Fimmtíu klukkustunda þolraun þegar borið mikinn árangur Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 12. nóvember 2022 22:06 Það var varla að sjá á Einari að hann hefði verið við stanslausa hreyfingu í heilar fimmtíu klukkustundir. Stöð 2/Steingrímur Dúi Hinn fertugi Einar Hansberg gerði tíu upphífingar á korters fresti, ellefu réttstöðulyftur og brenndi 56 kaloríum á hjóli eða róðravél í fimmtíu klukkutíma síðustu tvo sólarhringa. Það gerði hann til að styrkja Píeta samtökin. Einar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi með uppátækinu viljað minna á hið góða starf sem Píeta samtökin vinna og fá umræðuna um sjálfsvíg upp á yfirborðið. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Af því að við erum alltaf að hvísla þetta okkar á milli, þannig náum við engum árangri,“ segir hann. Rætt var við hann að loknu afrekinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir málefnið vera sér hugleikið enda sé alls staðar í kringum okkur fólk sem kljáist við sjálfsvígshugsanir. Náði til margra í nótt Benedikt Þór Guðmundson, verkefnastjóri Píeta samtakanna segir að þónokkrir hafi hringt í samtökin í nótt og leitað sér aðstoðar vegna sjálfsvígshugsana eftir að hafa séð framtak Einars. Píetasíminn er opinn allan sólarhringinn í síma 552 2218. benedikt Þór var ánægður með sinn mann.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er fyrst og fremst að þakka öllum þeim fjölda manns sem hefur styrkt samtökin undanfarna dag og þessari samkennd sem hefur ríkt um allt land. Já, það hafa hringt nokkrir í gærkvöldi og í nótt að leita sér hjálpar bara af því þeir sá Einar í streyminu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir hann. Flýtur á adrenalíninu Einar var að vonum ansi þreyttur eftir aflraunina enda hafði verið á fótum, og vel það, í rúma fimmtíu klukkutíma. Ertu ekki búinn á því? „Jú, en samt svolítið að fljóta á adrenalíninu sem myndaðist. En jú, mjög þreyttur,“ segir hann. Að lokum segir Einar að það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hann kláraði klukkustundirnar fimmtíu af hreyfingu. Falleg og góð stund. Bjóða upp róðravélina Sem áður segir var aflraun Einar ætluð til þess að safna fjármunum fyrir Píeta samtökin en líkamsræktarstöðin Afrek, þar sem Einar framkvæmdi aflraunina, tekur einnig þátt í fjáröfluninni og býður upp róðravélina sem Einar notaði. Hæsta boð stendur nú í 300 þúsund krónum. Vilji einhver bjóða betur og styrkja gott málefni og eignast forláta róðravél að auki, skal sá hinn sami senda boð í skilaboðum til Afreks á Facebook. Öðrum sem vilja styrkja samtökin beint er bent á söfnunarreikninginn hér að neðan: Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Reykjavík Góðverk Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Einar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi með uppátækinu viljað minna á hið góða starf sem Píeta samtökin vinna og fá umræðuna um sjálfsvíg upp á yfirborðið. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Af því að við erum alltaf að hvísla þetta okkar á milli, þannig náum við engum árangri,“ segir hann. Rætt var við hann að loknu afrekinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir málefnið vera sér hugleikið enda sé alls staðar í kringum okkur fólk sem kljáist við sjálfsvígshugsanir. Náði til margra í nótt Benedikt Þór Guðmundson, verkefnastjóri Píeta samtakanna segir að þónokkrir hafi hringt í samtökin í nótt og leitað sér aðstoðar vegna sjálfsvígshugsana eftir að hafa séð framtak Einars. Píetasíminn er opinn allan sólarhringinn í síma 552 2218. benedikt Þór var ánægður með sinn mann.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er fyrst og fremst að þakka öllum þeim fjölda manns sem hefur styrkt samtökin undanfarna dag og þessari samkennd sem hefur ríkt um allt land. Já, það hafa hringt nokkrir í gærkvöldi og í nótt að leita sér hjálpar bara af því þeir sá Einar í streyminu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir hann. Flýtur á adrenalíninu Einar var að vonum ansi þreyttur eftir aflraunina enda hafði verið á fótum, og vel það, í rúma fimmtíu klukkutíma. Ertu ekki búinn á því? „Jú, en samt svolítið að fljóta á adrenalíninu sem myndaðist. En jú, mjög þreyttur,“ segir hann. Að lokum segir Einar að það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hann kláraði klukkustundirnar fimmtíu af hreyfingu. Falleg og góð stund. Bjóða upp róðravélina Sem áður segir var aflraun Einar ætluð til þess að safna fjármunum fyrir Píeta samtökin en líkamsræktarstöðin Afrek, þar sem Einar framkvæmdi aflraunina, tekur einnig þátt í fjáröfluninni og býður upp róðravélina sem Einar notaði. Hæsta boð stendur nú í 300 þúsund krónum. Vilji einhver bjóða betur og styrkja gott málefni og eignast forláta róðravél að auki, skal sá hinn sami senda boð í skilaboðum til Afreks á Facebook. Öðrum sem vilja styrkja samtökin beint er bent á söfnunarreikninginn hér að neðan: Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Reykjavík Góðverk Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira