„Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2022 10:30 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa æpt á fólk í Mar-A-Lago í Flórída, eftir slæmt gengi margra frambjóðenda sem hann studdi í kosningunum á þriðjudaginn. AP/Andrew Harnik Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum. Á sama tíma vann Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, mikinn sigur í endurkjöri sínu en hann hefur lengi verið líklegur til að bjóða sig fram gegn Trump fyrir forsetakosningarnar 2024. Sjá einnig: Trump hótar DeSantis Washington Post hefur eftir tveimur bandamönnum DeSantis að hann muni líklega bíða þar til í maí, þegar ríkisþing Flórída lýkur störfum, með að lýsa formlega yfir framboði til forseta Bandaríkjanna. Það geti þó verið erfitt að segja til um hvað hann ætli að gera þar sem hann haldi spilum sínum oft þétt að sér. Sjá einnig: Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Washington Post segir Trump hafa ætlað sér að nota þann góðan árangur sem búist var við hjá Repúblikanaflokknum fyrir kosningarnar sem stökkpall fyrir nýtt framboð en svo fór sem fór. WP hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump hafi verið að leita ráða hjá ráðgjöfum sínum en hafi ekki tekið ákvörðun. Í viðtali í gærkvöldi gaf Trump þó í skyn að hann hefði ekki tilefni til að fresta yfirlýsingu sinni. „Við náðum geysilegum árangri. Af hverju ætti eitthvað að breytast?“ spurði Trump meðal annars. Sjá einnig: Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Bandamenn Trumps hafa gagnrýnt hann opinberlega, samkvæmt frétt New York Times, bæði í viðtölum og á samfélagsmiðlum. Þar hafa þeir velt upp þeirri spurningu hvort hann eigi að leiða Repúblikanaflokkinn áfram. „Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún,“ hefur NYT eftir David Urban, sem hefur lengi verið ráðgjafi Trumps. Peter King, annar bandamaður Trumps til langs tíma og fyrrverandi þingmaður, sagði einnig að hann væri þeirrar skoðunar að Trump gæti ekki lengur leitt flokkinn. Hann sagði í viðtali að Repúblikanaflokkurinn mætti ekki byrja að snúast um persónudýrkun á einum manni. Trump hefur á undanförnum árum ítrekað sýnt tangarhald sitt á Repúblikanaflokknum. Hann situr á digrum kosningasjóðum og hefur tekist að bola svo gott sem öllum andstæðingum sínum úr flokknum með því að styðja aðra gegn þeim í forvali innan flokksins. Núverandi aðstoðarmenn hans segja umræðu um veika stöðu hans innan flokksins vera tilbúning fjölmiðla vestanhafs. J.D. Vance, verðandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Ohio, segist sannfærður um að bjóði Trump sig fram verði hann frambjóðandi flokksins 2024. „Fjölmiðlar skrifa minningargrein um stjórnmálaferil Trumps á hverju ári og á hverju ári erum við fljótt minnt á það að Trump er vinsælasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins,“ hefur NYT eftir Vance. Samkvæmt heimildum New York Times innan úr búðum Trumps hefur forsetinn fyrrverandi verið mjög reiður frá því slæmt gengi Repúblikana varð ljóst. Hann er sagður hafa beint reiði sinni að Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, og auðjöfrinum Steve Wynn, því þeir hafi sannfært hann um að styðja Mehmet Oz, sem tapaði gegn John Fetterman í baráttu um annað öldungadeildarþingsæti Pennsylvaníu. Reiði Trumps er einnig sögð hafa beinst að Melaniu Trump því hún eigi einnig að hafa veitt honum slæm ráð. New York Post, sem Trump hefur sagt að sé hans uppáhalds miðill, er með þessa forsíðu í dag. The New York Post's Thursday cover is brutal. pic.twitter.com/o2Bq5VSBeC— Oliver Darcy (@oliverdarcy) November 10, 2022 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Á sama tíma vann Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, mikinn sigur í endurkjöri sínu en hann hefur lengi verið líklegur til að bjóða sig fram gegn Trump fyrir forsetakosningarnar 2024. Sjá einnig: Trump hótar DeSantis Washington Post hefur eftir tveimur bandamönnum DeSantis að hann muni líklega bíða þar til í maí, þegar ríkisþing Flórída lýkur störfum, með að lýsa formlega yfir framboði til forseta Bandaríkjanna. Það geti þó verið erfitt að segja til um hvað hann ætli að gera þar sem hann haldi spilum sínum oft þétt að sér. Sjá einnig: Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Washington Post segir Trump hafa ætlað sér að nota þann góðan árangur sem búist var við hjá Repúblikanaflokknum fyrir kosningarnar sem stökkpall fyrir nýtt framboð en svo fór sem fór. WP hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump hafi verið að leita ráða hjá ráðgjöfum sínum en hafi ekki tekið ákvörðun. Í viðtali í gærkvöldi gaf Trump þó í skyn að hann hefði ekki tilefni til að fresta yfirlýsingu sinni. „Við náðum geysilegum árangri. Af hverju ætti eitthvað að breytast?“ spurði Trump meðal annars. Sjá einnig: Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Bandamenn Trumps hafa gagnrýnt hann opinberlega, samkvæmt frétt New York Times, bæði í viðtölum og á samfélagsmiðlum. Þar hafa þeir velt upp þeirri spurningu hvort hann eigi að leiða Repúblikanaflokkinn áfram. „Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún,“ hefur NYT eftir David Urban, sem hefur lengi verið ráðgjafi Trumps. Peter King, annar bandamaður Trumps til langs tíma og fyrrverandi þingmaður, sagði einnig að hann væri þeirrar skoðunar að Trump gæti ekki lengur leitt flokkinn. Hann sagði í viðtali að Repúblikanaflokkurinn mætti ekki byrja að snúast um persónudýrkun á einum manni. Trump hefur á undanförnum árum ítrekað sýnt tangarhald sitt á Repúblikanaflokknum. Hann situr á digrum kosningasjóðum og hefur tekist að bola svo gott sem öllum andstæðingum sínum úr flokknum með því að styðja aðra gegn þeim í forvali innan flokksins. Núverandi aðstoðarmenn hans segja umræðu um veika stöðu hans innan flokksins vera tilbúning fjölmiðla vestanhafs. J.D. Vance, verðandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Ohio, segist sannfærður um að bjóði Trump sig fram verði hann frambjóðandi flokksins 2024. „Fjölmiðlar skrifa minningargrein um stjórnmálaferil Trumps á hverju ári og á hverju ári erum við fljótt minnt á það að Trump er vinsælasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins,“ hefur NYT eftir Vance. Samkvæmt heimildum New York Times innan úr búðum Trumps hefur forsetinn fyrrverandi verið mjög reiður frá því slæmt gengi Repúblikana varð ljóst. Hann er sagður hafa beint reiði sinni að Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, og auðjöfrinum Steve Wynn, því þeir hafi sannfært hann um að styðja Mehmet Oz, sem tapaði gegn John Fetterman í baráttu um annað öldungadeildarþingsæti Pennsylvaníu. Reiði Trumps er einnig sögð hafa beinst að Melaniu Trump því hún eigi einnig að hafa veitt honum slæm ráð. New York Post, sem Trump hefur sagt að sé hans uppáhalds miðill, er með þessa forsíðu í dag. The New York Post's Thursday cover is brutal. pic.twitter.com/o2Bq5VSBeC— Oliver Darcy (@oliverdarcy) November 10, 2022
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira