Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. nóvember 2022 14:04 Frambjóðandi Demókrata í Nevada, Catherine Cortez Masto (t.v.) og frambjóðandi Repúblikana, Adam Laxalt. Myndin er samsett. Getty/Anna Moneymaker,SOPA Images Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. Endanleg niðurstaða í öldungadeildinni mun því ekki liggja fyrir fyrr en eftir 6. desember en þá munu Georgíubúar ganga aftur til kosninga um sætið þar sem hvorugur frambjóðandi stóru flokkana tveggja hlaut meira en 50 prósent atkvæða. Það breytir samt sem áður ekki stöðu öldungadeildarinnar þar sem Demókratinn og varaforsetinn Kamala Harris hefur úrslitaatkvæðið og gulltryggir sínum flokki meirihluta. Öldungadeildarsæti Georgíu kæmi sér þó vel fyrir Demókrata til þess að ekki þyrfti að treysta á nauman meirihluta hverju sinni. Staðan í fulltrúadeildinni er aftur á móti enn óljós. Reiknað er með því að Repúblikanar tryggi sér meirihluta þar en 218 sæti þarf til þess. Eins og staðan er núna hafa Repúblikanar tryggt sér 211 sæti og Demókratar 204. Tuttugu sæti eru því enn óákveðin. Svo mjótt er á munum í baráttunni hin ýmsu fulltrúadeildarþingsæti að möguleiki er á endur talningu. Þetta á til dæmis við í Colorado. Nánari tölfræði um þingsætin má sjá með því að smella hér eða á vef AP. Nýjustu tölur frá AP.Associated Press Mun á þingdeildunum tveimur má til dæmis sjá á lengd stefnumótunartímabila þingmanna. Öldungadeildarþingmenn sitja í sex ár á þingi en fulltrúadeildarþingmenn í tvö ár. Öldungadeildarþingmenn hafa þannig möguleika á að móta stefnu landsins til lengri tíma á meðan fulltrúadeildarþingmenn bregðast meira við málefnum hversdagsins og eru tengdari kjósendum. Þar að auki liggur valdið til þess að hafa frumkvæði að fjárlögum hjá fulltrúadeild en öldungadeildin hefur mikil áhrif á það hverjir eru skipaðir í hin ýmsu embætti. Hún kemur að því að staðfesta fulltrúa sem að forsetinn skipar til dæmis í dómstóla, ráðherraembætti og fleira. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Endanleg niðurstaða í öldungadeildinni mun því ekki liggja fyrir fyrr en eftir 6. desember en þá munu Georgíubúar ganga aftur til kosninga um sætið þar sem hvorugur frambjóðandi stóru flokkana tveggja hlaut meira en 50 prósent atkvæða. Það breytir samt sem áður ekki stöðu öldungadeildarinnar þar sem Demókratinn og varaforsetinn Kamala Harris hefur úrslitaatkvæðið og gulltryggir sínum flokki meirihluta. Öldungadeildarsæti Georgíu kæmi sér þó vel fyrir Demókrata til þess að ekki þyrfti að treysta á nauman meirihluta hverju sinni. Staðan í fulltrúadeildinni er aftur á móti enn óljós. Reiknað er með því að Repúblikanar tryggi sér meirihluta þar en 218 sæti þarf til þess. Eins og staðan er núna hafa Repúblikanar tryggt sér 211 sæti og Demókratar 204. Tuttugu sæti eru því enn óákveðin. Svo mjótt er á munum í baráttunni hin ýmsu fulltrúadeildarþingsæti að möguleiki er á endur talningu. Þetta á til dæmis við í Colorado. Nánari tölfræði um þingsætin má sjá með því að smella hér eða á vef AP. Nýjustu tölur frá AP.Associated Press Mun á þingdeildunum tveimur má til dæmis sjá á lengd stefnumótunartímabila þingmanna. Öldungadeildarþingmenn sitja í sex ár á þingi en fulltrúadeildarþingmenn í tvö ár. Öldungadeildarþingmenn hafa þannig möguleika á að móta stefnu landsins til lengri tíma á meðan fulltrúadeildarþingmenn bregðast meira við málefnum hversdagsins og eru tengdari kjósendum. Þar að auki liggur valdið til þess að hafa frumkvæði að fjárlögum hjá fulltrúadeild en öldungadeildin hefur mikil áhrif á það hverjir eru skipaðir í hin ýmsu embætti. Hún kemur að því að staðfesta fulltrúa sem að forsetinn skipar til dæmis í dómstóla, ráðherraembætti og fleira.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40
Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44
Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01