Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2022 22:50 Craig Pedersen óskar eftir skýringum frá dómurum leiksins. vísir/vilhelm Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. „Eftir rólega byrjun hjá okkur, eða góða byrjun hjá þeim, gerðum við vel í að koma okkur aftur inn í leikinn og finna flæðið okkar,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leik. „Við náðum smá forskoti í seinni hálfleik en herslumuninn vantaði. Þeir gerðu betur síðustu sex mínútur leiksins. Þar lá munurinn. Mér fannst við fá tækifæri en þeir nýttu sín betur.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og munurinn þrjú stig, 84-87, var brotið á Sigtryggi Arnari Björnssyni, í þriggja skoti að mati allra Íslendinga en ekki dómaranna. Ísland fékk því aðeins tvö víti og gat því ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Pedersen reyndi að fá dómarana til að skoða atvikið á myndbandi en talaði fyrir daufum eyrum. „Mér var sagt að þeir mættu ekki skoða það í svona stöðu. Mér fannst hann augljóslega vera að fara að skjóta. Það var enginn á þessum helmingi vallarins, hvern átti hann að gefa á? En það er bara mín skoðun, kannski breytist hún þegar ég horfi á þetta aftur,“ sagði Pedersen. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland spilaði sérstaklega vel í 3. leikhluta sem liðið vann með tíu stigum, 25-15. Íslendingar voru sterkir á báðum endum vallarins og töpuðu boltanum til að mynda aldrei í leikhlutanum. En svo fjaraði undan íslenska liðinu. „Við gerðum vel í vörninni en við verðum að læra að klára dæmið. Stundum náðum við ekki skoti á körfuna eftir að við komumst yfir. Það særði okkur í dag,“ sagði Pedersen. Íslenska liðið heldur nú til Ríga í Lettlandi þar sem það mætir Úkraínu á mánudaginn í seinni leik sínum í þessari landsleikjahrinu. „Það fyrsta sem við þurfum að gera er að gleyma þessu. Við getum ekki farið með þessi vonbrigði í ferðalagið fyrir leik sem við þurfum að vinna. Við tölum um hlutina en höldum áfram og getum ekki hugsað of mikið um þennan leik,“ sagði Pedersen að lokum. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
„Eftir rólega byrjun hjá okkur, eða góða byrjun hjá þeim, gerðum við vel í að koma okkur aftur inn í leikinn og finna flæðið okkar,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leik. „Við náðum smá forskoti í seinni hálfleik en herslumuninn vantaði. Þeir gerðu betur síðustu sex mínútur leiksins. Þar lá munurinn. Mér fannst við fá tækifæri en þeir nýttu sín betur.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og munurinn þrjú stig, 84-87, var brotið á Sigtryggi Arnari Björnssyni, í þriggja skoti að mati allra Íslendinga en ekki dómaranna. Ísland fékk því aðeins tvö víti og gat því ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Pedersen reyndi að fá dómarana til að skoða atvikið á myndbandi en talaði fyrir daufum eyrum. „Mér var sagt að þeir mættu ekki skoða það í svona stöðu. Mér fannst hann augljóslega vera að fara að skjóta. Það var enginn á þessum helmingi vallarins, hvern átti hann að gefa á? En það er bara mín skoðun, kannski breytist hún þegar ég horfi á þetta aftur,“ sagði Pedersen. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland spilaði sérstaklega vel í 3. leikhluta sem liðið vann með tíu stigum, 25-15. Íslendingar voru sterkir á báðum endum vallarins og töpuðu boltanum til að mynda aldrei í leikhlutanum. En svo fjaraði undan íslenska liðinu. „Við gerðum vel í vörninni en við verðum að læra að klára dæmið. Stundum náðum við ekki skoti á körfuna eftir að við komumst yfir. Það særði okkur í dag,“ sagði Pedersen. Íslenska liðið heldur nú til Ríga í Lettlandi þar sem það mætir Úkraínu á mánudaginn í seinni leik sínum í þessari landsleikjahrinu. „Það fyrsta sem við þurfum að gera er að gleyma þessu. Við getum ekki farið með þessi vonbrigði í ferðalagið fyrir leik sem við þurfum að vinna. Við tölum um hlutina en höldum áfram og getum ekki hugsað of mikið um þennan leik,“ sagði Pedersen að lokum.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti