„Við setjum markmanninn bara strax fram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. nóvember 2022 07:00 Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, hefur mikla trú á sínum mönnum í vetur. Vísir/Stöð 2 Breiðablik hefur heillað með frammistöðu sinni í upphafi Subway-deildar karla í körfubolta, en leikstíll liðsins hefur komið andstæðingum þess í opna skjöldu. „Það er ákveðin brú milli núna og ársins í fyrra þannig menn þekkja þeirra hluthverk, hvað þeir eiga að gera og hvað það er sem ég ætlast til af þeim og hvað við erum að reyna að vinna í,“ sagði Pétur Ingvarsson í samtali við Stöð 2 í gær. Blikar spila hraðan bolta og það er helst það sem andstæðingar liðsins eiga í erfiðleikum með. „Það sem við erum kannski að vinna með er að maður hefur séð í fótbolta að þá fer markmaðurinn fram í síðustu spyrnunni til þess að reyna að skora, en við setjum markmanninn bara strax fram. Við reynum að byrja að taka sénsa strax og spilum svolítið svoleiðis. Við erum í rauninni bara að taka áhættur frá fyrstu mínútu. Það er svolítið planið.“ „Við spilum hratt og það er fyrirsjáanlegt í þessu, en við notum bara þau tækifæri sem gefast. Við erum settir saman til að vinna öflug lið og líki þessu svolítið við Davíð og Golíat ef Davíð hefði fengið sverð í höndina þegar hann barðist við Golíat þá hefði hann alltaf tapað, en af því að hann tók tvo steina og teygjubyssu þá náði hann að vinna. Við erum svolítið að vinna með það.“ Ekki einfalt í framkvæmd Þá var Pétur sammála því að svona hröð spilamennska væri ekki auðveld í framkvæmd. „Nei, í grunninn er þetta í sjálfu sér einfalt módel sem við erum að vinna eftir, en það er samt miklu flóknara en menn halda. Þetta lítur einfalt út en er miklu flóknara en menn halda. Það er ekkert auðvelt að spila svona hratt. Það þarf ákveðna taktík og það þarf ákveðna vinnu til að gera þetta svona.“ „Þetta er búið að taka töluverðan tíma og þetta er í rauninni bara framhald frá seinasta ári það sem við erum að gera og árangurinn er að skila sér núna þetta árið. Í fyrra vorum við kannski með mikið af nýjum leikmönnum sem eru svo lykilleikmenn núna.“ Stefna á að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir Nú þegar fimm umferðir hafa verið spilaðar í Subway-deild karla situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap, líkt og Valur og Keflavík sem sitja í fyrst og þriðja sæti. Pétur segir þó að markmið liðsins á tímabilinu sé að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir. „Okkar markmið er bara að vera með svona „winning season“ þetta tímabilið. Vinna fleiri leiki en tapa og það yrðu besti árangur Breiðabliks frá upphafi. Ef við stefnum á að vinna fleiri leiki en tapa þá höfum við ansi gott svigrúm til að vinna með varðandi sigurleiki. En við verðum að vinna þá 12 leiki í vetur og það er bara planið.“ „Ég tel okkur vera með mjög sterkt lið og ég hugsa að þetta sé eitt sterkasta lið sem Breiðablik hefur teflt fram í körfubolta frá upphafi. Þannig ég held að við eigum alveg góða möguleika, en meiðsl og annað geta gert slæmt fyrir okkur.“ Pétur ræddi einnig um gott gengi fjölskyldumeðlima sinna í boltanum, tíma sinn hjá Hamri og ýmislegt fleira, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika Subway-deild karla Breiðablik Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
„Það er ákveðin brú milli núna og ársins í fyrra þannig menn þekkja þeirra hluthverk, hvað þeir eiga að gera og hvað það er sem ég ætlast til af þeim og hvað við erum að reyna að vinna í,“ sagði Pétur Ingvarsson í samtali við Stöð 2 í gær. Blikar spila hraðan bolta og það er helst það sem andstæðingar liðsins eiga í erfiðleikum með. „Það sem við erum kannski að vinna með er að maður hefur séð í fótbolta að þá fer markmaðurinn fram í síðustu spyrnunni til þess að reyna að skora, en við setjum markmanninn bara strax fram. Við reynum að byrja að taka sénsa strax og spilum svolítið svoleiðis. Við erum í rauninni bara að taka áhættur frá fyrstu mínútu. Það er svolítið planið.“ „Við spilum hratt og það er fyrirsjáanlegt í þessu, en við notum bara þau tækifæri sem gefast. Við erum settir saman til að vinna öflug lið og líki þessu svolítið við Davíð og Golíat ef Davíð hefði fengið sverð í höndina þegar hann barðist við Golíat þá hefði hann alltaf tapað, en af því að hann tók tvo steina og teygjubyssu þá náði hann að vinna. Við erum svolítið að vinna með það.“ Ekki einfalt í framkvæmd Þá var Pétur sammála því að svona hröð spilamennska væri ekki auðveld í framkvæmd. „Nei, í grunninn er þetta í sjálfu sér einfalt módel sem við erum að vinna eftir, en það er samt miklu flóknara en menn halda. Þetta lítur einfalt út en er miklu flóknara en menn halda. Það er ekkert auðvelt að spila svona hratt. Það þarf ákveðna taktík og það þarf ákveðna vinnu til að gera þetta svona.“ „Þetta er búið að taka töluverðan tíma og þetta er í rauninni bara framhald frá seinasta ári það sem við erum að gera og árangurinn er að skila sér núna þetta árið. Í fyrra vorum við kannski með mikið af nýjum leikmönnum sem eru svo lykilleikmenn núna.“ Stefna á að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir Nú þegar fimm umferðir hafa verið spilaðar í Subway-deild karla situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap, líkt og Valur og Keflavík sem sitja í fyrst og þriðja sæti. Pétur segir þó að markmið liðsins á tímabilinu sé að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir. „Okkar markmið er bara að vera með svona „winning season“ þetta tímabilið. Vinna fleiri leiki en tapa og það yrðu besti árangur Breiðabliks frá upphafi. Ef við stefnum á að vinna fleiri leiki en tapa þá höfum við ansi gott svigrúm til að vinna með varðandi sigurleiki. En við verðum að vinna þá 12 leiki í vetur og það er bara planið.“ „Ég tel okkur vera með mjög sterkt lið og ég hugsa að þetta sé eitt sterkasta lið sem Breiðablik hefur teflt fram í körfubolta frá upphafi. Þannig ég held að við eigum alveg góða möguleika, en meiðsl og annað geta gert slæmt fyrir okkur.“ Pétur ræddi einnig um gott gengi fjölskyldumeðlima sinna í boltanum, tíma sinn hjá Hamri og ýmislegt fleira, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika
Subway-deild karla Breiðablik Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira