Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Jakob Bjarnar og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. nóvember 2022 12:15 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er ómyrkur í máli um skýrslu Ríkisendurskoðanda. Hann segir ljóst að setja verði á fót rannsóknarnefnd alþingis til að fara nánar í saumana á því sem út af stendur: Hver ber ábyrgðina? Vísir/Vilhelm Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis, segir skýrsluna áfellisdóm yfir því hvernig stjórnvöld höguðu þessari mikilvægu sölu. „Það sem kannski er verst við þetta er að niðurstaðan óhjákvæmilega leiðir okkur að því að það verður mjög erfitt að selja frekari eignarhluti í Íslandsbanka í náinni framtíð. Vegna þess að það er allt traust farið.“ Sigmar segir að meðal þess sem bent er á í skýrslunni sé að mögulega hafi verðið verið of lágt og það hafi miðast um of við væntingar og óskir erlendra fjárfesta. „Það er verið að velta því upp að ekki hafi verið tekið tillit til orðsporsáhættu. Og upplýsingagjöf og kynning hafi verið í ólagi, ekki gerðar nægar kröfur og ýmis viðmið voru óskýr. En það er líka margt sem ekki er í skýrslunni sem er áhugavert. Og ríkisendurskoðandi bendir á það að ekki er verið að skoða ábyrgð stjórnvalda, ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem lýtur að ráðherranefndinni í aðdragandanum, því sem lýtur að niðurlagningu bankasýslunnar í ofboði eftir að allt fór í háaloft þegar listi yfir kaupendur lá fyrir.“ Stofna verði rannsóknarnefnd Alþingis Sigmar telur einboðið að rannsaka þurfi þetta allt miklu betur og með víðtækari hætti eins og ríkisendurskoðandi er að tala um að hann hafi ekki verið að gera eða haft tækin til. „Það þarf að stofna og setja á laggirnar rannsóknarnefnd alþingis.“ Sigmar segir það svo, spurður um stöðu fjármálaráðherra, að ef þessi einkavæðing hefði gengið vel hefðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar; fjármálaráðherra, forsætisráðherra og ráðherranefndin baðað sig í velgengni þeirrar einkavæðingar. „En nú þegar fyrir liggur að ótrúlega óhönduglega tókst til hefur maður lúmskan grun um að menn muni reyna að forðast ábyrgðina. Þegar svona stórt verkefni fer svona illa verður pólitíska ábyrgðin að vera skýr og hún liggur auðvitað hjá fjármálaráðherra og ríkisstjórninni.“ Ráherrar verði að kannast við ábyrgð sína Sigmar kallar eftir því að ráðherrar kannist við þá ábyrgð. Og hann segir að forvitnilegt verði að sjá viðbrögðin í umræðu á Alþingi sem efna á til á morgun. Hann segir samhengið liggja fyrir. „Þarna er verið að selja 50 milljarða af eigum almennings og fyrir liggur algjör falleinkunn á því verkefni. Og það liggur alveg fyrir að þeir stjórnmálamenn sem ábyrgð bera, verða að kannast við þá ábyrgð sína.“ Vísir leitaði viðbragða hjá Kristrúnu Frostadóttur fyrr í morgun, vegna þessa sama máls og þau voru á sömu leið og Sigmars: Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Klúður! Staðfest Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. 14. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis, segir skýrsluna áfellisdóm yfir því hvernig stjórnvöld höguðu þessari mikilvægu sölu. „Það sem kannski er verst við þetta er að niðurstaðan óhjákvæmilega leiðir okkur að því að það verður mjög erfitt að selja frekari eignarhluti í Íslandsbanka í náinni framtíð. Vegna þess að það er allt traust farið.“ Sigmar segir að meðal þess sem bent er á í skýrslunni sé að mögulega hafi verðið verið of lágt og það hafi miðast um of við væntingar og óskir erlendra fjárfesta. „Það er verið að velta því upp að ekki hafi verið tekið tillit til orðsporsáhættu. Og upplýsingagjöf og kynning hafi verið í ólagi, ekki gerðar nægar kröfur og ýmis viðmið voru óskýr. En það er líka margt sem ekki er í skýrslunni sem er áhugavert. Og ríkisendurskoðandi bendir á það að ekki er verið að skoða ábyrgð stjórnvalda, ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem lýtur að ráðherranefndinni í aðdragandanum, því sem lýtur að niðurlagningu bankasýslunnar í ofboði eftir að allt fór í háaloft þegar listi yfir kaupendur lá fyrir.“ Stofna verði rannsóknarnefnd Alþingis Sigmar telur einboðið að rannsaka þurfi þetta allt miklu betur og með víðtækari hætti eins og ríkisendurskoðandi er að tala um að hann hafi ekki verið að gera eða haft tækin til. „Það þarf að stofna og setja á laggirnar rannsóknarnefnd alþingis.“ Sigmar segir það svo, spurður um stöðu fjármálaráðherra, að ef þessi einkavæðing hefði gengið vel hefðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar; fjármálaráðherra, forsætisráðherra og ráðherranefndin baðað sig í velgengni þeirrar einkavæðingar. „En nú þegar fyrir liggur að ótrúlega óhönduglega tókst til hefur maður lúmskan grun um að menn muni reyna að forðast ábyrgðina. Þegar svona stórt verkefni fer svona illa verður pólitíska ábyrgðin að vera skýr og hún liggur auðvitað hjá fjármálaráðherra og ríkisstjórninni.“ Ráherrar verði að kannast við ábyrgð sína Sigmar kallar eftir því að ráðherrar kannist við þá ábyrgð. Og hann segir að forvitnilegt verði að sjá viðbrögðin í umræðu á Alþingi sem efna á til á morgun. Hann segir samhengið liggja fyrir. „Þarna er verið að selja 50 milljarða af eigum almennings og fyrir liggur algjör falleinkunn á því verkefni. Og það liggur alveg fyrir að þeir stjórnmálamenn sem ábyrgð bera, verða að kannast við þá ábyrgð sína.“ Vísir leitaði viðbragða hjá Kristrúnu Frostadóttur fyrr í morgun, vegna þessa sama máls og þau voru á sömu leið og Sigmars:
Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Klúður! Staðfest Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. 14. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44
Klúður! Staðfest Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. 14. nóvember 2022 11:49