Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2022 15:54 Elín Guðrún Heiðmundsdóttir býr á Bakka við Hólmsá ásamt manni sínum, Snorra Guðmundssyni. Arnar Halldórsson Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Skammt frá Geithálsi fundu þau Elín Guðrún Heiðmundsdóttir og Snorri Guðmundsson sinn sælureit árið 2000. Heimili þeirra kallast Bakki en þéttur trjágróður skýlir þeim frá Suðurlandsvegi. Þéttur trjágróður umlykur húsið Bakka.Arnar Halldórsson Elín segir lífið þar draumi líkast. Snorri segir það forréttindi. „Ég er bara tíu mínútur í vinnuna, ég vinn í Grafarvogi. Fólk sem hefur komið hérna það hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri til en búið að keyra milljón sinnum framhjá,“ segir Elín. Sveinbjörn Guðjohnsen nýtur þess að vera með hesta á Sólnesi við ána Bugðu. Fyrir aftan sér í Rauðhóla.Arnar Halldórsson Húsið Sólnes er við bakka Bugðu rétt við íbúðahverfi borgarinnar í Norðlingaholti. Þar búa þau Katrín Gísladóttir Sedlacek og Sveinbjörn Guðjohnsen. Þegar Sveinbjörn sýnir okkur hestana úti í móa gæti maður allt eins haldið að maður væri staddur á afskekktum stað fjarri alfaraleið. „Þetta er náttúrlega engu líkt að vera í Reykjavík og hafa alla þessa reiðvegi. Og geta verið með hesta og börnin sín og á. Reykjavík er svo sérstök," segir Sveinbjörn. Á Geirlandi er Einar Gíslason með Hólmsá við hliðina á heimili sínu.Arnar Halldórsson Einar Gíslason, annar stofnanda ET-flutninga, hefur verið að koma sér fyrir á Geirlandi við Lækjarbotna ásamt konu sinni, Diljá Eyjólfsdóttur. Einar segir að staðurinn gæti allt eins verið langt úti á landi. „Þetta er bara paradís hérna," segir Einar. Geirland vinstra megin við Hólmsá. Hægra megin er byggð sem kennd er við eyðibýlið Elliðakot.Arnar Halldórsson Í þættinum, sem er sá seinni af tveimur um Elliðavatn og nágrenni, kynnumst við nánar náttúru svæðisins. Þá er fjallað um spennandi stríðssögu Rauðhólanna og hvelfingar Gvendarbrunna skoðaðar en þaðan fá borgarbúar vatnið sitt. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36 Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Skammt frá Geithálsi fundu þau Elín Guðrún Heiðmundsdóttir og Snorri Guðmundsson sinn sælureit árið 2000. Heimili þeirra kallast Bakki en þéttur trjágróður skýlir þeim frá Suðurlandsvegi. Þéttur trjágróður umlykur húsið Bakka.Arnar Halldórsson Elín segir lífið þar draumi líkast. Snorri segir það forréttindi. „Ég er bara tíu mínútur í vinnuna, ég vinn í Grafarvogi. Fólk sem hefur komið hérna það hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri til en búið að keyra milljón sinnum framhjá,“ segir Elín. Sveinbjörn Guðjohnsen nýtur þess að vera með hesta á Sólnesi við ána Bugðu. Fyrir aftan sér í Rauðhóla.Arnar Halldórsson Húsið Sólnes er við bakka Bugðu rétt við íbúðahverfi borgarinnar í Norðlingaholti. Þar búa þau Katrín Gísladóttir Sedlacek og Sveinbjörn Guðjohnsen. Þegar Sveinbjörn sýnir okkur hestana úti í móa gæti maður allt eins haldið að maður væri staddur á afskekktum stað fjarri alfaraleið. „Þetta er náttúrlega engu líkt að vera í Reykjavík og hafa alla þessa reiðvegi. Og geta verið með hesta og börnin sín og á. Reykjavík er svo sérstök," segir Sveinbjörn. Á Geirlandi er Einar Gíslason með Hólmsá við hliðina á heimili sínu.Arnar Halldórsson Einar Gíslason, annar stofnanda ET-flutninga, hefur verið að koma sér fyrir á Geirlandi við Lækjarbotna ásamt konu sinni, Diljá Eyjólfsdóttur. Einar segir að staðurinn gæti allt eins verið langt úti á landi. „Þetta er bara paradís hérna," segir Einar. Geirland vinstra megin við Hólmsá. Hægra megin er byggð sem kennd er við eyðibýlið Elliðakot.Arnar Halldórsson Í þættinum, sem er sá seinni af tveimur um Elliðavatn og nágrenni, kynnumst við nánar náttúru svæðisins. Þá er fjallað um spennandi stríðssögu Rauðhólanna og hvelfingar Gvendarbrunna skoðaðar en þaðan fá borgarbúar vatnið sitt. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36 Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36
Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44