Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 07:45 Mark Kelly heilsar upp á stuðningsmenn sína ásamt eiginkonu sinni Gabby Giffords í Tuscon á kosninganótt. Kelly var geimfari hjá NASA en Giffords var fulltrúadeildarþingmaður Arizona. Hún lét af embætti eftir að byssumaður skaut hana í höfuðið á viðburði í ríkinu árið 2011. AP/Alberto Mariani Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara. Eftir fimmtudaginn lá enn ekki fyrir hver fer með meirihluta í hvorugri deild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Í öldungadeildinni er enn beðið eftir endanlegum úrslitum í Arizona og Nevada en ljóst er að kjósa þarf aftur í Georgíu í byrjun desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði helmingi atkvæða. Báðir flokkar þurfa að vinna tvö af þessum þremur sætum til þess að tryggja sér meirihluta á næsta þingi. Í fulltrúadeildinni eru repúblikanar enn nálægt því að ná meirihluta en hann virðist ætla að vera afar naumur. Þeir eru nú búnir að tryggja sér 211 af þeim 218 sem þarf fyrir meirihluta en demókratar eru þegar komnir með 204 sæti samkvæmt vefnum Five Thirty Eight. Í Arizona jók demókratinn Kelly forskot sitt á repúblikanann Masters þegar nýjar tölur voru birtar í gærkvöldi. Kelly er nú með um 5,6 prósentustiga forskot. Munurinn er umtalsvert minni á ríkisstjóraefnum flokkanna en þar er demókratinn Katie Hobbs með 1,4 prósentustiga forskot á repúblikannan og kosningaafneitarann Kari Lake. Demókratar eru jafnframt með forskot í kosningunni um vararíkisstjóra og dómsmálaráðherra Arizona. Línur gætu tekið að skýrast í dag þegar byrjað verður að birta úrslit eftir talningu á um 300.000 atkvæðum frá Maricopa-sýslu sem Phoenix, stærsta borg ríkisins, tilheyrir. Um 60 prósent íbúa Arizona búa í sýslunni en hún hefur sveiflast eins og á milli flokkanna tveggja í undanförnum kosningum. Sýslungar þar kusu demókrata í kosningunum 2018 en repúblikana fyrir tveimur árum. Alvanalegt er að talning atkvæða dragist á langinn í Arizona. Langflestir kjósendur þar greiða atkvæði í gegnum póst og margir bíða fram á síðasta dag með að senda þau inn. Eftir að ríkið hætti að vera öruggt vígi repúblikana og fór að sveiflast á milli flokkanna hefur biðin eftir úrslitum vakið meiri athygli á landsvísu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Nevada geta póstatkvæði enn borist fram á laugardag, svo lengi sem þau voru póstlögð fyrir kjördag. Þar voru enn 50.000 atkvæði ótalin í Clark-sýslu, stærstu sýslu ríkisins og þeirri einu sem hallast að demókrötum. Eins og sakir standa er repúblikaninn Adama Laxalt með naumt forskot á demókratann Catherine Cortez Masto sem er sitjandi öldungadeildarþingmaður ríkisins. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Eftir fimmtudaginn lá enn ekki fyrir hver fer með meirihluta í hvorugri deild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Í öldungadeildinni er enn beðið eftir endanlegum úrslitum í Arizona og Nevada en ljóst er að kjósa þarf aftur í Georgíu í byrjun desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði helmingi atkvæða. Báðir flokkar þurfa að vinna tvö af þessum þremur sætum til þess að tryggja sér meirihluta á næsta þingi. Í fulltrúadeildinni eru repúblikanar enn nálægt því að ná meirihluta en hann virðist ætla að vera afar naumur. Þeir eru nú búnir að tryggja sér 211 af þeim 218 sem þarf fyrir meirihluta en demókratar eru þegar komnir með 204 sæti samkvæmt vefnum Five Thirty Eight. Í Arizona jók demókratinn Kelly forskot sitt á repúblikanann Masters þegar nýjar tölur voru birtar í gærkvöldi. Kelly er nú með um 5,6 prósentustiga forskot. Munurinn er umtalsvert minni á ríkisstjóraefnum flokkanna en þar er demókratinn Katie Hobbs með 1,4 prósentustiga forskot á repúblikannan og kosningaafneitarann Kari Lake. Demókratar eru jafnframt með forskot í kosningunni um vararíkisstjóra og dómsmálaráðherra Arizona. Línur gætu tekið að skýrast í dag þegar byrjað verður að birta úrslit eftir talningu á um 300.000 atkvæðum frá Maricopa-sýslu sem Phoenix, stærsta borg ríkisins, tilheyrir. Um 60 prósent íbúa Arizona búa í sýslunni en hún hefur sveiflast eins og á milli flokkanna tveggja í undanförnum kosningum. Sýslungar þar kusu demókrata í kosningunum 2018 en repúblikana fyrir tveimur árum. Alvanalegt er að talning atkvæða dragist á langinn í Arizona. Langflestir kjósendur þar greiða atkvæði í gegnum póst og margir bíða fram á síðasta dag með að senda þau inn. Eftir að ríkið hætti að vera öruggt vígi repúblikana og fór að sveiflast á milli flokkanna hefur biðin eftir úrslitum vakið meiri athygli á landsvísu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Nevada geta póstatkvæði enn borist fram á laugardag, svo lengi sem þau voru póstlögð fyrir kjördag. Þar voru enn 50.000 atkvæði ótalin í Clark-sýslu, stærstu sýslu ríkisins og þeirri einu sem hallast að demókrötum. Eins og sakir standa er repúblikaninn Adama Laxalt með naumt forskot á demókratann Catherine Cortez Masto sem er sitjandi öldungadeildarþingmaður ríkisins.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18