„Þetta er mikið högg og mjög sárt tap“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2022 23:15 Elvar Már Friðriksson skoraði nítján í tapinu fyrir Georgíu. vísir/vilhelm Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tapaði fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023. Ísland hafði unnið mikla spennuleiki á heimavelli í undankeppninni en fékk að kynnast hinni hliðinni á þeim peningi í kvöld. „Þetta er akkúrat andstæðan við það hvernig mér hefur liðið eftir síðustu þrjá heimaleiki. Þetta er mikið högg og mjög sárt tap. Við gerðum vel en þeir gerðu það líka á lokakaflanum og settu niður stór skot. Þetta var leikur sem hefði getað dottið báðu megin,“ sagði Elvar þegar hann ræddi við blaðamann Vísis eftir leikinn. En var eitthvað sérstakt sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það er hægt að skoða margt sem við gerðum ekki vel. Miðað við leikstíl okkar spilum við aldrei fullkominn leik. Við reynum að hleypa þessu upp í villtan bolta,“ svaraði Elvar. „En við sáum í dag hversu góðir þeir voru þegar fóru með boltann á „blokkina“. Við áttum erfitt með að stoppa [Tornike] Shengelia og við þurftum að taka áhættu og falla af öðrum leikmönnum. Í 3. leikhluta klikkuðu þeir á skotunum, í þeim fjórða settu þeir þau niður. Það gerði okkur erfitt fyrir. En þú stendur og fellur með ákvörðunum sem þú tekur.“ Íslendingar hafa ekki langan tíma til að sleikja sárin því þeir mæta Úkraínumönnum á mánudaginn í leik sem þeir verða að vinna til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. „Við þurfum að gíra okkur upp í þann risaleik. Við þurfum að taka stig þar til að fara út til Georgíu í úrslitaleik í febrúar,“ sagði Elvar að endingu. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00 Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50 Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Sjá meira
„Þetta er akkúrat andstæðan við það hvernig mér hefur liðið eftir síðustu þrjá heimaleiki. Þetta er mikið högg og mjög sárt tap. Við gerðum vel en þeir gerðu það líka á lokakaflanum og settu niður stór skot. Þetta var leikur sem hefði getað dottið báðu megin,“ sagði Elvar þegar hann ræddi við blaðamann Vísis eftir leikinn. En var eitthvað sérstakt sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það er hægt að skoða margt sem við gerðum ekki vel. Miðað við leikstíl okkar spilum við aldrei fullkominn leik. Við reynum að hleypa þessu upp í villtan bolta,“ svaraði Elvar. „En við sáum í dag hversu góðir þeir voru þegar fóru með boltann á „blokkina“. Við áttum erfitt með að stoppa [Tornike] Shengelia og við þurftum að taka áhættu og falla af öðrum leikmönnum. Í 3. leikhluta klikkuðu þeir á skotunum, í þeim fjórða settu þeir þau niður. Það gerði okkur erfitt fyrir. En þú stendur og fellur með ákvörðunum sem þú tekur.“ Íslendingar hafa ekki langan tíma til að sleikja sárin því þeir mæta Úkraínumönnum á mánudaginn í leik sem þeir verða að vinna til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. „Við þurfum að gíra okkur upp í þann risaleik. Við þurfum að taka stig þar til að fara út til Georgíu í úrslitaleik í febrúar,“ sagði Elvar að endingu.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00 Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50 Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Sjá meira
„Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00
Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50
Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10