Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 07:45 Mark Kelly heilsar upp á stuðningsmenn sína ásamt eiginkonu sinni Gabby Giffords í Tuscon á kosninganótt. Kelly var geimfari hjá NASA en Giffords var fulltrúadeildarþingmaður Arizona. Hún lét af embætti eftir að byssumaður skaut hana í höfuðið á viðburði í ríkinu árið 2011. AP/Alberto Mariani Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara. Eftir fimmtudaginn lá enn ekki fyrir hver fer með meirihluta í hvorugri deild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Í öldungadeildinni er enn beðið eftir endanlegum úrslitum í Arizona og Nevada en ljóst er að kjósa þarf aftur í Georgíu í byrjun desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði helmingi atkvæða. Báðir flokkar þurfa að vinna tvö af þessum þremur sætum til þess að tryggja sér meirihluta á næsta þingi. Í fulltrúadeildinni eru repúblikanar enn nálægt því að ná meirihluta en hann virðist ætla að vera afar naumur. Þeir eru nú búnir að tryggja sér 211 af þeim 218 sem þarf fyrir meirihluta en demókratar eru þegar komnir með 204 sæti samkvæmt vefnum Five Thirty Eight. Í Arizona jók demókratinn Kelly forskot sitt á repúblikanann Masters þegar nýjar tölur voru birtar í gærkvöldi. Kelly er nú með um 5,6 prósentustiga forskot. Munurinn er umtalsvert minni á ríkisstjóraefnum flokkanna en þar er demókratinn Katie Hobbs með 1,4 prósentustiga forskot á repúblikannan og kosningaafneitarann Kari Lake. Demókratar eru jafnframt með forskot í kosningunni um vararíkisstjóra og dómsmálaráðherra Arizona. Línur gætu tekið að skýrast í dag þegar byrjað verður að birta úrslit eftir talningu á um 300.000 atkvæðum frá Maricopa-sýslu sem Phoenix, stærsta borg ríkisins, tilheyrir. Um 60 prósent íbúa Arizona búa í sýslunni en hún hefur sveiflast eins og á milli flokkanna tveggja í undanförnum kosningum. Sýslungar þar kusu demókrata í kosningunum 2018 en repúblikana fyrir tveimur árum. Alvanalegt er að talning atkvæða dragist á langinn í Arizona. Langflestir kjósendur þar greiða atkvæði í gegnum póst og margir bíða fram á síðasta dag með að senda þau inn. Eftir að ríkið hætti að vera öruggt vígi repúblikana og fór að sveiflast á milli flokkanna hefur biðin eftir úrslitum vakið meiri athygli á landsvísu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Nevada geta póstatkvæði enn borist fram á laugardag, svo lengi sem þau voru póstlögð fyrir kjördag. Þar voru enn 50.000 atkvæði ótalin í Clark-sýslu, stærstu sýslu ríkisins og þeirri einu sem hallast að demókrötum. Eins og sakir standa er repúblikaninn Adama Laxalt með naumt forskot á demókratann Catherine Cortez Masto sem er sitjandi öldungadeildarþingmaður ríkisins. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Eftir fimmtudaginn lá enn ekki fyrir hver fer með meirihluta í hvorugri deild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Í öldungadeildinni er enn beðið eftir endanlegum úrslitum í Arizona og Nevada en ljóst er að kjósa þarf aftur í Georgíu í byrjun desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði helmingi atkvæða. Báðir flokkar þurfa að vinna tvö af þessum þremur sætum til þess að tryggja sér meirihluta á næsta þingi. Í fulltrúadeildinni eru repúblikanar enn nálægt því að ná meirihluta en hann virðist ætla að vera afar naumur. Þeir eru nú búnir að tryggja sér 211 af þeim 218 sem þarf fyrir meirihluta en demókratar eru þegar komnir með 204 sæti samkvæmt vefnum Five Thirty Eight. Í Arizona jók demókratinn Kelly forskot sitt á repúblikanann Masters þegar nýjar tölur voru birtar í gærkvöldi. Kelly er nú með um 5,6 prósentustiga forskot. Munurinn er umtalsvert minni á ríkisstjóraefnum flokkanna en þar er demókratinn Katie Hobbs með 1,4 prósentustiga forskot á repúblikannan og kosningaafneitarann Kari Lake. Demókratar eru jafnframt með forskot í kosningunni um vararíkisstjóra og dómsmálaráðherra Arizona. Línur gætu tekið að skýrast í dag þegar byrjað verður að birta úrslit eftir talningu á um 300.000 atkvæðum frá Maricopa-sýslu sem Phoenix, stærsta borg ríkisins, tilheyrir. Um 60 prósent íbúa Arizona búa í sýslunni en hún hefur sveiflast eins og á milli flokkanna tveggja í undanförnum kosningum. Sýslungar þar kusu demókrata í kosningunum 2018 en repúblikana fyrir tveimur árum. Alvanalegt er að talning atkvæða dragist á langinn í Arizona. Langflestir kjósendur þar greiða atkvæði í gegnum póst og margir bíða fram á síðasta dag með að senda þau inn. Eftir að ríkið hætti að vera öruggt vígi repúblikana og fór að sveiflast á milli flokkanna hefur biðin eftir úrslitum vakið meiri athygli á landsvísu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Nevada geta póstatkvæði enn borist fram á laugardag, svo lengi sem þau voru póstlögð fyrir kjördag. Þar voru enn 50.000 atkvæði ótalin í Clark-sýslu, stærstu sýslu ríkisins og þeirri einu sem hallast að demókrötum. Eins og sakir standa er repúblikaninn Adama Laxalt með naumt forskot á demókratann Catherine Cortez Masto sem er sitjandi öldungadeildarþingmaður ríkisins.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18