Margir voru farnir að bíða spenntir eftir klassískum snjóleik í Buffalo um helgina en NFL-deildin ákvað hins vegar að flýja snjóinn og færa leikinn.
Due to weather forecasted in Buffalo, Sunday s game between the Browns and Bills has been moved to Ford Field in Detroit.
— NFL (@NFL) November 17, 2022
: #CLEvsBUF -- Sunday 1pm ET on CBS
: Stream on NFL+ pic.twitter.com/qePG1IvsaN
Leikur Buffalo Bills og Cleveland Browns átti að fara fram í Buffalo en mjög slæm veðurspá verður til þess að leikurinn verður spilaður í Detriot.
Það er ekki langt til Detriot en þar ver Ford Field alla fyrir veðri og vindum því hann er yfirbyggður.
Það hafa nokkrum sinnum farið fram leikir í mikilli snjókomu í Buffalo en þar verður snjókoman oft mikil við ákveðin skilyrði þökk sé áhrifum frá Erie-vatni.
Það er búist við snjókomu upp á fimm fet, einn og hálfur metri, í Buffalo þar til á sunnudaginn þegar leikurinn fer fram.
Leikvangurinn í Buffalo er ekki yfirbyggður og því verður þar allt á kafi í snjó.
Það er ekki bara snjórinn sem yrði til vandræða því einnig er spáð miklum vindi og jafnvel þrumuveðri á þeim tíma sem leikurinn átti að fara fram.
Buffalo Bills verður því að sætta sig við að missa þennan heimaleik sinn.
Why does the snow forecast in Buffalo look like the Bills logo?
— NFL (@NFL) November 17, 2022
(via @US_Stormwatch, h/t @SabresAfterDark) pic.twitter.com/yZm006ksCb
Remember this wild OT snow game in Buffalo.
— NFL (@NFL) November 17, 2022
: #CLEvsBUF -- Sunday 1pm ET on CBS
: Stream on NFL+ pic.twitter.com/VrSpgXSk6a