Þrettán ára strákur í Njarðvík búinn með fimm þúsund tíma í flughermi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2022 20:23 Kacper Agnar Kozlowski, 13 ára Njarðvíkingur, sem hefur mikinn áhuga á flugvélum og öllu, sem þeim tengist. Vísir/Magnús Hlynur Þrettán ára strákur í Reykjanesbæ er löngubúinn að ákveða hvað hann ætlar að verða í framtíðinni því hann ætlar að vera flugmaður og fljúga stórum breiðþotum. Það er kannski engin furða því hann er með flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búinn að taka fimm þúsund tíma í herminum. Hér erum við að tala um Kacper Agnar, 13 ára nemanda í Njarðvíkurskóla. Hann er fæddur á Íslandi en foreldrar hans eru pólskir. Það var gaman að koma inn í herbergið hjá stráknum því þar er fullt af flugvélamódelum upp á hillum, flugvélabókum og svo eru það flugvélasætin og tölvan með stórum skjáum með flughermi þar sem Kacper Agnar eyðir sínum tíma meira og minna þegar hann er ekki í skólanum, að læra á mismunandi flugvélar og fljúga þeim um loftin blá. „Mér finnst bara alltaf gaman að fljúga, ég veit ekki af hverju ég hef svona mikinn áhuga, ég fæddist með flugáhuga. Núna er ég búinn að taka í kringum fimm þúsund tíma í herminum en ég byrjaði að fljúga í kringum 2018,“ segir Kacper Agnar. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, spennan fer aldrei niður, það er alltaf gaman. Stundum er mikil rigning, stundum þarf að snúa við vegna vindsins.“ Kacper Agnar er með nokkur flott flugvélamódel inn í herberginu sínu.Vísir/Magnús Hlynur Það er allt fullt af tökkum og alls konar mælum inni í flugstjórnarklefanum en Kacper kann á alla takkana upp á tíu og les af mælunum eins og ekkert sé. En hver er uppáhalds flugvélin hans að fljúga? „Ég var að fljúga mjög mikið Boeing 737–800, sem er eiginlega uppáhalds flugvélin mín og mér finnst líka gaman að fljúga Airbus A–320 en núna er ég að fljúga á HondaJet 420, svona lítil viðskiptaflugvél,“ segir Kacper Agnar. Og þú getur bara valið veður, sem þú ætlar að fljúga í? „Já, ég get líka valið raunverulegt veður eins og það er úti, núna er til dæmis rigning og svo get ég valið flott veður með sól og hita. Ég er alveg ákveðinn að verða flugmaður þegar ég er orðinn stór og gera allt mitt besta til að verða góður flugmaður,“ segir Kacper Agnar, þrettán ára strákur í Njarðvík. Reykjanesbær Fréttir af flugi Krakkar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Hér erum við að tala um Kacper Agnar, 13 ára nemanda í Njarðvíkurskóla. Hann er fæddur á Íslandi en foreldrar hans eru pólskir. Það var gaman að koma inn í herbergið hjá stráknum því þar er fullt af flugvélamódelum upp á hillum, flugvélabókum og svo eru það flugvélasætin og tölvan með stórum skjáum með flughermi þar sem Kacper Agnar eyðir sínum tíma meira og minna þegar hann er ekki í skólanum, að læra á mismunandi flugvélar og fljúga þeim um loftin blá. „Mér finnst bara alltaf gaman að fljúga, ég veit ekki af hverju ég hef svona mikinn áhuga, ég fæddist með flugáhuga. Núna er ég búinn að taka í kringum fimm þúsund tíma í herminum en ég byrjaði að fljúga í kringum 2018,“ segir Kacper Agnar. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, spennan fer aldrei niður, það er alltaf gaman. Stundum er mikil rigning, stundum þarf að snúa við vegna vindsins.“ Kacper Agnar er með nokkur flott flugvélamódel inn í herberginu sínu.Vísir/Magnús Hlynur Það er allt fullt af tökkum og alls konar mælum inni í flugstjórnarklefanum en Kacper kann á alla takkana upp á tíu og les af mælunum eins og ekkert sé. En hver er uppáhalds flugvélin hans að fljúga? „Ég var að fljúga mjög mikið Boeing 737–800, sem er eiginlega uppáhalds flugvélin mín og mér finnst líka gaman að fljúga Airbus A–320 en núna er ég að fljúga á HondaJet 420, svona lítil viðskiptaflugvél,“ segir Kacper Agnar. Og þú getur bara valið veður, sem þú ætlar að fljúga í? „Já, ég get líka valið raunverulegt veður eins og það er úti, núna er til dæmis rigning og svo get ég valið flott veður með sól og hita. Ég er alveg ákveðinn að verða flugmaður þegar ég er orðinn stór og gera allt mitt besta til að verða góður flugmaður,“ segir Kacper Agnar, þrettán ára strákur í Njarðvík.
Reykjanesbær Fréttir af flugi Krakkar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent