Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2022 12:31 Á einum tímapunkti í þriðja leikhluta voru óvart fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar, í bikarleiknum gegn Haukum. Skjáskot/RÚV Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. Haukar kærðu úrslitin eftir tap gegn Tindastóli í VÍS-bikar karla í körfubolta eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í leiknum, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Hámarkið er þrír erlendir leikmenn, samkvæmt reglum sem tóku gildi í sumar. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi Haukum í vil, 20-0 sigur, en Tindastóll hefur frest fram á næsta þriðjudag til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ. Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði við Vísi í vikunni að markmiðið með því að kæra úrslitin hefði ekki verið að Haukar kæmust áfram í bikarnum, heldur að laga „stranga og meingallaða“ reglugerð. Bragi, líkt og fleiri, telur að milda þurfi viðurlögin við því að óvart séu fjórir erlendir leikmenn inná í sama liði en Hannes segir það ekki einfalt mál. „Í fyrsta lagi er aldrei hægt að breyta reglum afturvirkt, það er alveg á hreinu. Það er dómur fallinn hjá aga- og úrskurðanefnd, samkvæmt kröfu Hauka um að vinna 20-0. Varðandi breytingu á reglugerð virðast engir annmarkar á reglugerðinni sem slíkri, samkvæmt dómnum. Það sem menn eru að horfa til er hvort breyta þurfi viðurlögunum. Að þau séu of ströng,“ segir Hannes og hefur það mál verið til umræðu hjá stjórn KKÍ. Málið rætt á stjórnarfundum „Stjórnin ræddi þetta á síðasta stjórnarfundi í byrjun nóvember og við munum halda áfram að fara yfir alla vinkla í þessu á næsta fundi í byrjun desember. Við höfum látið viðkomandi félög vita af því. Við munum taka þessa reglugerð aftur fyrir og ræða þetta. En reglugerðum er ekki bara breytt með einu pennastriki á 2-3 dögum. Ég er ekki að segja að einhverju verði breytt en við ræddum þetta á síðasta fundi og ákváðum að ræða þetta frekar á næsta fundi, aðallega út frá viðurlögunum,“ segir Hannes. Stjórnin geti alltaf breytt reglum og ekki þurfi kærur til Hannes segir ekki hafa verið þörf á því fyrir Hauka að kæra úrslitin hafi þeir aðeins viljað að stjórn KKÍ breytti reglunum. Það sé í raun ótengt mál enda er það í höndum stjórnar að breyta reglunum en í höndum sjálfstæðs aðila, aga- og úrskurðarnefndar, að taka kæruna fyrir. „Stjórnin getur alltaf endurskoðað reglugerðir telji hún þess þurfa og það þarf engar kærur til þess. Stjórnin er með reglugerðarvald á milli þinga, eins og til dæmis þegar reglunni um erlenda leikmenn var breytt í vor að beiðni félaganna. Það kom engin beiðni frá þeim um hvernig ætti að breyta henni, aðeins að það yrði farið í 3+2, og stjórnin fór svo í þessa vinnu.“ Ekki hægt að endurtaka leikinn Sömuleiðis segir Hannes ekki inni í myndinni að leikur Hauka og Tindastóls verði endurtekinn, eins og formaður Hauka kallaði eftir. „Það er ekki hægt. KKÍ getur ekki tekið ákvörðun um það. Haukar hefðu þá þurft að hafa það sem eina af kröfum sínum í kærunni. KKÍ getur ekkert gert núna, það er bara búið að dæma leikinn 20-0. KKÍ getur ekki bara valið leik og breytt úrslitum í honum. Við erum með okkar dómstig, aga- og úrskurðarnefnd og áfrýjunardómstól, sem eru algjörlega óháð KKÍ. Ég hef til dæmis engin samskipti átt við aga- og úrskurðarnefnd og mun ekki eiga.“ Þarf mjög sterk rök til að breyta Reglurnar um erlenda leikmenn, og sérstaklega viðurlög við brotum á þeim, hafa verið mikið til umræðu en munu að óbreyttu haldast þær sömu út keppnistímabilið þó að Hannes útiloki ekki breytingar eins og fyrr segir. „En það er alla vega mjög erfitt að breyta reglugerð inni í miðri keppni. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir því. Þessi mál verða örugglega til umræðu á þinginu okkar í lok mars,“ segir Hannes og bætir við að ekki sé ákjósanlegt að breyta reglum í miðri keppni. „Það er hægt en við viljum helst ekki breyta reglugerð í miðri keppni. Við höfum aldrei breytt reglugerðum inni í miðri keppni en ef menn komast að niðurstöðu um að þess þurfi þá gerum við það, en það þarf að vinna það vel og örugglega.“ Hvernig á dómari að fylgjast með þessu? Hannes segir að lausnir á borð við þá að dómarar sjái um að fylgjast með fjölda erlenda leikmanna hverju sinni, og að dæmd sé til dæmis tæknivilla fyrir brot á reglunum, séu óraunhæfar: „Hvernig á það að vera í framkvæmd? Hvernig ætlum við að vita hverjir eru útlendingar og hverjir ekki? Hvernig á dómarinn að fylgjast með því að þessu sé fylgt eftir, þegar leikurinn er í fullum gangi? Það er ekki hægt að setja þetta í hendurnar á dómurum,“ segir Hannes. En hvað þá með starfsfólkið á ritaraborði, gæti það fylgst með fjölda erlendra leikmanna? „Þá ertu farinn að setja ansi mikla ábyrgð á þau sem eru á ritaraborðinu, fólk í sjálfboðavinnu, og viljum við leggja þetta á þau?“ Subway-deild karla Körfubolti Haukar Tindastóll Tengdar fréttir Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. 15. nóvember 2022 18:22 Brynjar segir KKÍ vera ákvörðunarfælið samband og vill sjá nýtt fólk í forystu Stjórn Körfuknattleiksambands Íslands var meðal þessa sem var til umræðu í nýjustu Framlengingunni í Körfuboltakvöldi en þar voru nokkur hitamál tekin fyrir. 8. nóvember 2022 10:00 Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. 31. október 2022 12:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Haukar kærðu úrslitin eftir tap gegn Tindastóli í VÍS-bikar karla í körfubolta eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í leiknum, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Hámarkið er þrír erlendir leikmenn, samkvæmt reglum sem tóku gildi í sumar. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi Haukum í vil, 20-0 sigur, en Tindastóll hefur frest fram á næsta þriðjudag til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ. Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði við Vísi í vikunni að markmiðið með því að kæra úrslitin hefði ekki verið að Haukar kæmust áfram í bikarnum, heldur að laga „stranga og meingallaða“ reglugerð. Bragi, líkt og fleiri, telur að milda þurfi viðurlögin við því að óvart séu fjórir erlendir leikmenn inná í sama liði en Hannes segir það ekki einfalt mál. „Í fyrsta lagi er aldrei hægt að breyta reglum afturvirkt, það er alveg á hreinu. Það er dómur fallinn hjá aga- og úrskurðanefnd, samkvæmt kröfu Hauka um að vinna 20-0. Varðandi breytingu á reglugerð virðast engir annmarkar á reglugerðinni sem slíkri, samkvæmt dómnum. Það sem menn eru að horfa til er hvort breyta þurfi viðurlögunum. Að þau séu of ströng,“ segir Hannes og hefur það mál verið til umræðu hjá stjórn KKÍ. Málið rætt á stjórnarfundum „Stjórnin ræddi þetta á síðasta stjórnarfundi í byrjun nóvember og við munum halda áfram að fara yfir alla vinkla í þessu á næsta fundi í byrjun desember. Við höfum látið viðkomandi félög vita af því. Við munum taka þessa reglugerð aftur fyrir og ræða þetta. En reglugerðum er ekki bara breytt með einu pennastriki á 2-3 dögum. Ég er ekki að segja að einhverju verði breytt en við ræddum þetta á síðasta fundi og ákváðum að ræða þetta frekar á næsta fundi, aðallega út frá viðurlögunum,“ segir Hannes. Stjórnin geti alltaf breytt reglum og ekki þurfi kærur til Hannes segir ekki hafa verið þörf á því fyrir Hauka að kæra úrslitin hafi þeir aðeins viljað að stjórn KKÍ breytti reglunum. Það sé í raun ótengt mál enda er það í höndum stjórnar að breyta reglunum en í höndum sjálfstæðs aðila, aga- og úrskurðarnefndar, að taka kæruna fyrir. „Stjórnin getur alltaf endurskoðað reglugerðir telji hún þess þurfa og það þarf engar kærur til þess. Stjórnin er með reglugerðarvald á milli þinga, eins og til dæmis þegar reglunni um erlenda leikmenn var breytt í vor að beiðni félaganna. Það kom engin beiðni frá þeim um hvernig ætti að breyta henni, aðeins að það yrði farið í 3+2, og stjórnin fór svo í þessa vinnu.“ Ekki hægt að endurtaka leikinn Sömuleiðis segir Hannes ekki inni í myndinni að leikur Hauka og Tindastóls verði endurtekinn, eins og formaður Hauka kallaði eftir. „Það er ekki hægt. KKÍ getur ekki tekið ákvörðun um það. Haukar hefðu þá þurft að hafa það sem eina af kröfum sínum í kærunni. KKÍ getur ekkert gert núna, það er bara búið að dæma leikinn 20-0. KKÍ getur ekki bara valið leik og breytt úrslitum í honum. Við erum með okkar dómstig, aga- og úrskurðarnefnd og áfrýjunardómstól, sem eru algjörlega óháð KKÍ. Ég hef til dæmis engin samskipti átt við aga- og úrskurðarnefnd og mun ekki eiga.“ Þarf mjög sterk rök til að breyta Reglurnar um erlenda leikmenn, og sérstaklega viðurlög við brotum á þeim, hafa verið mikið til umræðu en munu að óbreyttu haldast þær sömu út keppnistímabilið þó að Hannes útiloki ekki breytingar eins og fyrr segir. „En það er alla vega mjög erfitt að breyta reglugerð inni í miðri keppni. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir því. Þessi mál verða örugglega til umræðu á þinginu okkar í lok mars,“ segir Hannes og bætir við að ekki sé ákjósanlegt að breyta reglum í miðri keppni. „Það er hægt en við viljum helst ekki breyta reglugerð í miðri keppni. Við höfum aldrei breytt reglugerðum inni í miðri keppni en ef menn komast að niðurstöðu um að þess þurfi þá gerum við það, en það þarf að vinna það vel og örugglega.“ Hvernig á dómari að fylgjast með þessu? Hannes segir að lausnir á borð við þá að dómarar sjái um að fylgjast með fjölda erlenda leikmanna hverju sinni, og að dæmd sé til dæmis tæknivilla fyrir brot á reglunum, séu óraunhæfar: „Hvernig á það að vera í framkvæmd? Hvernig ætlum við að vita hverjir eru útlendingar og hverjir ekki? Hvernig á dómarinn að fylgjast með því að þessu sé fylgt eftir, þegar leikurinn er í fullum gangi? Það er ekki hægt að setja þetta í hendurnar á dómurum,“ segir Hannes. En hvað þá með starfsfólkið á ritaraborði, gæti það fylgst með fjölda erlendra leikmanna? „Þá ertu farinn að setja ansi mikla ábyrgð á þau sem eru á ritaraborðinu, fólk í sjálfboðavinnu, og viljum við leggja þetta á þau?“
Subway-deild karla Körfubolti Haukar Tindastóll Tengdar fréttir Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. 15. nóvember 2022 18:22 Brynjar segir KKÍ vera ákvörðunarfælið samband og vill sjá nýtt fólk í forystu Stjórn Körfuknattleiksambands Íslands var meðal þessa sem var til umræðu í nýjustu Framlengingunni í Körfuboltakvöldi en þar voru nokkur hitamál tekin fyrir. 8. nóvember 2022 10:00 Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. 31. október 2022 12:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. 15. nóvember 2022 18:22
Brynjar segir KKÍ vera ákvörðunarfælið samband og vill sjá nýtt fólk í forystu Stjórn Körfuknattleiksambands Íslands var meðal þessa sem var til umræðu í nýjustu Framlengingunni í Körfuboltakvöldi en þar voru nokkur hitamál tekin fyrir. 8. nóvember 2022 10:00
Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. 31. október 2022 12:00