Grunur um að lögregla eigi sök á dauða tuga flóttamanna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. nóvember 2022 16:01 Flóttamenn við landamærastöðina við Melilla á norðurströnd Afríku. ILIES AMAR/Europa Press via Getty Images Grunur leikur á að spænska lögreglan beri ábyrgð á öngþveiti sem skapaðist við landamæri Spánar og Marokkó í sumar með þeim afleiðingum að a.m.k. 23 flóttamenn létust þegar þeir tróðust undir og yfir 200 slösuðust. Lögreglan skaut táragasi, gúmmíkúlum, reykbombum og piparúða að mannfjöldanum til að hindra hann í að komast inn til Spánar. Melilla er lítil borg á norðurströnd Afríku sem tilheyrir Spáni og á landamæri að Marokkó. Þann 24. júní í sumar ruddust um 2.000 flóttamenn að landamærahliðinu, brutu það niður og freistuðu þess að komast inn á spænskt yfirráðasvæði. Öngþveiti og dauði Algert öngþveiti skapaðist og áður en yfir lauk lágu 23 flóttamenn í valnum, eftir að hafa troðist undir og yfir 200 voru slasaðir. Spænsk stjórnvöld fullyrtu frá fyrsta degi að enginn hefði látist á spænsku yfirráðasvæði og að ekkert saknæmt lægi að baki þessum harmleik. Telja spænsku lögregluna hafa valdið glundroðanum Nú er ýmislegt sem bendir til þess að því sé öfugt farið og að spænska lögreglan sé með óhreint mjöl í pokahorninu, svo ekki sé meira sagt. 8 spænskir þingmenn heimsóttu Melilla í byrjun vikunnar. Fjórir þeirra, þar á meðal þingmenn úr hópi stjórnarliða, fullyrða í viðtölum við fjölmiðla að fjöldi flóttamanna hafi látist inni á spænsku yfirráðasvæði. Þeir segja líka vísbendingar um að spænskir lögreglumenn hafi í raun valdið glundroðanum sem varð til þess að fólkið kramdist til bana. Spænska lögreglan hafi skotið 86 táragashylkjum, 28 reykbombum, 65 gúmmíkúlum, 270 viðvörunarskotum og 41 brúsa af piparúða að mannfjöldanum. Talsmenn ýmissa mannréttindahópi telja einmitt að táragasið kunni að hafa verið kveikjan að því að fólkið kramdist undir mannmergðinni. Mótmæli í Madrid í sumar eftir að a.m.k. 23 flóttamenn tróðust undir og létust við landamærastöðina við Melilla.Pablo Blazquez Dominguez/Getty Images Stjórnvöld segja aðgerðir lögreglu hófsamar Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar, situr fast við sinn keip og segir aðgerðir spænsku lögreglunnar hafi allar verið innan hófsemdarmarka. Óháðir sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru ekki á sama máli og telja að dauðsföllin megi fyrst og fremst rekja til óhóflegs ofbeldis lögreglu. Þá telja þeir að mun fleiri hafi látist en gefið er upp opinberlega. Both E Tendayi Achiume, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í kynþáttamisrétti, segir að ofbeldið sem fólkið hafi verið beitt sé einkennandi fyrir það kynþáttahatur sem ríki á landamærum Evrópusambandsins, banvænu ofbeldi sé beitt til þess að hindra komu flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum til Evrópu, og mannréttindi brotin á þeim gróflega. Ólíklegt að einhver verði dreginn til ábyrgðar Rannsóknin sem nú er í gangi ræður úrslitum um hvort atvikið komi til kasta spænskra dómstóla. Hófleg bjartsýni ríkir um að einhver verði dreginn til ábyrgðar vegna þessara dauðsfalla. Fyrr á þessu ári ákvað hæstiréttur Spánar að rannsókn skyldi hætt á atviki þegar 14 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Spánar, í kjölfar þess að spænska lögreglan skaut á þá gúmmíkúlum og táragasi. Spánn Flóttamenn Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Melilla er lítil borg á norðurströnd Afríku sem tilheyrir Spáni og á landamæri að Marokkó. Þann 24. júní í sumar ruddust um 2.000 flóttamenn að landamærahliðinu, brutu það niður og freistuðu þess að komast inn á spænskt yfirráðasvæði. Öngþveiti og dauði Algert öngþveiti skapaðist og áður en yfir lauk lágu 23 flóttamenn í valnum, eftir að hafa troðist undir og yfir 200 voru slasaðir. Spænsk stjórnvöld fullyrtu frá fyrsta degi að enginn hefði látist á spænsku yfirráðasvæði og að ekkert saknæmt lægi að baki þessum harmleik. Telja spænsku lögregluna hafa valdið glundroðanum Nú er ýmislegt sem bendir til þess að því sé öfugt farið og að spænska lögreglan sé með óhreint mjöl í pokahorninu, svo ekki sé meira sagt. 8 spænskir þingmenn heimsóttu Melilla í byrjun vikunnar. Fjórir þeirra, þar á meðal þingmenn úr hópi stjórnarliða, fullyrða í viðtölum við fjölmiðla að fjöldi flóttamanna hafi látist inni á spænsku yfirráðasvæði. Þeir segja líka vísbendingar um að spænskir lögreglumenn hafi í raun valdið glundroðanum sem varð til þess að fólkið kramdist til bana. Spænska lögreglan hafi skotið 86 táragashylkjum, 28 reykbombum, 65 gúmmíkúlum, 270 viðvörunarskotum og 41 brúsa af piparúða að mannfjöldanum. Talsmenn ýmissa mannréttindahópi telja einmitt að táragasið kunni að hafa verið kveikjan að því að fólkið kramdist undir mannmergðinni. Mótmæli í Madrid í sumar eftir að a.m.k. 23 flóttamenn tróðust undir og létust við landamærastöðina við Melilla.Pablo Blazquez Dominguez/Getty Images Stjórnvöld segja aðgerðir lögreglu hófsamar Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar, situr fast við sinn keip og segir aðgerðir spænsku lögreglunnar hafi allar verið innan hófsemdarmarka. Óháðir sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru ekki á sama máli og telja að dauðsföllin megi fyrst og fremst rekja til óhóflegs ofbeldis lögreglu. Þá telja þeir að mun fleiri hafi látist en gefið er upp opinberlega. Both E Tendayi Achiume, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í kynþáttamisrétti, segir að ofbeldið sem fólkið hafi verið beitt sé einkennandi fyrir það kynþáttahatur sem ríki á landamærum Evrópusambandsins, banvænu ofbeldi sé beitt til þess að hindra komu flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum til Evrópu, og mannréttindi brotin á þeim gróflega. Ólíklegt að einhver verði dreginn til ábyrgðar Rannsóknin sem nú er í gangi ræður úrslitum um hvort atvikið komi til kasta spænskra dómstóla. Hófleg bjartsýni ríkir um að einhver verði dreginn til ábyrgðar vegna þessara dauðsfalla. Fyrr á þessu ári ákvað hæstiréttur Spánar að rannsókn skyldi hætt á atviki þegar 14 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Spánar, í kjölfar þess að spænska lögreglan skaut á þá gúmmíkúlum og táragasi.
Spánn Flóttamenn Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira