55 barna móðir lét myrða eiginmann sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. nóvember 2022 16:30 Flordelis dos Santos de Souza Söngkona, leikkona, prestur, þingmaður og 55 barna móðir í Brasilíu hefur verið dæmd til 50 ára fangelsisvistar fyrir að fá tvo syni sína til að myrða eiginmann sinn. Eins og ósvikin suður-amerísk sápuópera Sagan um Flordelis dos Santos de Souza inniheldur allt sem alvöru suður-amerísk sápuópera þarf til að bera: Ást og hatur, völd, peninga, kynlíf, stjórnmál trúmál og morð. Og söguhetju sem fór frá því að vera þjóðhetja til þess að verða fyrirlitið morðkvendi. Og undir öllu dramanu hljómar svo innblásin gospel-tónlist. Þjóðhetja fyrir að bjarga fátækum börnum Flordelis fæddist í Río de Janeiro í Brasilíu fyrir rúmlega 60 árum. Á 10. áratugnum varð hún að þjóðhetju fyrir að bjarga og ættleiða fátæk börn sem sluppu þar með undan alræmdum fjöldamorðum lögreglunnar á fátækum heimilislausum börnum. Hún endaði með að ættleiða 51 barn, að auki á hún sjálf 4 börn. Um svipað leyti varð kornungur piltur ástfanginn af Flordelis og þau giftust þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Anderson do Carmo gekk börnunum í föðurstað og hjónin hófu að byggja upp veldi sitt. Þau stofnuðu kirkju; Flordelis-kirkjuna, þar sem þau boðuðu fagnaðarerindið af mikilli sannfæringu, gospel-kór sem Flordelis stjórnaði og gaf út 10 plötur og árið 2009 var gerð kvikmynd sem byggði á ævi hennar. Flordelis lék þar aðalhlutverkið, en fleiri tilboð um leik í kvikmyndum hefur hún ekki fengið. Kjörin á brasilíska þingið Árið 2019 var hún kjörin á brasilíska þingið, hún var dyggur stuðningsmaður Bolsonaro, fráfarandi forseta. Sex mánuðum síðar var eiginmaður hennar myrtur, hann var skotinn 30 skotum, flest í kynfærin. Grunur beindist fljótt að eiginkonunni og eftir mikið japl, jaml og fuður féllst þingheimur á að svipta hana þinghelgi svo unnt yrði að rétta yfir henni. Börnin bjuggu við misjafnt atlæti Mörg barna hennar báru vitni við réttarhöldin. Ein dætra hennar sagði að glansmyndin út á við hefði verið fjarri öllum veruleika. Sum barnanna hefðu alla tíð fengið góða meðferð, önnur voru afskipt og lítt elskuð. Það endurspeglaðist í vitnisburði þeirra; sum vörðu móður sína, önnur áfelltust hana og studdu ásakanir ákæruvaldsins. Flordelis var um síðustu helgi dæmd í 50 ára fangelsi fyrir að hafa fengið tvo syni sína til að skjóta Anderson, þeir fengu vægari dóma. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu, og grét sáran drjúgan hluta réttarhaldanna. Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Eins og ósvikin suður-amerísk sápuópera Sagan um Flordelis dos Santos de Souza inniheldur allt sem alvöru suður-amerísk sápuópera þarf til að bera: Ást og hatur, völd, peninga, kynlíf, stjórnmál trúmál og morð. Og söguhetju sem fór frá því að vera þjóðhetja til þess að verða fyrirlitið morðkvendi. Og undir öllu dramanu hljómar svo innblásin gospel-tónlist. Þjóðhetja fyrir að bjarga fátækum börnum Flordelis fæddist í Río de Janeiro í Brasilíu fyrir rúmlega 60 árum. Á 10. áratugnum varð hún að þjóðhetju fyrir að bjarga og ættleiða fátæk börn sem sluppu þar með undan alræmdum fjöldamorðum lögreglunnar á fátækum heimilislausum börnum. Hún endaði með að ættleiða 51 barn, að auki á hún sjálf 4 börn. Um svipað leyti varð kornungur piltur ástfanginn af Flordelis og þau giftust þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Anderson do Carmo gekk börnunum í föðurstað og hjónin hófu að byggja upp veldi sitt. Þau stofnuðu kirkju; Flordelis-kirkjuna, þar sem þau boðuðu fagnaðarerindið af mikilli sannfæringu, gospel-kór sem Flordelis stjórnaði og gaf út 10 plötur og árið 2009 var gerð kvikmynd sem byggði á ævi hennar. Flordelis lék þar aðalhlutverkið, en fleiri tilboð um leik í kvikmyndum hefur hún ekki fengið. Kjörin á brasilíska þingið Árið 2019 var hún kjörin á brasilíska þingið, hún var dyggur stuðningsmaður Bolsonaro, fráfarandi forseta. Sex mánuðum síðar var eiginmaður hennar myrtur, hann var skotinn 30 skotum, flest í kynfærin. Grunur beindist fljótt að eiginkonunni og eftir mikið japl, jaml og fuður féllst þingheimur á að svipta hana þinghelgi svo unnt yrði að rétta yfir henni. Börnin bjuggu við misjafnt atlæti Mörg barna hennar báru vitni við réttarhöldin. Ein dætra hennar sagði að glansmyndin út á við hefði verið fjarri öllum veruleika. Sum barnanna hefðu alla tíð fengið góða meðferð, önnur voru afskipt og lítt elskuð. Það endurspeglaðist í vitnisburði þeirra; sum vörðu móður sína, önnur áfelltust hana og studdu ásakanir ákæruvaldsins. Flordelis var um síðustu helgi dæmd í 50 ára fangelsi fyrir að hafa fengið tvo syni sína til að skjóta Anderson, þeir fengu vægari dóma. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu, og grét sáran drjúgan hluta réttarhaldanna.
Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira