Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Napóleonsskjölin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:01 Frá tökustað á Napóleonsskjölunum. Juliette Rowland Lífið á Vísi frumsýnir í dag fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Napóleonsskjölin. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Arnald Indriðason og verður frumsýnd í lok janúar á næsta ári. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er nú loks komið að því að birta fyrsta sýnishornið úr myndinni, sem gefur smjörþefinn af því sem áhorfendur eiga von á. Leikstjóri myndarinnar er Óskar Þór Axelsson en fyrri myndir hans eru Svartur á Leik og Ég man þig sem báðar nutu mikilla vinsælda. Með aðalhlutverk fara Vivian Ólafsdóttir (Leynilögga), Jack Fox (Riviera), Iain Glen (Game of Thrones), Ólafur Darri Ólafsson, Adesuwa Oni (The Witcher), Annette Badland (Ted Lasso), Atli Óskar Fjalarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Sýnishornið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fyrsta stiklan úr Napóleonsskjölunum Leyndardómar flugvélaflaksins Myndin segir frá Kristínu, metnaðarfullum lögfræðingi sem dregst inn í óvænta atburðarás þegar bróðir hennar rambar fram á flugvélaflak úr seinni heimsstyrjöldinni uppi á Vatnajökli. Kristín og háskólaprófesssorinn Simon Rush þurfa á öllu sínu að halda til þess að komast undan valdamiklum aðilum sem svífast einskis til þess að komast yfir leyndardóminn sem flugvélaflakið geymir. Stilla úr kvikmyndinni Napóleonsskjölin.Sagafilm Sagafilm framleiðir myndina í samstarfi við þýska fyrirtækið Splendid Films en Beta Cinema sér um alþjóðlega dreifingu sem hefur farið vel af stað samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm. Með dreifingu innanlands fer Samfilm, dreifingarfyrirtæki Sambíóanna, en eins og fyrr segir verður myndin frumsýnd í lok janúar 2023. Sagafilm er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands og hefur verið í fremstu röð í framleiðslu á leiknu íslensku efni síðustu áratugi. Sagafilm framleiddi kvikmyndarnar Wolka, Víti í Vestmannaeyjum og Bjarnfreðarson en síðustu verkefni Sagafilm hafa verið sjónvarpsþáttaraðirnar Stella Blómkvist 2, Systrabönd og Ráðherrann. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökum á myndinni. Frá tökustað á Napóleonsskjölunum.Juliette Rowland Frá tökustað á Napóleonsskjölunum.Juliette Rowland Frá tökustað á NapóleonsskjölunumJuliette Rowland Frá tökustað á Napóleonsskjölunum.Juliette Rowland Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Gera kvikmynd úr bók Arnaldar Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm og hið þýska Splendid Film vinna nú að kvikmyndinni Operation Napoleon. Myndin er byggð á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum, sem kom út árið 1999. 3. febrúar 2021 18:51 Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er nú loks komið að því að birta fyrsta sýnishornið úr myndinni, sem gefur smjörþefinn af því sem áhorfendur eiga von á. Leikstjóri myndarinnar er Óskar Þór Axelsson en fyrri myndir hans eru Svartur á Leik og Ég man þig sem báðar nutu mikilla vinsælda. Með aðalhlutverk fara Vivian Ólafsdóttir (Leynilögga), Jack Fox (Riviera), Iain Glen (Game of Thrones), Ólafur Darri Ólafsson, Adesuwa Oni (The Witcher), Annette Badland (Ted Lasso), Atli Óskar Fjalarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Sýnishornið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fyrsta stiklan úr Napóleonsskjölunum Leyndardómar flugvélaflaksins Myndin segir frá Kristínu, metnaðarfullum lögfræðingi sem dregst inn í óvænta atburðarás þegar bróðir hennar rambar fram á flugvélaflak úr seinni heimsstyrjöldinni uppi á Vatnajökli. Kristín og háskólaprófesssorinn Simon Rush þurfa á öllu sínu að halda til þess að komast undan valdamiklum aðilum sem svífast einskis til þess að komast yfir leyndardóminn sem flugvélaflakið geymir. Stilla úr kvikmyndinni Napóleonsskjölin.Sagafilm Sagafilm framleiðir myndina í samstarfi við þýska fyrirtækið Splendid Films en Beta Cinema sér um alþjóðlega dreifingu sem hefur farið vel af stað samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm. Með dreifingu innanlands fer Samfilm, dreifingarfyrirtæki Sambíóanna, en eins og fyrr segir verður myndin frumsýnd í lok janúar 2023. Sagafilm er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands og hefur verið í fremstu röð í framleiðslu á leiknu íslensku efni síðustu áratugi. Sagafilm framleiddi kvikmyndarnar Wolka, Víti í Vestmannaeyjum og Bjarnfreðarson en síðustu verkefni Sagafilm hafa verið sjónvarpsþáttaraðirnar Stella Blómkvist 2, Systrabönd og Ráðherrann. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökum á myndinni. Frá tökustað á Napóleonsskjölunum.Juliette Rowland Frá tökustað á Napóleonsskjölunum.Juliette Rowland Frá tökustað á NapóleonsskjölunumJuliette Rowland Frá tökustað á Napóleonsskjölunum.Juliette Rowland
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Gera kvikmynd úr bók Arnaldar Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm og hið þýska Splendid Film vinna nú að kvikmyndinni Operation Napoleon. Myndin er byggð á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum, sem kom út árið 1999. 3. febrúar 2021 18:51 Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Gera kvikmynd úr bók Arnaldar Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm og hið þýska Splendid Film vinna nú að kvikmyndinni Operation Napoleon. Myndin er byggð á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum, sem kom út árið 1999. 3. febrúar 2021 18:51