Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2022 18:47 Þingheimur klappaði vel og lengi fyrir Nancy Pelosi eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði að stíga til hliðar úr forystu Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. AP/Carolyn Kaster Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. „Ég sækist ekki eftir endurkjöri í forystu Demókrataflokksins á næsta þingi. Fyrir mér er stundin runnin upp fyrir nýja kynslóð að taka við þingflokki demókrata sem mér er svo annt um,“ sagði Pelosi í ræðu í fulltrúadeildinni í dag og hlaut standandi lófatak. "The hour has come for a new generation to lead the Democratic caucus that I so deeply respect," Speaker Nancy Pelosi, the face of House Democrats for two decades, said on Thursday while announcing that she will step down from leadership. https://t.co/94ifSO0AGP pic.twitter.com/3X8DwhoctV— The New York Times (@nytimes) November 17, 2022 Pelosi, sem er 82 ára gömul, ætlar að sitja áfram sem þingmaður en hún var endurkjörin í þingkosningunum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Demókratar misstu meirihluta sinn í fulltrúadeildinni en héldu velli í öldungadeildinni. Nýtt þing kemur saman í janúar. Mögulegur arftaki hennar sem leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni hefur verið nefndur Hakeem Jeffries, þingmaður flokksins frá New York. Hann ætti þá möguleika á að verði fyrsti blökkumaðurinn til að verða forseti fulltrúadeildarinnar. Fyrsti kvenleiðtoginn, þingflokksformaðurinn og forsetinn Þingferill Pelosi markaði tímamót á margan hátt. Hún var fyrst kjörin á þing fyrir San Francisco í Kaliforníu árið 1987 og var kjörin þingflokksformaður árið 2002. Ári síðar varð hún leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni. Hún var fyrsta konan til að verða þingflokksformaður og flokksleiðtogi í sögu Bandaríkjaþings. Þegar demókratar unnu sigur í þingkosningum á miðju seinna kjörtímabili repúblikanans Georges W. Bush árið 2006 varð Pelosi fyrsta konan til að verma sæti forseta fulltrúadeildarinnar árið 2007. Demókratar töpuðu meirihlutanum í kosningunum 2010 en þegar þeir endurheimtu hann árið 2018 varð Pelosi aftur forseti deildarinnar. When I think of Nancy Pelosi, I think of dignity. History will note her as the most consequential Speaker of the House of Representatives in history she is first, last, and always for the people. America owes her a debt of gratitude for her service, patriotism, and dignity. pic.twitter.com/U2xvEVC1E5— President Biden (@POTUS) November 17, 2022 Sem forseti fulltrúadeildarinnar kom Pelosi meðal annars í gegn sjúkratryggingarlögum Baracks Obama, þáverandi forseta, sem hafa gjarnan verið kennd við hann. Þá hafði hún umsjón með því þegar Donald Trump, fyrrverandi forseti, var í tvígang kærður fyrir embættisbrot. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tísti að sagan ætti eftir að minnast Pelosi sem eins áhrifamesta forseta fulltrúadeildarinnar. „Bandaríkin standa í þakkarskuld við hana fyrir þjónustu hennar, föðurlandsást og reisn,“ sagði forsetinn. Nýlega var brotist inn á heimili Pelosi í San Francisco og eiginmaður hennar, Paul, barinn í höfuðið með hamri. Paul Pelosi sagði lögreglu að árásarmaðurinn hefði öskrað „Hvar er Nancy?“. Árásarmaðurinn er sagður hafa aðhyllst ýmis konar samsæriskenningar sem hafa grasserað á hægri væng bandarískra stjórnmála. Fjöldi repúblikana brást við fréttunum með því að hæðast að árásinni eða gera lítið úr henni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
„Ég sækist ekki eftir endurkjöri í forystu Demókrataflokksins á næsta þingi. Fyrir mér er stundin runnin upp fyrir nýja kynslóð að taka við þingflokki demókrata sem mér er svo annt um,“ sagði Pelosi í ræðu í fulltrúadeildinni í dag og hlaut standandi lófatak. "The hour has come for a new generation to lead the Democratic caucus that I so deeply respect," Speaker Nancy Pelosi, the face of House Democrats for two decades, said on Thursday while announcing that she will step down from leadership. https://t.co/94ifSO0AGP pic.twitter.com/3X8DwhoctV— The New York Times (@nytimes) November 17, 2022 Pelosi, sem er 82 ára gömul, ætlar að sitja áfram sem þingmaður en hún var endurkjörin í þingkosningunum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Demókratar misstu meirihluta sinn í fulltrúadeildinni en héldu velli í öldungadeildinni. Nýtt þing kemur saman í janúar. Mögulegur arftaki hennar sem leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni hefur verið nefndur Hakeem Jeffries, þingmaður flokksins frá New York. Hann ætti þá möguleika á að verði fyrsti blökkumaðurinn til að verða forseti fulltrúadeildarinnar. Fyrsti kvenleiðtoginn, þingflokksformaðurinn og forsetinn Þingferill Pelosi markaði tímamót á margan hátt. Hún var fyrst kjörin á þing fyrir San Francisco í Kaliforníu árið 1987 og var kjörin þingflokksformaður árið 2002. Ári síðar varð hún leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni. Hún var fyrsta konan til að verða þingflokksformaður og flokksleiðtogi í sögu Bandaríkjaþings. Þegar demókratar unnu sigur í þingkosningum á miðju seinna kjörtímabili repúblikanans Georges W. Bush árið 2006 varð Pelosi fyrsta konan til að verma sæti forseta fulltrúadeildarinnar árið 2007. Demókratar töpuðu meirihlutanum í kosningunum 2010 en þegar þeir endurheimtu hann árið 2018 varð Pelosi aftur forseti deildarinnar. When I think of Nancy Pelosi, I think of dignity. History will note her as the most consequential Speaker of the House of Representatives in history she is first, last, and always for the people. America owes her a debt of gratitude for her service, patriotism, and dignity. pic.twitter.com/U2xvEVC1E5— President Biden (@POTUS) November 17, 2022 Sem forseti fulltrúadeildarinnar kom Pelosi meðal annars í gegn sjúkratryggingarlögum Baracks Obama, þáverandi forseta, sem hafa gjarnan verið kennd við hann. Þá hafði hún umsjón með því þegar Donald Trump, fyrrverandi forseti, var í tvígang kærður fyrir embættisbrot. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tísti að sagan ætti eftir að minnast Pelosi sem eins áhrifamesta forseta fulltrúadeildarinnar. „Bandaríkin standa í þakkarskuld við hana fyrir þjónustu hennar, föðurlandsást og reisn,“ sagði forsetinn. Nýlega var brotist inn á heimili Pelosi í San Francisco og eiginmaður hennar, Paul, barinn í höfuðið með hamri. Paul Pelosi sagði lögreglu að árásarmaðurinn hefði öskrað „Hvar er Nancy?“. Árásarmaðurinn er sagður hafa aðhyllst ýmis konar samsæriskenningar sem hafa grasserað á hægri væng bandarískra stjórnmála. Fjöldi repúblikana brást við fréttunum með því að hæðast að árásinni eða gera lítið úr henni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira