Jóhann með á ný eftir ummælin um KSÍ: „Er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 15:30 Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði síðast þegar hann spilaði með landsliðinu en nú er Aron Einar Gunnarsson mættur aftur til leiks og tekinn við fyrirliðabandinu á ný. Getty/Alex Grimm „Það er gaman að koma aftur,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson sem er mættur aftur í slaginn með íslenska landsliðinu í fótbolta eftir langt hlé. Jóhann lék síðast landsleik gegn Þýskalandi í september í fyrra og bar þá fyrirliðabandið. Meiðsli og hætta á meiðslum hafa valdið því að hann hefur ekki spilað síðustu landsleiki, en í viðtali við 433.is fyrir rúmu ári síðan sagði hann jafnframt að óánægja með störf forystu KSÍ hefði einnig haft áhrif á þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér með landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson reyndi að telja honum hughvarf í fyrrahaust og fá hann aftur í landsliðið en þá var það án árangurs. Jóhann hefur hins vegar átt flott haust með Burnley sem er á toppi ensku B-deildarinnar og segir í viðtali við Facebook-síðu KSÍ að hann sé tilbúinn í að spila tvo landsleiki með þriggja daga millibili. Ísland mætir Litháen á morgun og spilar svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti á laugardaginn við Eistland eða Lettland, í Eystrasaltsbikarnum. Jóhann segir stefnuna setta á sigur í mótinu. „Það er skemmtilegra þegar það er eitthvað undir. Æfingaleikir geta verið hálfleiðinlegir og það er alltaf skemmtilegra að hafa eitthvað undir eins og hér í Baltic Cup. Við byrjum í undanúrslitum og viljum auðvitað komast í úrslitaleikinn, og lyfta Baltic Cup. Það er klárt mál,“ segir Jóhann. Góðan daginn / Good morning pic.twitter.com/0Y2vPnqg8t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2022 „Mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki“ „Ég er klár í að byrja tvo leiki en það er mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki. Ég er ennþá að byggja mig upp. Ég er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig. Ég er tilbúinn í að byrja tvo leiki og svo sjáum við hversu mikið af mínútum ég spila,“ segir Jóhann. Ljóst er að úrslit gætu ráðist í vítaspyrnukeppni á morgun og Jóhann kveðst að sjálfsögðu tilbúinn í að taka vítaspyrnu ef til þess kemur: „Ég verð klár en við verðum bara búnir að klára þetta fyrir það. Við nennum engu vítaspyrnurugli. Við ætlum bara að klára þessa leiki. Ég hef fulla trú á þessum hópi og að við gerum það.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Eystrasaltsbikarinn 2022 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Jóhann lék síðast landsleik gegn Þýskalandi í september í fyrra og bar þá fyrirliðabandið. Meiðsli og hætta á meiðslum hafa valdið því að hann hefur ekki spilað síðustu landsleiki, en í viðtali við 433.is fyrir rúmu ári síðan sagði hann jafnframt að óánægja með störf forystu KSÍ hefði einnig haft áhrif á þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér með landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson reyndi að telja honum hughvarf í fyrrahaust og fá hann aftur í landsliðið en þá var það án árangurs. Jóhann hefur hins vegar átt flott haust með Burnley sem er á toppi ensku B-deildarinnar og segir í viðtali við Facebook-síðu KSÍ að hann sé tilbúinn í að spila tvo landsleiki með þriggja daga millibili. Ísland mætir Litháen á morgun og spilar svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti á laugardaginn við Eistland eða Lettland, í Eystrasaltsbikarnum. Jóhann segir stefnuna setta á sigur í mótinu. „Það er skemmtilegra þegar það er eitthvað undir. Æfingaleikir geta verið hálfleiðinlegir og það er alltaf skemmtilegra að hafa eitthvað undir eins og hér í Baltic Cup. Við byrjum í undanúrslitum og viljum auðvitað komast í úrslitaleikinn, og lyfta Baltic Cup. Það er klárt mál,“ segir Jóhann. Góðan daginn / Good morning pic.twitter.com/0Y2vPnqg8t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2022 „Mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki“ „Ég er klár í að byrja tvo leiki en það er mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki. Ég er ennþá að byggja mig upp. Ég er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig. Ég er tilbúinn í að byrja tvo leiki og svo sjáum við hversu mikið af mínútum ég spila,“ segir Jóhann. Ljóst er að úrslit gætu ráðist í vítaspyrnukeppni á morgun og Jóhann kveðst að sjálfsögðu tilbúinn í að taka vítaspyrnu ef til þess kemur: „Ég verð klár en við verðum bara búnir að klára þetta fyrir það. Við nennum engu vítaspyrnurugli. Við ætlum bara að klára þessa leiki. Ég hef fulla trú á þessum hópi og að við gerum það.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Eystrasaltsbikarinn 2022 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira