Borgar sig síður að fara í skóla vegna krónutöluhækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 14:30 Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM. Mynd/aðsend Krónutöluhækkanir síðustu ára hafa leitt til þess að það borgar sig síður hér á landi en annars staðar að fara í skóla, segir hagfræðingur BHM. Um fjórðungur Íslendinga er einungis með grunnskólapróf og hlutfallið er það hæsta á Norðurlöndum. BHM kynnti í morgun áherslur sínar fyrir komandi kjaraviðræður og samkvæmt þeim verða prósentuhækkanir stærsta krafa félagsins. Vísað er til þess að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins hafi komið fólki misvel og að kaupmáttur félagsmanna ASÍ hafi til að mynda aukist langt umfram kaupmátt þeirra sem eru í aðildarfélögum BHM. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM segir að áframhald þess væri óásættanleg niðurstaða. „Við getum ekki samþykkt það að fara inn í annað kjarasamningstímabil þar sem kaupmáttur mun rýrna. Þá erum við að sjá fimm til sex ára tímabil af kaupmáttarrýrnun, ekki bara fyrir sérfræðinga hjá ríkinu heldur fyrir millistéttina í heild sinni,“ segir Vilhjálmur. Aðsókn ungs fólks í háskólanám er minni hér en í öðrum löndum. Aðeins 38% fólks á aldrinum 25–34 ára hefur aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð Samhliða því að kröfurnar voru kynntar var birt ný rannsókn sem var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á virði menntunar í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt henni er menntunarstig á Íslandi óvenju lágt og um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára er einungis með grunnskólamenntun. Hlutfallið er hærra en á hinum Norðurlöndunum. „Við sjáum bara á Íslandi að það borgar sig mun síður að fara í skóla en í öðrum löndum. Og mun síður en á Norðurlöndunum. Þetta er meðal ananrs vegna áhrifa krónutöluhækkana síðustu ára. Og við teljum bara að frekari krónutöluhækkanir muni hafa skaðleg áhrif á hvata til náms á Íslandi.“ Samkvæmt skýrslunni eru háskólamenntaðar konur með um þriðjungi lægri laun en karlar meirihluta starfsævinnar. „Það hallar verulega á konur á íslenskum vinnumarkaði. Sérfræðingar hjá sveitarfélögunum, sem eru áttatíu prósent konur, eru til að mynda með fjörutíu prósentum lægra tímakaup en allir karlkyns sérfræðingar á almenna markaðnum,“ segir Vilhjálmur. „Það hefur bara aldrei myndast markaðsverð fyrir þessi störf, til dæmis þroskaþjálfar sem eru eingöngu á opinbera markaðnum, þeir hafa bara kannski ekki verið í þeirri samningsstöðu að fá borgað í samræmi við samfélagslegt verðmæti.“ Önnur stærsta krafa BHM er að virði vanmetinna starfa á vinnumarkaðnum, þar sem konur eru í meirihluta, verði leiðrétt umfram prósentuhækkanir. „Lausnin við þessu er í rauninni tvíþætt - prósentuhækkun og leiðrétting á skökku virði starfa.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
BHM kynnti í morgun áherslur sínar fyrir komandi kjaraviðræður og samkvæmt þeim verða prósentuhækkanir stærsta krafa félagsins. Vísað er til þess að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins hafi komið fólki misvel og að kaupmáttur félagsmanna ASÍ hafi til að mynda aukist langt umfram kaupmátt þeirra sem eru í aðildarfélögum BHM. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM segir að áframhald þess væri óásættanleg niðurstaða. „Við getum ekki samþykkt það að fara inn í annað kjarasamningstímabil þar sem kaupmáttur mun rýrna. Þá erum við að sjá fimm til sex ára tímabil af kaupmáttarrýrnun, ekki bara fyrir sérfræðinga hjá ríkinu heldur fyrir millistéttina í heild sinni,“ segir Vilhjálmur. Aðsókn ungs fólks í háskólanám er minni hér en í öðrum löndum. Aðeins 38% fólks á aldrinum 25–34 ára hefur aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð Samhliða því að kröfurnar voru kynntar var birt ný rannsókn sem var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á virði menntunar í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt henni er menntunarstig á Íslandi óvenju lágt og um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára er einungis með grunnskólamenntun. Hlutfallið er hærra en á hinum Norðurlöndunum. „Við sjáum bara á Íslandi að það borgar sig mun síður að fara í skóla en í öðrum löndum. Og mun síður en á Norðurlöndunum. Þetta er meðal ananrs vegna áhrifa krónutöluhækkana síðustu ára. Og við teljum bara að frekari krónutöluhækkanir muni hafa skaðleg áhrif á hvata til náms á Íslandi.“ Samkvæmt skýrslunni eru háskólamenntaðar konur með um þriðjungi lægri laun en karlar meirihluta starfsævinnar. „Það hallar verulega á konur á íslenskum vinnumarkaði. Sérfræðingar hjá sveitarfélögunum, sem eru áttatíu prósent konur, eru til að mynda með fjörutíu prósentum lægra tímakaup en allir karlkyns sérfræðingar á almenna markaðnum,“ segir Vilhjálmur. „Það hefur bara aldrei myndast markaðsverð fyrir þessi störf, til dæmis þroskaþjálfar sem eru eingöngu á opinbera markaðnum, þeir hafa bara kannski ekki verið í þeirri samningsstöðu að fá borgað í samræmi við samfélagslegt verðmæti.“ Önnur stærsta krafa BHM er að virði vanmetinna starfa á vinnumarkaðnum, þar sem konur eru í meirihluta, verði leiðrétt umfram prósentuhækkanir. „Lausnin við þessu er í rauninni tvíþætt - prósentuhækkun og leiðrétting á skökku virði starfa.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira