Jóhann með á ný eftir ummælin um KSÍ: „Er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 15:30 Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði síðast þegar hann spilaði með landsliðinu en nú er Aron Einar Gunnarsson mættur aftur til leiks og tekinn við fyrirliðabandinu á ný. Getty/Alex Grimm „Það er gaman að koma aftur,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson sem er mættur aftur í slaginn með íslenska landsliðinu í fótbolta eftir langt hlé. Jóhann lék síðast landsleik gegn Þýskalandi í september í fyrra og bar þá fyrirliðabandið. Meiðsli og hætta á meiðslum hafa valdið því að hann hefur ekki spilað síðustu landsleiki, en í viðtali við 433.is fyrir rúmu ári síðan sagði hann jafnframt að óánægja með störf forystu KSÍ hefði einnig haft áhrif á þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér með landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson reyndi að telja honum hughvarf í fyrrahaust og fá hann aftur í landsliðið en þá var það án árangurs. Jóhann hefur hins vegar átt flott haust með Burnley sem er á toppi ensku B-deildarinnar og segir í viðtali við Facebook-síðu KSÍ að hann sé tilbúinn í að spila tvo landsleiki með þriggja daga millibili. Ísland mætir Litháen á morgun og spilar svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti á laugardaginn við Eistland eða Lettland, í Eystrasaltsbikarnum. Jóhann segir stefnuna setta á sigur í mótinu. „Það er skemmtilegra þegar það er eitthvað undir. Æfingaleikir geta verið hálfleiðinlegir og það er alltaf skemmtilegra að hafa eitthvað undir eins og hér í Baltic Cup. Við byrjum í undanúrslitum og viljum auðvitað komast í úrslitaleikinn, og lyfta Baltic Cup. Það er klárt mál,“ segir Jóhann. Góðan daginn / Good morning pic.twitter.com/0Y2vPnqg8t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2022 „Mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki“ „Ég er klár í að byrja tvo leiki en það er mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki. Ég er ennþá að byggja mig upp. Ég er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig. Ég er tilbúinn í að byrja tvo leiki og svo sjáum við hversu mikið af mínútum ég spila,“ segir Jóhann. Ljóst er að úrslit gætu ráðist í vítaspyrnukeppni á morgun og Jóhann kveðst að sjálfsögðu tilbúinn í að taka vítaspyrnu ef til þess kemur: „Ég verð klár en við verðum bara búnir að klára þetta fyrir það. Við nennum engu vítaspyrnurugli. Við ætlum bara að klára þessa leiki. Ég hef fulla trú á þessum hópi og að við gerum það.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Eystrasaltsbikarinn 2022 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Jóhann lék síðast landsleik gegn Þýskalandi í september í fyrra og bar þá fyrirliðabandið. Meiðsli og hætta á meiðslum hafa valdið því að hann hefur ekki spilað síðustu landsleiki, en í viðtali við 433.is fyrir rúmu ári síðan sagði hann jafnframt að óánægja með störf forystu KSÍ hefði einnig haft áhrif á þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér með landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson reyndi að telja honum hughvarf í fyrrahaust og fá hann aftur í landsliðið en þá var það án árangurs. Jóhann hefur hins vegar átt flott haust með Burnley sem er á toppi ensku B-deildarinnar og segir í viðtali við Facebook-síðu KSÍ að hann sé tilbúinn í að spila tvo landsleiki með þriggja daga millibili. Ísland mætir Litháen á morgun og spilar svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti á laugardaginn við Eistland eða Lettland, í Eystrasaltsbikarnum. Jóhann segir stefnuna setta á sigur í mótinu. „Það er skemmtilegra þegar það er eitthvað undir. Æfingaleikir geta verið hálfleiðinlegir og það er alltaf skemmtilegra að hafa eitthvað undir eins og hér í Baltic Cup. Við byrjum í undanúrslitum og viljum auðvitað komast í úrslitaleikinn, og lyfta Baltic Cup. Það er klárt mál,“ segir Jóhann. Góðan daginn / Good morning pic.twitter.com/0Y2vPnqg8t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2022 „Mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki“ „Ég er klár í að byrja tvo leiki en það er mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki. Ég er ennþá að byggja mig upp. Ég er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig. Ég er tilbúinn í að byrja tvo leiki og svo sjáum við hversu mikið af mínútum ég spila,“ segir Jóhann. Ljóst er að úrslit gætu ráðist í vítaspyrnukeppni á morgun og Jóhann kveðst að sjálfsögðu tilbúinn í að taka vítaspyrnu ef til þess kemur: „Ég verð klár en við verðum bara búnir að klára þetta fyrir það. Við nennum engu vítaspyrnurugli. Við ætlum bara að klára þessa leiki. Ég hef fulla trú á þessum hópi og að við gerum það.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Eystrasaltsbikarinn 2022 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira