Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. nóvember 2022 12:17 Mark Kelly heilsar upp á stuðningsmenn sína ásamt eiginkonu sinni Gabby Giffords í Tuscon á kosninganótt. Kelly var geimfari hjá NASA en Giffords var fulltrúadeildarþingmaður Arizona. Hún lét af embætti eftir að byssumaður skaut hana í höfuðið á viðburði í ríkinu árið 2011. AP/Alberto Mariani Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. Enn er beðið eftir endanlegum niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram þann 8. nóvember síðastliðinn. Tvö ríki hafa ekki kynnt niðurstöður sínar en það eru Nevada og Georgía. Niðurstöður Georgíu munu þó ekki liggja fyrir fyrr en eftir 6. desember en þá munu íbúar ríkisins kjósa á ný vegna þess að hvorugur frambjóðandi stóru flokkana tveggja hlaut meira en fimmtíu prósent atkvæða. Sjá einnig: Þrjú ríki munu ráða úrslitum Eftir nóttina og sigur Mark Kelly eru Repúblikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn með 49 þingsæti hvor í öldungadeildinni. Repúblikanar þurfa að tryggja sér 51 þingsæti til þess að ná meirihluta þingdeildarinnar en Demókratar 50 vegna þess að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna er Demókrati og hefur úrslitaatkvæði. Frambjóðandi Demókrata í Nevada, Catherine Cortez Masto (t.v.) og frambjóðandi Repúblikana, Adam Laxalt. Myndin er samsett.Getty/Anna Moneymaker,SOPA Images Lengi vel hefur verið mjótt á munum í Nevada ríki og því verður áhugavert að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum. Samkvæmt tölum frá CNN er minna en þúsund atkvæða munur á milli frambjóðanda Repúblikana, Laxalt og frambjóðanda Demókrata, Cortez Mastro. Munurinn er um 0,1 prósent en tölurnar voru síðast uppfærðar í gær og höfðu þá um 94 prósent atkvæða verið talin. Fari sætið til Repúblikana mun biðin eftir niðurstöðum Georgíu eflaust reynast mörgum erfið. Hvað varðar fulltrúadeild þingsins er ljóst að Repúblikanar ná meirihluta þar, þó ekki jafn miklum og búist var við en fáheyrt er að flokkur stjórnarandstöðu tryggi sér ekki meirihluta í báðum þingdeildum. Sjá einnig: Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Repúblikanar hafa nú tryggt sér 211 sæti gegn 203 sætum Demókrata en 218 sæti þarf til þess að ná meirihluta í fulltrúadeildinni. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara. 11. nóvember 2022 07:45 Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Enn er beðið eftir endanlegum niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram þann 8. nóvember síðastliðinn. Tvö ríki hafa ekki kynnt niðurstöður sínar en það eru Nevada og Georgía. Niðurstöður Georgíu munu þó ekki liggja fyrir fyrr en eftir 6. desember en þá munu íbúar ríkisins kjósa á ný vegna þess að hvorugur frambjóðandi stóru flokkana tveggja hlaut meira en fimmtíu prósent atkvæða. Sjá einnig: Þrjú ríki munu ráða úrslitum Eftir nóttina og sigur Mark Kelly eru Repúblikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn með 49 þingsæti hvor í öldungadeildinni. Repúblikanar þurfa að tryggja sér 51 þingsæti til þess að ná meirihluta þingdeildarinnar en Demókratar 50 vegna þess að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna er Demókrati og hefur úrslitaatkvæði. Frambjóðandi Demókrata í Nevada, Catherine Cortez Masto (t.v.) og frambjóðandi Repúblikana, Adam Laxalt. Myndin er samsett.Getty/Anna Moneymaker,SOPA Images Lengi vel hefur verið mjótt á munum í Nevada ríki og því verður áhugavert að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum. Samkvæmt tölum frá CNN er minna en þúsund atkvæða munur á milli frambjóðanda Repúblikana, Laxalt og frambjóðanda Demókrata, Cortez Mastro. Munurinn er um 0,1 prósent en tölurnar voru síðast uppfærðar í gær og höfðu þá um 94 prósent atkvæða verið talin. Fari sætið til Repúblikana mun biðin eftir niðurstöðum Georgíu eflaust reynast mörgum erfið. Hvað varðar fulltrúadeild þingsins er ljóst að Repúblikanar ná meirihluta þar, þó ekki jafn miklum og búist var við en fáheyrt er að flokkur stjórnarandstöðu tryggi sér ekki meirihluta í báðum þingdeildum. Sjá einnig: Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Repúblikanar hafa nú tryggt sér 211 sæti gegn 203 sætum Demókrata en 218 sæti þarf til þess að ná meirihluta í fulltrúadeildinni.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara. 11. nóvember 2022 07:45 Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara. 11. nóvember 2022 07:45
Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11
Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44