Innherji

Áform ráðherra leið­i til þess að frum­kvöðl­ar stofn­i fyr­ir­tæk­i er­lend­is

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að tilefni frumvarpsins sé að bregðast við þeirri alþjóðlegu þróun sem orðið hefur á undanförnum árum þar sem fjöldi ríkja innan OECD hafi sett heildstæða lagaumgjörð um fjárfestingar í mikilvægum innviðum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að tilefni frumvarpsins sé að bregðast við þeirri alþjóðlegu þróun sem orðið hefur á undanförnum árum þar sem fjöldi ríkja innan OECD hafi sett heildstæða lagaumgjörð um fjárfestingar í mikilvægum innviðum. VÍSIR/VILHELM

Margir af máttarstólpum nýsköpunargeirans telja að ef lagafrumvarp um innleiðingu á rýni á erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis verði að lögum í óbreyttri mynd muni íslenskir frumkvöðlar í auknum mæli kjósa að stofna fyrirtæki erlendis um starfsemina til að komast hjá íþyngjandi áhrifum þess. Frumkvöðlar og fjárfestar í nýsköpun telja að frumvarpið muni hafa „verulega íþyngjandi áhrif á íslensk nýsköpunarfyrirtæki“ og dragi úr möguleikum þess að verða sér úti um alþjóðlegt fjármagn en lítið sé um sérhæfða fjárfesta sökum smæðar landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×