22 handteknir í tengslum við árásina í Istanbul Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2022 07:30 Sprengjan sprakk á háannatíma. AP/Emrah Gurel Lögregluyfirvöld í Istanbul hafa handtekið 22 í tengslum við sprengjuárás í borginni í gær, þar sem sex létu lífið og 81 særðist. Innanríkisráðherra Tyrklands segir vígamenn úr röðum Kúrda í norðurhluta Sýrlands ábyrga. Árásin átti sér stað á Istiklal-göngugötunni á háannatíma. Að sögn dómsmálaráðherrans Bekir Bozdag sat kona þar á bekk í um 45 mínútur en sprengjan sprakk aðeins augnabliki eftir að hún stóð upp og gekk í burtu. Innanríkisráðherrann Suleyman Soylu sagði að árásin hefði verið skipulögð í Ayn al-Arab í Sýrlandi, af aðskilnaðarsinnum úr röðum Kúrda. Nefndi hann Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og Varnarsveitir Kúrda (YPG) í þessu samhengi. Enn sem komið er hefur enginn lýst árásinni á hendur sér. Fólk flúði af vettvangi.AP/Can Ozer Fahrettin Altun, upplýsingafulltrúi forsetaembættisins, gaf það í skyn að árásin kynni að hafa áhrif á samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna en Tyrkir hafa löngum verið afar óánægðir með stuðning Bandaríkjamanna við uppreisnarhópa Kúrda í Sýrlandi. Hann sagði alþjóðasamfélagið þurfa að leggja við hlustir; hryðjuverkaárásir á almenna borgara í Tyrklandi væru óbein afleiðing stuðnings sumra ríkja við hryðjuverkahópa. Honum þyrfti að linna ef menn vildu tryggja sér vináttu Tyrkja. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir árásarmönnunum verða refsað. Hér má sjá myndefni frá Reuters, þar sem meðal annars má sjá þegar sprengjan sprakk. WARNING: GRAPHIC CONTENTAt least six people were killed and 81 wounded when an explosion rocked a busy pedestrian street in central Istanbul https://t.co/l8oPx4jVOJ pic.twitter.com/5yfxldItE8— Reuters (@Reuters) November 13, 2022 Tyrkland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Árásin átti sér stað á Istiklal-göngugötunni á háannatíma. Að sögn dómsmálaráðherrans Bekir Bozdag sat kona þar á bekk í um 45 mínútur en sprengjan sprakk aðeins augnabliki eftir að hún stóð upp og gekk í burtu. Innanríkisráðherrann Suleyman Soylu sagði að árásin hefði verið skipulögð í Ayn al-Arab í Sýrlandi, af aðskilnaðarsinnum úr röðum Kúrda. Nefndi hann Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og Varnarsveitir Kúrda (YPG) í þessu samhengi. Enn sem komið er hefur enginn lýst árásinni á hendur sér. Fólk flúði af vettvangi.AP/Can Ozer Fahrettin Altun, upplýsingafulltrúi forsetaembættisins, gaf það í skyn að árásin kynni að hafa áhrif á samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna en Tyrkir hafa löngum verið afar óánægðir með stuðning Bandaríkjamanna við uppreisnarhópa Kúrda í Sýrlandi. Hann sagði alþjóðasamfélagið þurfa að leggja við hlustir; hryðjuverkaárásir á almenna borgara í Tyrklandi væru óbein afleiðing stuðnings sumra ríkja við hryðjuverkahópa. Honum þyrfti að linna ef menn vildu tryggja sér vináttu Tyrkja. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir árásarmönnunum verða refsað. Hér má sjá myndefni frá Reuters, þar sem meðal annars má sjá þegar sprengjan sprakk. WARNING: GRAPHIC CONTENTAt least six people were killed and 81 wounded when an explosion rocked a busy pedestrian street in central Istanbul https://t.co/l8oPx4jVOJ pic.twitter.com/5yfxldItE8— Reuters (@Reuters) November 13, 2022
Tyrkland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira