Hundruð bíða eftir áritun David Walliams í Smáralind Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2022 13:47 David Walliams er í verslun Pennans Eymundssonar í Smáralind að árita bækur. Vísir/Lilja Nokkur hundruð manna bíða nú í röð í Smáralind eftir því að fá áritun frá leikaranum, grínistanum og höfundinum David Walliams. Markaðsstjóri Smáralindar segir þetta vera lengstu röðina síðan H&M opnaði í verslunarmiðstöðinni. Walliams er í Smáralind á vegum Pennans Eymundssonar. Hann mætti þangað klukkan eitt í dag og verður til klukkan hálf þrjú. Þar áritar hann bækur sínar fyrir gesti og gangandi. Samkvæmt fólki á staðnum var fólk sem mætti klukkan tólf í röðina að fá áritun stuttu fyrir klukkan tvö. Því er ljóst að ekki allir í röðinni munu ná að hitta hann. Áhugi fólks er gríðarlega mikill en nokkur hundruð manna bíða nú í röð fyrir utan verslunina til að fá áritunina. Sandra Arnardóttir, markaðsstjóri Smáralindarinnar, segir að þrátt fyrir að fólkið í röðinni sé mjög spennt sé almenn ró yfir öllum. Klippa: Gífurleg biðröð í Smáralind eftir áritun frá David Walliams „Það virðist vera mikill spenningur og hér er mikið af fólki með börnin sín. Allir eru rólegir í röðinni. Sumir eru með bækur að heiman sem þeir ætla að láta að árita,“ segir Sandra. Það er langt síðan svo löng röð myndaðist í verslunarmiðstöðinni. Að sögn Söndru var það líklega þegar verslun H&M var opnuð þar árið 2017. Fyrir það var það síðan þegar verslun Lindex var opnuð árið 2011. Enginn troðningur hefur myndast ólíkt því þegar Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier heimsóttu Smáralind í janúar árið 2014. Þá myndaðist mikill troðningur og einhver börn slösuðust. Það endaði með því að það þurfti að fylgja stjörnunum út um starfsmannaútgang. Kópavogur Íslandsvinir Smáralind Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Sjá meira
Walliams er í Smáralind á vegum Pennans Eymundssonar. Hann mætti þangað klukkan eitt í dag og verður til klukkan hálf þrjú. Þar áritar hann bækur sínar fyrir gesti og gangandi. Samkvæmt fólki á staðnum var fólk sem mætti klukkan tólf í röðina að fá áritun stuttu fyrir klukkan tvö. Því er ljóst að ekki allir í röðinni munu ná að hitta hann. Áhugi fólks er gríðarlega mikill en nokkur hundruð manna bíða nú í röð fyrir utan verslunina til að fá áritunina. Sandra Arnardóttir, markaðsstjóri Smáralindarinnar, segir að þrátt fyrir að fólkið í röðinni sé mjög spennt sé almenn ró yfir öllum. Klippa: Gífurleg biðröð í Smáralind eftir áritun frá David Walliams „Það virðist vera mikill spenningur og hér er mikið af fólki með börnin sín. Allir eru rólegir í röðinni. Sumir eru með bækur að heiman sem þeir ætla að láta að árita,“ segir Sandra. Það er langt síðan svo löng röð myndaðist í verslunarmiðstöðinni. Að sögn Söndru var það líklega þegar verslun H&M var opnuð þar árið 2017. Fyrir það var það síðan þegar verslun Lindex var opnuð árið 2011. Enginn troðningur hefur myndast ólíkt því þegar Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier heimsóttu Smáralind í janúar árið 2014. Þá myndaðist mikill troðningur og einhver börn slösuðust. Það endaði með því að það þurfti að fylgja stjörnunum út um starfsmannaútgang.
Kópavogur Íslandsvinir Smáralind Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Sjá meira