Huga þurfi að sjúkratryggingum þegar ferðast er til Bretlands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2022 11:05 Sturla Sigurjónsson er sendiherra Íslands í Bretlandi. bjarni einarsson Sendiherra Íslands í Bretlandi hvetur Íslendinga til að gera ráðstafanir áður en þeir ferðast þangað. Margt hafi breyst eftir að Brexit gekk í gegn. Meðal annars gilda evrópsku sjúkratryggingaskírteinin yfirleitt ekki lengur þar í landi. Rúm tvö ár eru síðan Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu og frá þeim tíma hefur Brexit sett svip sinn á ferðalög Íslendinga til Bretlands. Ferðatíminn hefur í raun lengst því nú þurfa ferðalangar að fara í gegnum vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli og svo aftur í Bretlandi. Hvað hefur breyst? Sendiherra Íslands í Bretlandi segir að ekki hafi mikið breyst fyrir þá Íslendinga sem búsettir eru þar ytra þar sem þeir fengu tækifæri til að skrá sig í landinu og halda áunnum réttindum. Ýmislegt hefur þó breyst hjá þeim sem hafa hug á að flytja til Bretlands. „Reglur um frjálsa för breyttust við Brexit. Íslendingar geta komið hingað sem ferðamenn og dvalið hér í sex mánuði sem slíkir en ef þeir ætla að koma hingað til náms eða til atvinnu þá þurfa þeir að sækja um vegabréfaáritun,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi. Þeir sem vilja stunda nám í Bretlandi þurfa að sýna fram á staðfesta námsvist og þeir sem vilja vinna í Bretlandi þurfa að sýna fram á atvinnutilboð sem samrýmist aðstæðum á breskum vinnumarkaði. „Það er að segja að það sé ekki mikið framboð í nákvæmlega þá stöðu sem um er að ræða á hverjum tíma.“ Hann segir Ísland eina ríkið í EES sem komið er með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna. „Það er kallað Youth Mobility á ensku og það felur í sér að fólk á aldrinum 18 til 30 ára getur komið hingað og starfað í tvö ár. Það þarf reyndar að sækja um áritun til þess að getað nýtt ákvæði samningsins en afgreiðslan á því er einfaldari en gildir um annað.“ Sturla segir Ísland eina ríkið í EES sem komið sé með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna.bjarni einarsson Evrópsku sjúkratryggingakortin gildi ekki Hann segir mikilvægt að árétta að evrópsku sjúkratryggingaskírteinin gilda yfirleitt ekki lengur í Bretlandi. „Þannig að þegar fólk er að koma hingað þá þarf það að huga að sjúkratryggingum. Við erum reyndar að vinna að þessu. Þetta er í rauninni eina útistandandi hagnýta atriðið eftir Brexit sem okkur varðar og við vonumst til þess að það fáist lausn á þessu fljótlega.“ Þó ekki sé mikið um vandræði vegna vegabréfsáritana komi þau reglulega upp. „Og full ástæða til þess að benda fólki á að gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en það fer frá Íslandi til Bretlands.“ Bretland Brexit Íslendingar erlendis Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Rúm tvö ár eru síðan Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu og frá þeim tíma hefur Brexit sett svip sinn á ferðalög Íslendinga til Bretlands. Ferðatíminn hefur í raun lengst því nú þurfa ferðalangar að fara í gegnum vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli og svo aftur í Bretlandi. Hvað hefur breyst? Sendiherra Íslands í Bretlandi segir að ekki hafi mikið breyst fyrir þá Íslendinga sem búsettir eru þar ytra þar sem þeir fengu tækifæri til að skrá sig í landinu og halda áunnum réttindum. Ýmislegt hefur þó breyst hjá þeim sem hafa hug á að flytja til Bretlands. „Reglur um frjálsa för breyttust við Brexit. Íslendingar geta komið hingað sem ferðamenn og dvalið hér í sex mánuði sem slíkir en ef þeir ætla að koma hingað til náms eða til atvinnu þá þurfa þeir að sækja um vegabréfaáritun,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi. Þeir sem vilja stunda nám í Bretlandi þurfa að sýna fram á staðfesta námsvist og þeir sem vilja vinna í Bretlandi þurfa að sýna fram á atvinnutilboð sem samrýmist aðstæðum á breskum vinnumarkaði. „Það er að segja að það sé ekki mikið framboð í nákvæmlega þá stöðu sem um er að ræða á hverjum tíma.“ Hann segir Ísland eina ríkið í EES sem komið er með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna. „Það er kallað Youth Mobility á ensku og það felur í sér að fólk á aldrinum 18 til 30 ára getur komið hingað og starfað í tvö ár. Það þarf reyndar að sækja um áritun til þess að getað nýtt ákvæði samningsins en afgreiðslan á því er einfaldari en gildir um annað.“ Sturla segir Ísland eina ríkið í EES sem komið sé með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna.bjarni einarsson Evrópsku sjúkratryggingakortin gildi ekki Hann segir mikilvægt að árétta að evrópsku sjúkratryggingaskírteinin gilda yfirleitt ekki lengur í Bretlandi. „Þannig að þegar fólk er að koma hingað þá þarf það að huga að sjúkratryggingum. Við erum reyndar að vinna að þessu. Þetta er í rauninni eina útistandandi hagnýta atriðið eftir Brexit sem okkur varðar og við vonumst til þess að það fáist lausn á þessu fljótlega.“ Þó ekki sé mikið um vandræði vegna vegabréfsáritana komi þau reglulega upp. „Og full ástæða til þess að benda fólki á að gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en það fer frá Íslandi til Bretlands.“
Bretland Brexit Íslendingar erlendis Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira