„Leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2022 12:00 Tryggvi Snær Hlinason treður með látum í leiknum gegn Georgíu. vísir/vilhelm Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, er vongóður á íslenskan sigur gegn Úkraínu í undankeppni HM 2023 í dag. Hann telur að íslenska liðið sé búið að hrista af sér vonbrigðin eftir tapið sára fyrir Georgíu á föstudaginn. Þrátt fyrir tap fyrir Georgíu, 85-88, í Laugardalshöllinni var Brynjar ánægður með frammistöðu Íslands í leiknum. „Þetta var rosalega svekkjandi en heilt yfir spilaði íslenska liðið frábærlega. Auðvitað hefði maður viljað að dómararnir hefðu gefið Sigtryggi [Arnari Björnssyni] möguleika á að jafna leikinn. Sem leikmaður vill maður að leikmennirnir fái að klára leikinn en ekki dómararnir,“ sagði Brynjar í hádegisfréttum Bylgjunnar og vísaði þar til atviksins undir lok leiks Íslands og Georgíu þar sem Sigtryggur Arnar fékk bara tvö vítaskot en ekki þrjú og gat þar af leiðandi ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Brynjar telur að vonbrigði föstudagsins sitji ekki lengur í íslenska liðinu. „Ég held að menn mæti tvíefldir til leiks. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta hafi einhver áhrif á leikinn í dag. Auðvitað var þetta svekkjandi tap en vitandi hvernig það er að vera keppnismaður mæta þeir örugglega ennþá tilbúnari í þennan leik og tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta er leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa. Við trúum að þeir geti klárað dæmið.“ Til að komast á HM í fyrsta sinn þurfa Íslendingar að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum í undankeppninni. Þeir eru gegn Úkraínumönnum og Georgíumönnum á útivelli og Spánverjum á heimavelli. „Þessi leikur skiptir öllu máli. Við þurfum helst að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum. Ef við ætlum að halda þessu lifandi er þessi leikur algjör lykilleikur. Þetta er leikurinn sem þarf að vinna,“ sagði Brynjar sem er bjartsýnn fyrir leikinn í Ríga í Lettlandi í dag. „Já, mjög svo. Þeir eru án sinna stærstu leikmanna sem leika í NBA og EuroLeague. Þetta er mjög breyttur hópur frá því í sumar. Miðað við gæðin í íslenska liðinu þegar það spilar eins vel og á föstudaginn eigum við mjög góða möguleika,“ sagði Brynjar. Leikur Úkraínu og Íslands hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Þrátt fyrir tap fyrir Georgíu, 85-88, í Laugardalshöllinni var Brynjar ánægður með frammistöðu Íslands í leiknum. „Þetta var rosalega svekkjandi en heilt yfir spilaði íslenska liðið frábærlega. Auðvitað hefði maður viljað að dómararnir hefðu gefið Sigtryggi [Arnari Björnssyni] möguleika á að jafna leikinn. Sem leikmaður vill maður að leikmennirnir fái að klára leikinn en ekki dómararnir,“ sagði Brynjar í hádegisfréttum Bylgjunnar og vísaði þar til atviksins undir lok leiks Íslands og Georgíu þar sem Sigtryggur Arnar fékk bara tvö vítaskot en ekki þrjú og gat þar af leiðandi ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Brynjar telur að vonbrigði föstudagsins sitji ekki lengur í íslenska liðinu. „Ég held að menn mæti tvíefldir til leiks. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta hafi einhver áhrif á leikinn í dag. Auðvitað var þetta svekkjandi tap en vitandi hvernig það er að vera keppnismaður mæta þeir örugglega ennþá tilbúnari í þennan leik og tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta er leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa. Við trúum að þeir geti klárað dæmið.“ Til að komast á HM í fyrsta sinn þurfa Íslendingar að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum í undankeppninni. Þeir eru gegn Úkraínumönnum og Georgíumönnum á útivelli og Spánverjum á heimavelli. „Þessi leikur skiptir öllu máli. Við þurfum helst að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum. Ef við ætlum að halda þessu lifandi er þessi leikur algjör lykilleikur. Þetta er leikurinn sem þarf að vinna,“ sagði Brynjar sem er bjartsýnn fyrir leikinn í Ríga í Lettlandi í dag. „Já, mjög svo. Þeir eru án sinna stærstu leikmanna sem leika í NBA og EuroLeague. Þetta er mjög breyttur hópur frá því í sumar. Miðað við gæðin í íslenska liðinu þegar það spilar eins vel og á föstudaginn eigum við mjög góða möguleika,“ sagði Brynjar. Leikur Úkraínu og Íslands hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn