Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 9. nóvember 2022 23:17 Hér má sjá borða klipptan áður en sporvagninn var tekinn í notkun. Utanríkisráðuneytið Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. Þórdís Kolbrún tók við formennskunni af Breifne O‘Reilly, fastafulltrúa Írlands gagnvart Evrópuráðinu. Ísland mun sinna embættinu í sex mánuði eða þar til í maí 2023 þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn hér á landi. Fundurinn verður sá fjórði frá upphafi. Þegar hún tók við nýtti Þórdís Kolbrún tækifærið og kynnti formennskuáætlun Íslands í ráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Formennskuáætlunina má sjá með því að smella hér. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu þar sem hún segir helsta markmið formennskutíðar Íslands vera að efla grundvallargildi ráðsins ásamt því að „leggja sérstaka áherslu á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti.“ „Ísland fær það ábyrgðarmikla verkefni að leiða Evrópuráðið á tímum sem fela í sér miklar áskoranir. Grundvallargildi ráðsins - lýðræði, réttarríkið og mannréttindi – eiga undir högg að sækja eins og hörmulegt árásarstríð Rússlands gegn Úkraínu sýnir svo glöggt. Helsta markmiðið í formennskutíð Íslands verður því að efla þessi grundvallargildi og styrkja ráðið sem málsvara þeirra. Ísland tekur forystuhlutverki sínu alvarlega á þessum krefjandi tímum,” segir Þórdís Kolbrún. Í tilefni formennsku Íslands í ráðinu var sporvagn skreyttur norðurljósum tekinn í gagnið í Strassborg í dag og fékk Þórdís Kolbrún far með vagninum að ráðhúsi borgarinnar þar sem íslenska fánanum var flaggað. Hér að ofan má sjá umfjöllun um málið úr kvöldfréttum. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Íslendingar erlendis Frakkland Utanríkismál Tengdar fréttir Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Þórdís Kolbrún tók við formennskunni af Breifne O‘Reilly, fastafulltrúa Írlands gagnvart Evrópuráðinu. Ísland mun sinna embættinu í sex mánuði eða þar til í maí 2023 þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn hér á landi. Fundurinn verður sá fjórði frá upphafi. Þegar hún tók við nýtti Þórdís Kolbrún tækifærið og kynnti formennskuáætlun Íslands í ráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Formennskuáætlunina má sjá með því að smella hér. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu þar sem hún segir helsta markmið formennskutíðar Íslands vera að efla grundvallargildi ráðsins ásamt því að „leggja sérstaka áherslu á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti.“ „Ísland fær það ábyrgðarmikla verkefni að leiða Evrópuráðið á tímum sem fela í sér miklar áskoranir. Grundvallargildi ráðsins - lýðræði, réttarríkið og mannréttindi – eiga undir högg að sækja eins og hörmulegt árásarstríð Rússlands gegn Úkraínu sýnir svo glöggt. Helsta markmiðið í formennskutíð Íslands verður því að efla þessi grundvallargildi og styrkja ráðið sem málsvara þeirra. Ísland tekur forystuhlutverki sínu alvarlega á þessum krefjandi tímum,” segir Þórdís Kolbrún. Í tilefni formennsku Íslands í ráðinu var sporvagn skreyttur norðurljósum tekinn í gagnið í Strassborg í dag og fékk Þórdís Kolbrún far með vagninum að ráðhúsi borgarinnar þar sem íslenska fánanum var flaggað. Hér að ofan má sjá umfjöllun um málið úr kvöldfréttum.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Íslendingar erlendis Frakkland Utanríkismál Tengdar fréttir Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41