hvað hans menn gerðu vel. „Mér fannst við stoppa flæðið þeirra vel. Í fyrri hálfleik þá komu flest allar körfurnar eftir einn á einn frá góðum leikmönnum þeirra. Þetta er hörkulið með góða leikmenn en við náðum að drepa flæðið þeirra og mér fannst þeir ekki ná að sveifla boltanum mikið og við náðum að láta boltann ganga inn og út úr teignum. Þetta tvennt var jákvæðast í kvöld.“ Það hlýtur líka að vera jákvætt að vera loksins með heilan hóp og geta beitt honum. „Já 100%. Darwin er að koma til baka eftir hundleiðinleg meiðsli. Þetta er frábært skref og ég fullyrði það að hann verður bara betri en þetta.“ Haukar hljóta að vera bjartsýnir með framhaldið eftir þennan leik. „Já, eins og við töluðum um fyrir tímabilið þá höfum við fulla trú á því sem við gerum og stefnum eins hátt og við getum.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti